Ótrúlegur barnaskapur forsetaframbjóðenda Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. júní 2024 14:00 Í kappræðunum, sem fóru fram á dögunum, voru forsetaframbjóðendur spurðir um afstöðu sína til stuðnings okkar, Íslendinga, við Úkraínu í stríði, varnarstríði, þeirra við Rússa, Pútín og hans yfirgangslið. Fyrir mér var með ólíkindum, hveru fáfróðir, barnalegir, margir frambjóðendur virtust vera. Í fyrsta lagi vissi fólkið greinilega ekki, hvað það þýddi, að við værum í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Sumir virtust nánast ekki gera sér grein fyrir, að við værum í því. Í öðru lagi skildi það greinilega ekki, hvað stríð er og hverjar forsendur fyrir sigri eða ósigri í stríði eru. Annar eins barnaskapur! Stríð vinnast aðeins með öflugustum mögulegum vopnum og skotfærum, og svo, auðvitað, dugmiklum og harðskeyttum hermönnum, sem eru reiðubúnir til að fórna lífi sínu og limum fyrir þjóð sína, frelsi hennar og velferð. En, það gildir nánast einu, hversu hugdjarfir hermenn kunna að vera, í stríðsátökum okkar tíma, ef þeir hafa ekki nóg af öflugum vopnum og skotfærum, erum þeim flestar bjargir bannaðar. Bjarni Benediktsson, forsætirráðherra, greindi frá því í vikunni, að Ísland myndi leggja Úkraínumönnum til 4 milljarða króna á ári, næstu árin, til að styðja Úkraínumenn í sinni varnarbaráttu gegn innrás Pútíns. Þetta kann að virka mikið framlag, en það er það ekki. Þessi fjárhæð nemur um 0,1% af vergri landsframleiðlsu Íslendinga. Á sama tíma verja nú flestir meðlimir NATO, hvert og eitt land, um 2% af vergri landsframleiðslu síns lands til varnarmála. Tuttugu sinnum hærri fjárhæð. Fyrir Ísland væru það 80 milljarðar á ári. Það var ótrúlegt að hlusta á bollaleggingar frambjóðenda um það, að framlagi Íslands skyldi alls ekki varið til vopnakaupa og/eða skotfærakaupa. Það skyldi ekki fara beint í stríðsreksturinn. Heldur skyldi íslenzkt fé fara eingöngu í það að hlynna að og hjúkra slösuðum og limlestum úkraínskum hermönnum, sem þá hefðu mögulega lent í þeim hömungum af því að þeir höfðu ekki vopn eða verjur til að verja hendur sínar. Önnur eins fásinna. Skilur þetta blessaða fólk ekki, hvað stríð snýst um!? Akkúrat um þessar mundir eiga Úkraínumenn einmitt mjög undir högg að sækja - Rússar sækja fram af miklum þunga - vegna þess að þá skortir vopn og skotfæri til að halda sinni vígstöðu, hvað þá sækja fram. Hvar er þetta fólk statt í heiminum með sína vitneskju eða sinn skilning? Margir töldu líka, að Ísland ætti að vera friðsamt og hlutlaust ríki. Ætti ekki að blanda sér í deilur ríkja, sem stæðu í átökum og stríði. Þannig gætum við tryggt frið og sjálfstæði hér. Fæddist þetta fólk í gær, eða er það ný lent hér á jörðinni, eftir dvöl á annarri plánetu? Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu, sem hafa getað rekið virka friðar- og hlutleysisstefnu; Sviss og Svíþjóð. Þetta tókst þeim í krafti feikiöflugra eigin varna, magnaðs eigin hers, sem bjó yfir svo miklum krafti, að yfirgangsöfl treystu sér ekki til að reyna að hertaka þau; það hefði kostað of miklar fórnir fyrir þá sjálfa, of mikið mannfall eigin hermanna og tjón eigin hergagna. Ísland hefur mikla landfræðilega og hernaðarlega þýðingu í mögulegu stríði. Frá Íslandi má stjórna/ráða fyrir bæði loftrými og hafsvæðum á Norður Atlantshafi. Enginn flotastyrkur, flugvélamóðurskip, kafbátar eða annar búnaður, getur komið í stað fastalandsins Íslands í þessum skilningi. Allir, sem vilja tryggja sér mest möguleg yfirráð láðs og lagar í okkar heimshluta, sjá auðvitað og skilja þessa mikilvægu stöðu Íslands. Það var einmitt af þessari ástæði, sem vitrir og framsýnir forfeður okkar, leiddir af þáverandi utanríkisráðherra landsins, Bjarna Benediktssyni, eldri, beittu sér fyrir inngöngu Íslands í NATO strax 1949. Þar erum við þátttakendur í öflugustu varnarkeðju heims, með 31 öðru ríki, þar með talin öll hin Norðurlöndin. Öll þessi ríki leggja fram feikimikla fjármuni og líf og limi sona sinna og dætra til að tryggja sjálfstæði, fullveldi og velferð aðildarríkjanna. Eins og ég nefndi fyrr, um 2% af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Lengi vel komst Ísland upp með það eitt, að leggja til land fyrir herstöð. Nú kemur til nokkurt fjárframlag, sem er töluvert á okkar mælikvarða, en þó ekki nema brot af því sem aðrar bandalagsþjóðir leggja fram. Auðvitað á þetta framlag að fara í það, sem mestu máli skiptir fyrir afl og öryggi bandalagsríkjanna, og samherja þeirra á hverjum tíma, nú í vopn og skotfæri fyrir Úkraínuher. Ef Ísland gengi úr NATO og lýsti yfir hluleysi, þyrfti ekki að senda nema eina flugvél með vel vopnum búnum hermönnum, það gætu verið arabar, Rússar, Kínverjar, eða aðrir, til að hertaka landið, svipta okkur sjálfstæði og frelsi; innleiða hér einræði og harðstjórn. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í kappræðunum, sem fóru fram á dögunum, voru forsetaframbjóðendur spurðir um afstöðu sína til stuðnings okkar, Íslendinga, við Úkraínu í stríði, varnarstríði, þeirra við Rússa, Pútín og hans yfirgangslið. Fyrir mér var með ólíkindum, hveru fáfróðir, barnalegir, margir frambjóðendur virtust vera. Í fyrsta lagi vissi fólkið greinilega ekki, hvað það þýddi, að við værum í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Sumir virtust nánast ekki gera sér grein fyrir, að við værum í því. Í öðru lagi skildi það greinilega ekki, hvað stríð er og hverjar forsendur fyrir sigri eða ósigri í stríði eru. Annar eins barnaskapur! Stríð vinnast aðeins með öflugustum mögulegum vopnum og skotfærum, og svo, auðvitað, dugmiklum og harðskeyttum hermönnum, sem eru reiðubúnir til að fórna lífi sínu og limum fyrir þjóð sína, frelsi hennar og velferð. En, það gildir nánast einu, hversu hugdjarfir hermenn kunna að vera, í stríðsátökum okkar tíma, ef þeir hafa ekki nóg af öflugum vopnum og skotfærum, erum þeim flestar bjargir bannaðar. Bjarni Benediktsson, forsætirráðherra, greindi frá því í vikunni, að Ísland myndi leggja Úkraínumönnum til 4 milljarða króna á ári, næstu árin, til að styðja Úkraínumenn í sinni varnarbaráttu gegn innrás Pútíns. Þetta kann að virka mikið framlag, en það er það ekki. Þessi fjárhæð nemur um 0,1% af vergri landsframleiðlsu Íslendinga. Á sama tíma verja nú flestir meðlimir NATO, hvert og eitt land, um 2% af vergri landsframleiðslu síns lands til varnarmála. Tuttugu sinnum hærri fjárhæð. Fyrir Ísland væru það 80 milljarðar á ári. Það var ótrúlegt að hlusta á bollaleggingar frambjóðenda um það, að framlagi Íslands skyldi alls ekki varið til vopnakaupa og/eða skotfærakaupa. Það skyldi ekki fara beint í stríðsreksturinn. Heldur skyldi íslenzkt fé fara eingöngu í það að hlynna að og hjúkra slösuðum og limlestum úkraínskum hermönnum, sem þá hefðu mögulega lent í þeim hömungum af því að þeir höfðu ekki vopn eða verjur til að verja hendur sínar. Önnur eins fásinna. Skilur þetta blessaða fólk ekki, hvað stríð snýst um!? Akkúrat um þessar mundir eiga Úkraínumenn einmitt mjög undir högg að sækja - Rússar sækja fram af miklum þunga - vegna þess að þá skortir vopn og skotfæri til að halda sinni vígstöðu, hvað þá sækja fram. Hvar er þetta fólk statt í heiminum með sína vitneskju eða sinn skilning? Margir töldu líka, að Ísland ætti að vera friðsamt og hlutlaust ríki. Ætti ekki að blanda sér í deilur ríkja, sem stæðu í átökum og stríði. Þannig gætum við tryggt frið og sjálfstæði hér. Fæddist þetta fólk í gær, eða er það ný lent hér á jörðinni, eftir dvöl á annarri plánetu? Það eru aðeins tvö lönd í Evrópu, sem hafa getað rekið virka friðar- og hlutleysisstefnu; Sviss og Svíþjóð. Þetta tókst þeim í krafti feikiöflugra eigin varna, magnaðs eigin hers, sem bjó yfir svo miklum krafti, að yfirgangsöfl treystu sér ekki til að reyna að hertaka þau; það hefði kostað of miklar fórnir fyrir þá sjálfa, of mikið mannfall eigin hermanna og tjón eigin hergagna. Ísland hefur mikla landfræðilega og hernaðarlega þýðingu í mögulegu stríði. Frá Íslandi má stjórna/ráða fyrir bæði loftrými og hafsvæðum á Norður Atlantshafi. Enginn flotastyrkur, flugvélamóðurskip, kafbátar eða annar búnaður, getur komið í stað fastalandsins Íslands í þessum skilningi. Allir, sem vilja tryggja sér mest möguleg yfirráð láðs og lagar í okkar heimshluta, sjá auðvitað og skilja þessa mikilvægu stöðu Íslands. Það var einmitt af þessari ástæði, sem vitrir og framsýnir forfeður okkar, leiddir af þáverandi utanríkisráðherra landsins, Bjarna Benediktssyni, eldri, beittu sér fyrir inngöngu Íslands í NATO strax 1949. Þar erum við þátttakendur í öflugustu varnarkeðju heims, með 31 öðru ríki, þar með talin öll hin Norðurlöndin. Öll þessi ríki leggja fram feikimikla fjármuni og líf og limi sona sinna og dætra til að tryggja sjálfstæði, fullveldi og velferð aðildarríkjanna. Eins og ég nefndi fyrr, um 2% af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Lengi vel komst Ísland upp með það eitt, að leggja til land fyrir herstöð. Nú kemur til nokkurt fjárframlag, sem er töluvert á okkar mælikvarða, en þó ekki nema brot af því sem aðrar bandalagsþjóðir leggja fram. Auðvitað á þetta framlag að fara í það, sem mestu máli skiptir fyrir afl og öryggi bandalagsríkjanna, og samherja þeirra á hverjum tíma, nú í vopn og skotfæri fyrir Úkraínuher. Ef Ísland gengi úr NATO og lýsti yfir hluleysi, þyrfti ekki að senda nema eina flugvél með vel vopnum búnum hermönnum, það gætu verið arabar, Rússar, Kínverjar, eða aðrir, til að hertaka landið, svipta okkur sjálfstæði og frelsi; innleiða hér einræði og harðstjórn. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun