Til þeirra sem hyggjast kjósa Katrínu Jakobsdóttur Guðlaugur Bragason skrifar 31. maí 2024 10:46 Þegar kemur að því að ræða fólk sem býður sig fram til opinberra embætta finnst mér mikilvægt að aðgát sé höfð í nærveru sálar. Þrátt fyrir að eiginhagsmunir og vinahylling geti verið kveikjan að slíku framboði hugsa ég að flestir bjóði sig fram af heilum hug með trú á eigin getu og því ber að fagna. Mér finnst því vert að taka fram að þessi grein fjallar ekki um persónuna Katrínu Jakobsdóttur, heldur miðast skrifin að störfum hennar sem fráfarandi forsætisráðherra og nokkur atriði tengd því starfi sem ég tel geta grafið undan embætti forseta Íslands nái hún kjöri. Nú eru skiptar skoðanir á því hvað raunverulega felst í embætti forseta Íslands og má t.d. heyra fullyrðingar þess efnis að embættið eigi að vera upp á punt, eða um sé að ræða einhvers konar sameiningartákn sem hafi það hlutverk að koma vel fyrir í orði og mynd. Ég tel hins vegar að þessi atriði fölni í samanburði við mikilvægi þess valds sem forseti hefur til að vísa lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég set þ.a.l. málskotsréttinn ofar öðru mikilvægi sem eina öryggisventil þjóðarinnar ef Alþingi bregst okkur. Sem dæmi þá var líklega ekki efst í huga Íslendinga að forseti kæmi vel fyrir eða hefði eitthvað sameiningargildi þegar Alþingi samþykkti að borga Icesave á sínum tíma. Mér finnst að sama skapi mikilvægt að forseti Íslands sé boðberi friðar og passi sig að taka enga afstöðu fyrir hönd Íslands í átökum erlendis, nema þá afstöðu til friðar. Út frá þessum atriðum og mati á störfum Katrínar sem forsætisráðherra langaði mig að nefna nokkur dæmi sem ég tel grafa undan hæfni hennar til að gegna embættis forseta Íslands. - Mikil ólga var í íslensku samfélagi í byrjun árs árið 2005 þegar þáverandi forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson ásamt Davíð Oddssyni studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Hlutleysi Íslands á vígvellinum var fokið út í veður og vind vegna geðþóttaákvörðunar tveggja einstaklinga. Ég hef ávallt harmað þessa ákvörðun og þá ekki síður í því ljósi að innrásin var réttlætt með upplognum fullyrðingum um gereyðingarvopn Saddam Hussein. Núna 19 árum síðar er ekki nóg að Ísland taki afstöðu í stríði heldur eru íslenskir skattpeningar notaðir til þess að kaupa vopn til að nota gegn hermönnum stærsta kjarnorkuveldis sögunnar. Rök Katrínar Jakobsdóttur í kappræðum um þessi vopnakaup voru á þann veg að Ísland væri í NATO og sé þ.a.l. ekki hlutlaus þjóð. Gott og vel, en er Katrín þá ekki búin að útiloka sig sem talsmann friðar hafandi verið kyndilberi ríkisstjórnar í vopnakaupum? Myndi Katrín svo beita sér gegn herskáum ákvörðunum Alþingis ef það kæmi sterkur friðarvilji frá þjóðinni? Ef lesanda finnst friðarboðskapur mikilvægt hlutverk forseta vona ég að þetta vekji einhverja umhugsun. - Nú eru skiptar skoðanir á fóstureyðingum og hvar siðferðilegur tímarammi liggur hvað þær varðar. Viljum við forseta sem hefur þá skoðun að það eigi að leyfa fóstureyðingu fram að fæðingu?[1] Verandi mikill áhugamaður um siðferðislegar vangaveltur þá veit ég að þetta er flókið mál með engri augljósri lausn. Viljum við samt forseta sem er tilbúinn að skrifa undir lög sem setja lækna í þá stöðu að þurfa eyða lífi sem getur lifað sjálfstætt utan móðurkviðs? Ég vill síður fullyrða eitthvað um siðferði fyrrverandi forsætisráðherra, en finnst eðlilegt að kjósendur með aðrar skoðanir á þessu máli velti fyrir sér hvort hún sé þeirra málsvari. - Munu stjórnvöld aftur elta önnur ríki gagnrýnislaust í sóttvarnaraðgerðum í öðrum heimsfaraldri? Gagnrýni á Covid-tíma er ekki viðfangsefni þessarar greinar, en ég spyr þá lesendur sem eru farnir að sjá sóttvarnaraðgerðir í öðru ljósi í dag hvort við viljum forseta sem leiddi slíkar aðgerðir hér á landi en braut síðan sjálf þessar reglur þegar hentaði?[2] Er ekki mikilvægt að það sé maður eða kona í brúnni sem hlustar á aðrar hliðar þegar einhliða fréttir berast að utan um faraldur eða önnur mál sem geta varðað frelsi okkar? - Við ritun þessarar greinar kom í ljós að allir forsetaframbjóðendur nema einn settu kröfu á RUV um að sama fyrirkomulag yrði á kappræðum daginn fyrir kosningar og í þeim fyrri, eða að allir frambjóðendur sitji við sama borð. Eini frambjóðandinn sem gerði ekki slíka kröfu var Katrín Jakobsdóttir sem er að mínu mati að styðja við ólýðræðislegar ákvarðanir ríkismiðilsins sem byggir sína ákvörðun á niðurstöðum skoðanakannana einkafyrirtækja út í bæ. Ég veit ekki hvað lesendum finnst um þetta atriði, en mér finnst þetta sýna mikinn dómgreindarbrest og í leiðinni grafa undan trausti mínu á að fyrrverandi forsætisráðherra átti sig á mikilvægi lýðræðis og hlutleysis ríkismiðilsins. - Vilja kjósendur forseta sem er nýbúin að svíkja kjósendur sína með að klára ekki kjörtímabil forsætisráðherra, og hefur í kjölfarið gert líklega umdeildasta stjórnmálamann Íslandssögunnar að forsætisráðherra? Ég hefði haldið að það væri lágmarkseiginleiki verðmæts starfskrafts að klára hafin verk, en gildir það ekki líka þegar um er að ræða valdamikil embætti? Við kjósendur verðum að átta okkur á því að heimurinn sem við lifum í er allt annar í dag en hann var fyrir 8 árum síðan, og því ekki ólíklegt að einhverjar áskoranir sem að þjóðinni steðja muni enda á skrifborði forseta á næstu árum. Ég tel handhafa málskotsréttsins vera í einni mikilvægustu stöðu þjóðarinnar. Ég set því stórt spurningarmerki við forseta sem hefur verið hinum megin við borðið og átt þátt í að mynda þá ríkisstjórn sem viðkomandi myndi verða öryggisventill fyrir. M.ö.o. þá tel ég að óháð ferilsskrá Katrínar í stjórnmálum, þá geti framboð hennar til forseta á þessum tímapunkti valdið of miklum hagsmunaárekstrum og líklegt í því ljósi að hún myndi ekki standa með þjóðinni ef til hennar kæmu umdeild lög frá þeirri ríkisstjórn sem hún sjálf leiddi. Að því sögðu óska ég hverjum þeirra tólf sem hreppir hnossið á laugardaginn til hamingju með embættið og velfarnaðar í starfi. Höfundur er heimspekingur [1] https://heimildin.is/grein/8988/ [2] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/08/20/katrin_rugladist_a_grimuskyldu/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Guðlaugur Bragason Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Þegar kemur að því að ræða fólk sem býður sig fram til opinberra embætta finnst mér mikilvægt að aðgát sé höfð í nærveru sálar. Þrátt fyrir að eiginhagsmunir og vinahylling geti verið kveikjan að slíku framboði hugsa ég að flestir bjóði sig fram af heilum hug með trú á eigin getu og því ber að fagna. Mér finnst því vert að taka fram að þessi grein fjallar ekki um persónuna Katrínu Jakobsdóttur, heldur miðast skrifin að störfum hennar sem fráfarandi forsætisráðherra og nokkur atriði tengd því starfi sem ég tel geta grafið undan embætti forseta Íslands nái hún kjöri. Nú eru skiptar skoðanir á því hvað raunverulega felst í embætti forseta Íslands og má t.d. heyra fullyrðingar þess efnis að embættið eigi að vera upp á punt, eða um sé að ræða einhvers konar sameiningartákn sem hafi það hlutverk að koma vel fyrir í orði og mynd. Ég tel hins vegar að þessi atriði fölni í samanburði við mikilvægi þess valds sem forseti hefur til að vísa lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég set þ.a.l. málskotsréttinn ofar öðru mikilvægi sem eina öryggisventil þjóðarinnar ef Alþingi bregst okkur. Sem dæmi þá var líklega ekki efst í huga Íslendinga að forseti kæmi vel fyrir eða hefði eitthvað sameiningargildi þegar Alþingi samþykkti að borga Icesave á sínum tíma. Mér finnst að sama skapi mikilvægt að forseti Íslands sé boðberi friðar og passi sig að taka enga afstöðu fyrir hönd Íslands í átökum erlendis, nema þá afstöðu til friðar. Út frá þessum atriðum og mati á störfum Katrínar sem forsætisráðherra langaði mig að nefna nokkur dæmi sem ég tel grafa undan hæfni hennar til að gegna embættis forseta Íslands. - Mikil ólga var í íslensku samfélagi í byrjun árs árið 2005 þegar þáverandi forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson ásamt Davíð Oddssyni studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Hlutleysi Íslands á vígvellinum var fokið út í veður og vind vegna geðþóttaákvörðunar tveggja einstaklinga. Ég hef ávallt harmað þessa ákvörðun og þá ekki síður í því ljósi að innrásin var réttlætt með upplognum fullyrðingum um gereyðingarvopn Saddam Hussein. Núna 19 árum síðar er ekki nóg að Ísland taki afstöðu í stríði heldur eru íslenskir skattpeningar notaðir til þess að kaupa vopn til að nota gegn hermönnum stærsta kjarnorkuveldis sögunnar. Rök Katrínar Jakobsdóttur í kappræðum um þessi vopnakaup voru á þann veg að Ísland væri í NATO og sé þ.a.l. ekki hlutlaus þjóð. Gott og vel, en er Katrín þá ekki búin að útiloka sig sem talsmann friðar hafandi verið kyndilberi ríkisstjórnar í vopnakaupum? Myndi Katrín svo beita sér gegn herskáum ákvörðunum Alþingis ef það kæmi sterkur friðarvilji frá þjóðinni? Ef lesanda finnst friðarboðskapur mikilvægt hlutverk forseta vona ég að þetta vekji einhverja umhugsun. - Nú eru skiptar skoðanir á fóstureyðingum og hvar siðferðilegur tímarammi liggur hvað þær varðar. Viljum við forseta sem hefur þá skoðun að það eigi að leyfa fóstureyðingu fram að fæðingu?[1] Verandi mikill áhugamaður um siðferðislegar vangaveltur þá veit ég að þetta er flókið mál með engri augljósri lausn. Viljum við samt forseta sem er tilbúinn að skrifa undir lög sem setja lækna í þá stöðu að þurfa eyða lífi sem getur lifað sjálfstætt utan móðurkviðs? Ég vill síður fullyrða eitthvað um siðferði fyrrverandi forsætisráðherra, en finnst eðlilegt að kjósendur með aðrar skoðanir á þessu máli velti fyrir sér hvort hún sé þeirra málsvari. - Munu stjórnvöld aftur elta önnur ríki gagnrýnislaust í sóttvarnaraðgerðum í öðrum heimsfaraldri? Gagnrýni á Covid-tíma er ekki viðfangsefni þessarar greinar, en ég spyr þá lesendur sem eru farnir að sjá sóttvarnaraðgerðir í öðru ljósi í dag hvort við viljum forseta sem leiddi slíkar aðgerðir hér á landi en braut síðan sjálf þessar reglur þegar hentaði?[2] Er ekki mikilvægt að það sé maður eða kona í brúnni sem hlustar á aðrar hliðar þegar einhliða fréttir berast að utan um faraldur eða önnur mál sem geta varðað frelsi okkar? - Við ritun þessarar greinar kom í ljós að allir forsetaframbjóðendur nema einn settu kröfu á RUV um að sama fyrirkomulag yrði á kappræðum daginn fyrir kosningar og í þeim fyrri, eða að allir frambjóðendur sitji við sama borð. Eini frambjóðandinn sem gerði ekki slíka kröfu var Katrín Jakobsdóttir sem er að mínu mati að styðja við ólýðræðislegar ákvarðanir ríkismiðilsins sem byggir sína ákvörðun á niðurstöðum skoðanakannana einkafyrirtækja út í bæ. Ég veit ekki hvað lesendum finnst um þetta atriði, en mér finnst þetta sýna mikinn dómgreindarbrest og í leiðinni grafa undan trausti mínu á að fyrrverandi forsætisráðherra átti sig á mikilvægi lýðræðis og hlutleysis ríkismiðilsins. - Vilja kjósendur forseta sem er nýbúin að svíkja kjósendur sína með að klára ekki kjörtímabil forsætisráðherra, og hefur í kjölfarið gert líklega umdeildasta stjórnmálamann Íslandssögunnar að forsætisráðherra? Ég hefði haldið að það væri lágmarkseiginleiki verðmæts starfskrafts að klára hafin verk, en gildir það ekki líka þegar um er að ræða valdamikil embætti? Við kjósendur verðum að átta okkur á því að heimurinn sem við lifum í er allt annar í dag en hann var fyrir 8 árum síðan, og því ekki ólíklegt að einhverjar áskoranir sem að þjóðinni steðja muni enda á skrifborði forseta á næstu árum. Ég tel handhafa málskotsréttsins vera í einni mikilvægustu stöðu þjóðarinnar. Ég set því stórt spurningarmerki við forseta sem hefur verið hinum megin við borðið og átt þátt í að mynda þá ríkisstjórn sem viðkomandi myndi verða öryggisventill fyrir. M.ö.o. þá tel ég að óháð ferilsskrá Katrínar í stjórnmálum, þá geti framboð hennar til forseta á þessum tímapunkti valdið of miklum hagsmunaárekstrum og líklegt í því ljósi að hún myndi ekki standa með þjóðinni ef til hennar kæmu umdeild lög frá þeirri ríkisstjórn sem hún sjálf leiddi. Að því sögðu óska ég hverjum þeirra tólf sem hreppir hnossið á laugardaginn til hamingju með embættið og velfarnaðar í starfi. Höfundur er heimspekingur [1] https://heimildin.is/grein/8988/ [2] https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/08/20/katrin_rugladist_a_grimuskyldu/
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun