Iðkendur með forgang: „Förum ekki að breyta því núna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. maí 2024 15:00 Yngri iðkendur í körfuboltanum í Val fá forganga á leik kvöldsins eins og aðra. Vísir/Hulda Margrét Ungir iðkendur í Val fá frítt á leik liðsins í kvöld og fengu forgang í sæti, líkt og á öðrum leikjum. Valur mætir Grindavík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn að Hlíðarenda klukkan 19:15. „Við höfum gert það alltaf, á alla leiki, að yngri iðkendum í Val er boðið á þessa leiki. Þar er svo sem ekkert nýtt í kvöld og í staðinn fyrir að hætta því núna verður það gert. Þau fá hluta af þessum Valsmiðum sem eru í boði,“ segir Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals í samtali við Vísi. „Það fylgir því að vera iðkandi í yngri flokkum í Val að þú færð miða á leiki. Við gerum ekki greinarmun á leikjum þar. Ég lít á það sem hluta af hlutverki Vals og körfuboltans að gefa þessum yngri iðkendum tækifæri til að upplifa þennan atburð sem þessi leikur er, sem og síðasta oddaleik og þarsíðasta. Við förum ekki að breyta því núna,“ segir Svali. Þá verður karlalið Vals í handbolta sérstakir heiðursgestir á leik kvöldsins eftir sigur liðsins á Olympiakos í Evrópuúrslitum um helgina. Gríðarmargar hendur þarf til verksins og fjölmargir sjálfboðaliðar sem leggja hönd á plóg kringum eins stóran viðburð og þennan. En hvernig verður dagurinn hjá Svala? „Ég er bara í reglubundinni vinnu og reyni að sinna henni eins mikilli kostgæfni og hægt er. Það eru blessunarlega mjög margir aðrir að sjá um þennan leik. Ég nýt þeirra forrréttinda að fylgjast með fyrir utan og kem svo á Hlíðarenda að hjálpa til við undirbúning. Svo verð ég þarna í einhverri taugahrúgu þar til leik lýkur, segir Svali og hlær. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
„Við höfum gert það alltaf, á alla leiki, að yngri iðkendum í Val er boðið á þessa leiki. Þar er svo sem ekkert nýtt í kvöld og í staðinn fyrir að hætta því núna verður það gert. Þau fá hluta af þessum Valsmiðum sem eru í boði,“ segir Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals í samtali við Vísi. „Það fylgir því að vera iðkandi í yngri flokkum í Val að þú færð miða á leiki. Við gerum ekki greinarmun á leikjum þar. Ég lít á það sem hluta af hlutverki Vals og körfuboltans að gefa þessum yngri iðkendum tækifæri til að upplifa þennan atburð sem þessi leikur er, sem og síðasta oddaleik og þarsíðasta. Við förum ekki að breyta því núna,“ segir Svali. Þá verður karlalið Vals í handbolta sérstakir heiðursgestir á leik kvöldsins eftir sigur liðsins á Olympiakos í Evrópuúrslitum um helgina. Gríðarmargar hendur þarf til verksins og fjölmargir sjálfboðaliðar sem leggja hönd á plóg kringum eins stóran viðburð og þennan. En hvernig verður dagurinn hjá Svala? „Ég er bara í reglubundinni vinnu og reyni að sinna henni eins mikilli kostgæfni og hægt er. Það eru blessunarlega mjög margir aðrir að sjá um þennan leik. Ég nýt þeirra forrréttinda að fylgjast með fyrir utan og kem svo á Hlíðarenda að hjálpa til við undirbúning. Svo verð ég þarna í einhverri taugahrúgu þar til leik lýkur, segir Svali og hlær. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15.
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira