„Þetta verður bara stríð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 09:01 Kristófer Acox í baráttunni við Grindvíkinginn DeAndre Kane í síðasta leik. Vísir/Anton Brink Kristófer Acox er að fara spila oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliða Valsmanna um leikinn við Grindavík sem fer fram í kvöld fyrir framan troðfullan Hlíðarenda. Valsmenn gátu tryggt sér titilinn í Smáranum á sunnudaginn en misstu leikinn frá sér í blálokin. „Tilfinningin var mjög súr. Við vorum kannski ekki alveg með unnin leik en við vorum með þetta í okkar höndum. Nú er maður búinn að horfa á þetta aftur og miðað við okkar spilamennsku í þeim leik þá áttum við ekkert skilið að lyfta titlunum miðað við þessa frammistöðu,“ sagði Kristófer Acox. Ætla að sýna sitt rétta andlit „Við vissum það að ef við spilum ekki góðan leik og sýnum okkar bestu frammistöðu þá er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Grindavíkurlið,“ sagði Kristófer, „Eftir svona slaka frammistöðu þá held ég að við viljum sýna okkar rétta andlit á heimavelli og lyfta bikarnum þar,“ sagði Kristófer. Það hefur reynt verulega á Valsmenn í þessari úrslitakeppni en hvernig er skrokkurinn á Kristófer eftir alla þessa leiki? Kristófer Acox er algjör lykilmaður í Valsliðinu á báðum endum vallarins.Vísir/Anton Brink „Hann er bara á síðustu metrunum eins og hjá öllum öðrum. Það er búið að vera mikið líkamlegt áreiti, sérstaklega í Hattar- og Njarðvíkurseríunum. Það er búið að vera mikið af leikjum og auðvitað stutt á milli leikja í þessu öllu saman. Maður kemst áfram á adrenalíninu og geðveikinni,“ sagði Kristófer. Næstu vikur verða helvíti „Það er aldrei auðvelt að vinna titil og maður veit það þegar maður fer inn í úrslitakeppni að næstu vikur verða helvíti. Það er líka mikið áreiti andlega. Það þarf að halda sér góðum bæði líkamlega og andlega í þessu öllu saman. Liðið sem nær að vera sterkast þar nær að lyfta titlinum,“ sagði Kristófer. Eru margir að biðja hann um miða á leikinn? „Já svolítið mikið. Það er líka ótrúlegasta fólk sem biður um miða. Þetta hefur verið svona síðustu tvö ár. Þetta er þriðji oddaleikurinn í röð sem ég er að spila um titil. Þá vilja allir koma á þennan leik fimm í Valsheimilinu,“ sagði Kristófer. Kristófer ræðir um hvernig svefninn hans hafi verið síðustu vikur og það að allir vilji spyrja hann út í leikina. Hann vonast til að reynsla Valsliðsins af oddaleikjum síðustu ára hjálpi þeim núna. Að þrauka aðeins lengur „Þetta verður bara stríð. Bæði liðin eru komin bókstaflega á síðustu metrana. Þetta er síðasti leikurinn sem þú getur spilað næstu mánuði. Þetta verður drulluerfitt fyrir bæði lið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það verði liðið sem nær að þrauka aðeins lengur, berjast aðeins betur í gegnum þreytuna sem nær að vinna þennan leik,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Kristófer Acox: Það er aldrei auðvelt að vinna titil Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sport „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Enski boltinn Vinnur við að slökkva elda og ætlar að slökkva í andstæðingum sínum Sport Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Sjá meira
Valsmenn gátu tryggt sér titilinn í Smáranum á sunnudaginn en misstu leikinn frá sér í blálokin. „Tilfinningin var mjög súr. Við vorum kannski ekki alveg með unnin leik en við vorum með þetta í okkar höndum. Nú er maður búinn að horfa á þetta aftur og miðað við okkar spilamennsku í þeim leik þá áttum við ekkert skilið að lyfta titlunum miðað við þessa frammistöðu,“ sagði Kristófer Acox. Ætla að sýna sitt rétta andlit „Við vissum það að ef við spilum ekki góðan leik og sýnum okkar bestu frammistöðu þá er ekkert sjálfgefið að vinna þetta Grindavíkurlið,“ sagði Kristófer, „Eftir svona slaka frammistöðu þá held ég að við viljum sýna okkar rétta andlit á heimavelli og lyfta bikarnum þar,“ sagði Kristófer. Það hefur reynt verulega á Valsmenn í þessari úrslitakeppni en hvernig er skrokkurinn á Kristófer eftir alla þessa leiki? Kristófer Acox er algjör lykilmaður í Valsliðinu á báðum endum vallarins.Vísir/Anton Brink „Hann er bara á síðustu metrunum eins og hjá öllum öðrum. Það er búið að vera mikið líkamlegt áreiti, sérstaklega í Hattar- og Njarðvíkurseríunum. Það er búið að vera mikið af leikjum og auðvitað stutt á milli leikja í þessu öllu saman. Maður kemst áfram á adrenalíninu og geðveikinni,“ sagði Kristófer. Næstu vikur verða helvíti „Það er aldrei auðvelt að vinna titil og maður veit það þegar maður fer inn í úrslitakeppni að næstu vikur verða helvíti. Það er líka mikið áreiti andlega. Það þarf að halda sér góðum bæði líkamlega og andlega í þessu öllu saman. Liðið sem nær að vera sterkast þar nær að lyfta titlinum,“ sagði Kristófer. Eru margir að biðja hann um miða á leikinn? „Já svolítið mikið. Það er líka ótrúlegasta fólk sem biður um miða. Þetta hefur verið svona síðustu tvö ár. Þetta er þriðji oddaleikurinn í röð sem ég er að spila um titil. Þá vilja allir koma á þennan leik fimm í Valsheimilinu,“ sagði Kristófer. Kristófer ræðir um hvernig svefninn hans hafi verið síðustu vikur og það að allir vilji spyrja hann út í leikina. Hann vonast til að reynsla Valsliðsins af oddaleikjum síðustu ára hjálpi þeim núna. Að þrauka aðeins lengur „Þetta verður bara stríð. Bæði liðin eru komin bókstaflega á síðustu metrana. Þetta er síðasti leikurinn sem þú getur spilað næstu mánuði. Þetta verður drulluerfitt fyrir bæði lið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það verði liðið sem nær að þrauka aðeins lengur, berjast aðeins betur í gegnum þreytuna sem nær að vinna þennan leik,“ sagði Kristófer. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Kristófer Acox: Það er aldrei auðvelt að vinna titil
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sport „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Enski boltinn Vinnur við að slökkva elda og ætlar að slökkva í andstæðingum sínum Sport Njarðvíkingar bæta við sig Körfubolti Amorim skoraði hjá Nuno í bikarúrslitaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Sjá meira