Óvelkomið Evrópumet Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. maí 2024 10:30 Ísland hefur tryggt sér nýtt Evrópumet sem við kærum okkur ekki um. Brotthvarf ungra karla úr námi og starfsþjálfun á Íslandi árið 2023 var það mesta í Evrópu. Ísland er í þriðja sæti yfir hæsta hlutfall brotthvarfs bæði kvenna og karla á síðasta ári með 15,8 prósent á eftir Rúmeníu og Tyrklandi. Þetta er neikvæð og grafalvarleg þróun sem við verðum að taka alvarlega. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að í flestum ríkjum er meirihluti þeirra sem ekki er í námi atvinnulaus og stór hluti vill ekki vinna. Staðan á Íslandi er allt önnur. Um 80% þeirra sem ekki eru í námi eru nú þegar í vinnu og hin 20% vilja vinna. Það breytir því þó ekki að menntun er mikilvægt efnahagsmál. Það dugar ekki að ræða menntamál aðeins einu sinni á ári í kringum dræman árangur okkar í PISA eða þegar fréttir berast um Evrópumet í brotthvarfi úr námi. Lífsgæði okkar til frambúðar byggjast á því að menntakerfið hér á landi sé framúrskarandi og standist alþjóðlega samkeppni. Þannig byggjum við grunn undir framtíðina. Ungt fólk á Íslandi þarf að standa jafnfætis jafnöldrum sínum erlendis. Ráðuneyti mitt hefur unnið að nýju árangurstengdu fjármögnunarlíkani háskóla þar sem settir eru fram í fyrsta sinn fjárhagslegir hvatar til árangurs þar sem greitt er með nemendum sem ljúka áföngum og útskrifast. Þannig er skólunum byggður hvati til að styðja betur við nemendur í gegnum nám en ekki aðeins til að skrá sig skóla. Þá settum við einnig af stað átaksverkefnið Taktu stökkið. Markmið þess er að fjölga háskólanemum, ekki síst strákum, en rannsóknir sýna að umtalsvert færri útskrifast úr háskólum hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Miklir hagsmunir eru í húfi; fyrir samfélagið, atvinnulífið og ekki síst unga fólkið okkar að hér útskrifist fleiri sérfræðingar í fjölbreytt störf. Taktu stökkið er framhald af átaki sem ráðist var í síðastliðið vor sem bar góðan árangur, en þá fjölgaði t.d. umsóknum karla í Háskóla Íslands um 13% á milli ára. Við verðum að gera betur. Spjótin eiga ekki að beinast að unga fólkinu okkar heldur hvernig við sem berum ábyrgð sem stjórnmálamenn, skólastjórnendur, kennarar og foreldrar getum breytt og bætt menntakerfið svo allir nemendur nái meiri árangri. Brotthvarf er beintengt námsárangri og nær alveg niður í leik- og grunnskóla. Við getum gert betur og náð meiri árangri - það er okkar skylda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur tryggt sér nýtt Evrópumet sem við kærum okkur ekki um. Brotthvarf ungra karla úr námi og starfsþjálfun á Íslandi árið 2023 var það mesta í Evrópu. Ísland er í þriðja sæti yfir hæsta hlutfall brotthvarfs bæði kvenna og karla á síðasta ári með 15,8 prósent á eftir Rúmeníu og Tyrklandi. Þetta er neikvæð og grafalvarleg þróun sem við verðum að taka alvarlega. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að í flestum ríkjum er meirihluti þeirra sem ekki er í námi atvinnulaus og stór hluti vill ekki vinna. Staðan á Íslandi er allt önnur. Um 80% þeirra sem ekki eru í námi eru nú þegar í vinnu og hin 20% vilja vinna. Það breytir því þó ekki að menntun er mikilvægt efnahagsmál. Það dugar ekki að ræða menntamál aðeins einu sinni á ári í kringum dræman árangur okkar í PISA eða þegar fréttir berast um Evrópumet í brotthvarfi úr námi. Lífsgæði okkar til frambúðar byggjast á því að menntakerfið hér á landi sé framúrskarandi og standist alþjóðlega samkeppni. Þannig byggjum við grunn undir framtíðina. Ungt fólk á Íslandi þarf að standa jafnfætis jafnöldrum sínum erlendis. Ráðuneyti mitt hefur unnið að nýju árangurstengdu fjármögnunarlíkani háskóla þar sem settir eru fram í fyrsta sinn fjárhagslegir hvatar til árangurs þar sem greitt er með nemendum sem ljúka áföngum og útskrifast. Þannig er skólunum byggður hvati til að styðja betur við nemendur í gegnum nám en ekki aðeins til að skrá sig skóla. Þá settum við einnig af stað átaksverkefnið Taktu stökkið. Markmið þess er að fjölga háskólanemum, ekki síst strákum, en rannsóknir sýna að umtalsvert færri útskrifast úr háskólum hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Miklir hagsmunir eru í húfi; fyrir samfélagið, atvinnulífið og ekki síst unga fólkið okkar að hér útskrifist fleiri sérfræðingar í fjölbreytt störf. Taktu stökkið er framhald af átaki sem ráðist var í síðastliðið vor sem bar góðan árangur, en þá fjölgaði t.d. umsóknum karla í Háskóla Íslands um 13% á milli ára. Við verðum að gera betur. Spjótin eiga ekki að beinast að unga fólkinu okkar heldur hvernig við sem berum ábyrgð sem stjórnmálamenn, skólastjórnendur, kennarar og foreldrar getum breytt og bætt menntakerfið svo allir nemendur nái meiri árangri. Brotthvarf er beintengt námsárangri og nær alveg niður í leik- og grunnskóla. Við getum gert betur og náð meiri árangri - það er okkar skylda. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun