Úlfarnir ráða ekkert við Luka og Kyrie Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 06:31 Luka Doncic faðmar Kyrie Irving eftir sigur Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves í nótt. AP/Gareth Patterson Dallas Mavericks er aðeins einum sigri frá lokaúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta eftir þriðja sigurinn í röð á Minnesota Timberwolves í nótt. Dallas hefur ekki komist alla leið í úrslitaeinvígið í þrettán ár en það er fátt sem virðist koma í veg fyrir það. Staðan er orðin 3-0 og ekkert lið hefur komið til baka úr þeirri stöðu í úrslitakeppni NBA. Luka Doncic og Kyrie Irving skoruðu báðir 33 stig í 116-107 sigri í fyrsta leiknum sem fór fram á heimavelli Dallas liðsins. Fyrstu tvo leikina vann liðið á heimavelli Timberwolves. Dallas var enn á ný sterkara liðið á lokamínútunum sem liðið vann að þessu sinni 14-3. Minnesota var þannig 104-102 yfir þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Kyrie var sérstaklega öflugur í lokin en hann skoraði fjórtán stig í fjórða leikhlutanum. "That's why they call him Mr. 4th quarter... he's born for clutch situations"Kyrie dropped 14 in the 4th to close out Game 3 🔥 pic.twitter.com/7G6p5hEq9k— NBA (@NBA) May 27, 2024 Luka og Kyrie tóku yfir leikinn í lokin enda er þetta tvíeyki er hannað til að klára leiki. Það er nógu erfitt að eiga við þá í sitthvoru lagi hvað þá saman. Þeir eru líka búnir að finna taktinn enda er þetta fimmti sigur liðsins í röð í úrslitakeppninni. Þetta var líka þriðji leikurinn í þessari úrslitakeppni þar sem þeir skora báðir þrjátíu stig eða meira. „Við segjum bara einn í viðbót. Við þurfum að vinna einn í viðbót. Það er ekkert í höfn. Þeir eru með stórkostlegt lið þannig að þetta er ekkert búið. Við verðum að vinna einn í viðbót því við þurfum á hvíldinni að halda,“ sagði Luka Doncic. „Þeir eru að reyna tvídekka mig allan leikinn og að reyna að tvídekka Kai líka. Það gerir okkur bara betri. Allir snerta boltann og allir eru í inn í leiknum. Þetta var stórkostlegur sigur,“ sagði Luka. Luka og Kyrie voru líka tveir stoðsendingahæstu menn Dallas liðsins og því allt í öllu. Næstur í stigaskori var P.J. Washington með 16 stig. Anthony Edwards skoraði 26 stig þar af átta stig í röð þegar Timberwolves jafnaði leikinn í þriðja leikhluta. Hann var einnig með 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Mike Conley skoraði 16 stig og Jaden McDaniels var með 15 stig. Karl-Anthony Towns skoraði bara fjórtán stig og klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. THIS. DUO. 🤩Luka: 33 PTS, 5 3PM, 7 REB, 5 AST, 5 STLKyrie: 33 PTS (14 in 4Q), 3 3PM, 4 ASTMavs take a 3-0 lead in the West Finals! pic.twitter.com/KJYawcmsEl— NBA (@NBA) May 27, 2024 NBA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Dallas hefur ekki komist alla leið í úrslitaeinvígið í þrettán ár en það er fátt sem virðist koma í veg fyrir það. Staðan er orðin 3-0 og ekkert lið hefur komið til baka úr þeirri stöðu í úrslitakeppni NBA. Luka Doncic og Kyrie Irving skoruðu báðir 33 stig í 116-107 sigri í fyrsta leiknum sem fór fram á heimavelli Dallas liðsins. Fyrstu tvo leikina vann liðið á heimavelli Timberwolves. Dallas var enn á ný sterkara liðið á lokamínútunum sem liðið vann að þessu sinni 14-3. Minnesota var þannig 104-102 yfir þegar rúmar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Kyrie var sérstaklega öflugur í lokin en hann skoraði fjórtán stig í fjórða leikhlutanum. "That's why they call him Mr. 4th quarter... he's born for clutch situations"Kyrie dropped 14 in the 4th to close out Game 3 🔥 pic.twitter.com/7G6p5hEq9k— NBA (@NBA) May 27, 2024 Luka og Kyrie tóku yfir leikinn í lokin enda er þetta tvíeyki er hannað til að klára leiki. Það er nógu erfitt að eiga við þá í sitthvoru lagi hvað þá saman. Þeir eru líka búnir að finna taktinn enda er þetta fimmti sigur liðsins í röð í úrslitakeppninni. Þetta var líka þriðji leikurinn í þessari úrslitakeppni þar sem þeir skora báðir þrjátíu stig eða meira. „Við segjum bara einn í viðbót. Við þurfum að vinna einn í viðbót. Það er ekkert í höfn. Þeir eru með stórkostlegt lið þannig að þetta er ekkert búið. Við verðum að vinna einn í viðbót því við þurfum á hvíldinni að halda,“ sagði Luka Doncic. „Þeir eru að reyna tvídekka mig allan leikinn og að reyna að tvídekka Kai líka. Það gerir okkur bara betri. Allir snerta boltann og allir eru í inn í leiknum. Þetta var stórkostlegur sigur,“ sagði Luka. Luka og Kyrie voru líka tveir stoðsendingahæstu menn Dallas liðsins og því allt í öllu. Næstur í stigaskori var P.J. Washington með 16 stig. Anthony Edwards skoraði 26 stig þar af átta stig í röð þegar Timberwolves jafnaði leikinn í þriðja leikhluta. Hann var einnig með 9 fráköst og 9 stoðsendingar. Mike Conley skoraði 16 stig og Jaden McDaniels var með 15 stig. Karl-Anthony Towns skoraði bara fjórtán stig og klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. THIS. DUO. 🤩Luka: 33 PTS, 5 3PM, 7 REB, 5 AST, 5 STLKyrie: 33 PTS (14 in 4Q), 3 3PM, 4 ASTMavs take a 3-0 lead in the West Finals! pic.twitter.com/KJYawcmsEl— NBA (@NBA) May 27, 2024
NBA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira