„Ég elska að við töpum ekki hér“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 26. maí 2024 22:06 Derick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld. Stigahæstur með 32 stig og skoraði sigurkörfuna í lokin Vísir/Anton Brink Dedrick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld í dramatískum leik. Hann lét sér ekki nægja að vera langstigahæstur með 32 stig heldur skoraði hann einnig sigurkörfuna níu sekúndum fyrir leikslok. Ótrúleg dramatík í Smáranum í kvöld sem þýðir að Valsmenn eru að fara í sinn þriðja oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum. Andri Már fékk Basile í viðtal og bað hann um að fara yfir þessa síðustu sókn sem tryggði Grindavík sigurinn. „Boltinn fór á flakk, DeAndre náði honum og ég var opinn í horninu. Ég er ánægður með að DeAndre treysti mér til að taka svona stórt skot og ég er bara þakklátur fyrir að við höfum náð að knýja fram oddaleik.“ Það mátti engu muna að sóknin rynni út í sandinn þegar Kane missti boltann frá sér en Basile var þó ekki á því að hann hefði bjargað rassinum á Kane með því að setja körfuna. „Nei ég myndi ekki segja það, stundum falla hlutirnir bara svona. Kane missti boltann en náði honum aftur og þegar það gerðist var ég opinn og setti risastórt skot fyrir liðið mitt.“ Basile fór hamförum í kvöld, 32 stig, sjö stoðsendingar og þrír stolnir boltar. Hann þakkaði stjórnarmönnum í Grindavík sérstaklega fyrir og sagði að hann hefði verið staðráðinn í að launa þeim fyrir alla þá aðstoð sem þeir hafa veitt honum. „Ég var bara staðráðinn í að leggja mig fram og gera allt fyrir Grindavík. Klúbburinn hefur hjálpað mér svo mikið, Big Baby [Egill Birgisson], Ingi [Ingibergur Þór Jónasson, formaður kkd. UMFG]. Ég elska liðið mitt af öllu hjarta og við vildum ekkert heitar en að ná þessu í leik fimm og oddaleik á þeirra heimavelli. Við höfum ekki verið nógu góðir á útivelli en nú fáum við tækifæri til að sýna hvað við getum og klára þetta á útivelli.“ Þetta var 12. sigurleikur Grindvíkinga í röð í Smáranum en liðinu hefur ekki gengið jafn vel á útivelli í úrslitakeppninni og aðeins unnið einn leik af fimm hingað til. „Ég elska að við töpum ekki hér“. Ég er þakklátur fyrir það. Þegar við spilum hérna er ótrúleg orka í húsinu og við bara töpum ekki á heimavelli. En við erum búnir að tapa fjórum útileikjum og þurfum að finna út úr því.“ Basile sagði að hann hefði aldrei misst trúna í kvöld, meðan Grindavík spilaði sinn leik þá hefði hann ekki áhyggjur. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur. Valur er frábært lið og ég set fullt kredit á þá. Þeir hafa farið í úrslit þrjú ár í röð. En ef við spilum okkar leik þá eigum við alltaf möguleika, þannig líður mér.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Ótrúleg dramatík í Smáranum í kvöld sem þýðir að Valsmenn eru að fara í sinn þriðja oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum. Andri Már fékk Basile í viðtal og bað hann um að fara yfir þessa síðustu sókn sem tryggði Grindavík sigurinn. „Boltinn fór á flakk, DeAndre náði honum og ég var opinn í horninu. Ég er ánægður með að DeAndre treysti mér til að taka svona stórt skot og ég er bara þakklátur fyrir að við höfum náð að knýja fram oddaleik.“ Það mátti engu muna að sóknin rynni út í sandinn þegar Kane missti boltann frá sér en Basile var þó ekki á því að hann hefði bjargað rassinum á Kane með því að setja körfuna. „Nei ég myndi ekki segja það, stundum falla hlutirnir bara svona. Kane missti boltann en náði honum aftur og þegar það gerðist var ég opinn og setti risastórt skot fyrir liðið mitt.“ Basile fór hamförum í kvöld, 32 stig, sjö stoðsendingar og þrír stolnir boltar. Hann þakkaði stjórnarmönnum í Grindavík sérstaklega fyrir og sagði að hann hefði verið staðráðinn í að launa þeim fyrir alla þá aðstoð sem þeir hafa veitt honum. „Ég var bara staðráðinn í að leggja mig fram og gera allt fyrir Grindavík. Klúbburinn hefur hjálpað mér svo mikið, Big Baby [Egill Birgisson], Ingi [Ingibergur Þór Jónasson, formaður kkd. UMFG]. Ég elska liðið mitt af öllu hjarta og við vildum ekkert heitar en að ná þessu í leik fimm og oddaleik á þeirra heimavelli. Við höfum ekki verið nógu góðir á útivelli en nú fáum við tækifæri til að sýna hvað við getum og klára þetta á útivelli.“ Þetta var 12. sigurleikur Grindvíkinga í röð í Smáranum en liðinu hefur ekki gengið jafn vel á útivelli í úrslitakeppninni og aðeins unnið einn leik af fimm hingað til. „Ég elska að við töpum ekki hér“. Ég er þakklátur fyrir það. Þegar við spilum hérna er ótrúleg orka í húsinu og við bara töpum ekki á heimavelli. En við erum búnir að tapa fjórum útileikjum og þurfum að finna út úr því.“ Basile sagði að hann hefði aldrei misst trúna í kvöld, meðan Grindavík spilaði sinn leik þá hefði hann ekki áhyggjur. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur. Valur er frábært lið og ég set fullt kredit á þá. Þeir hafa farið í úrslit þrjú ár í röð. En ef við spilum okkar leik þá eigum við alltaf möguleika, þannig líður mér.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira