Holiday hetjan og Celtics einum leik frá því að sópa Pacers í sumarfrí Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. maí 2024 10:01 Jrue Holiday yfirsteig veikindi og reyndist hetja Celtics. Winslow Townson/Getty Images Boston Celtics tóku afgerandi 3-0 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA gegn Indiana Pacers með 114-111 sigri í nótt. Indiana Pacers voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum og héldu góðri forystu fram undir lok þriðja leikhluta. Þá rifu Celtics sig í gang eftir að hafa mest verið 18 stigum undir og tókst að minnka muninn í 9 stig áður en þriðji leikhlutinn var úti. Down 18 with 6 minutes to play in the 3rd quarter...Watch the @celtics storm back to pull out the road win and go up 3-0 in the East Finals ☘️ pic.twitter.com/IfaDIXvsW7— NBA (@NBA) May 26, 2024 Pacers virtust samt ætla að hafa þetta þrátt fyrir gott áhlaup Celtics. Heimamenn héldu þeim í hæfilegri fjarlægð, alveg þangað til tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá tóku Celtics 12-4 áhlaup, frá 99-107 undir en jöfnuðu leikinn 111-111. Jrue Holiday var sá sem jafnaði metin með keyrslu á körfuna, fékk villu og setti niður aukaskotið til að hleypa Celtics yfir 112-111 þegar 39 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann var að glíma við einhverja pest, missti af morgunæfingu liðsins og allt leit út fyrir að hann myndi ekkert spila í leiknum. En á ögurstundu steig hann upp fyrir Celtics. Hvorugu liði tókst að skora í næstu sókn, Pacers fengu það sem allir héldu að væri lokasóknin og tækifæri til að komast yfir, Andrew Nembhard keyrði upp völlinn en Jrue Holiday stal boltanum, sótti villu og innsiglaði sigur Celtics á síðustu sekúndum leiksins. Go-ahead bucket ✅Game-sealing steal ✅JRUE. HOLIDAY. 🫡 pic.twitter.com/41JuMVTkG8— NBA (@NBA) May 26, 2024 Ótrúlegur viðsnúningur og þrautseigja. Celtics í afar öruggri stöðu og geta sópað Pacers í sumarfrí með sigri í næsta leik. NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Indiana Pacers voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum og héldu góðri forystu fram undir lok þriðja leikhluta. Þá rifu Celtics sig í gang eftir að hafa mest verið 18 stigum undir og tókst að minnka muninn í 9 stig áður en þriðji leikhlutinn var úti. Down 18 with 6 minutes to play in the 3rd quarter...Watch the @celtics storm back to pull out the road win and go up 3-0 in the East Finals ☘️ pic.twitter.com/IfaDIXvsW7— NBA (@NBA) May 26, 2024 Pacers virtust samt ætla að hafa þetta þrátt fyrir gott áhlaup Celtics. Heimamenn héldu þeim í hæfilegri fjarlægð, alveg þangað til tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá tóku Celtics 12-4 áhlaup, frá 99-107 undir en jöfnuðu leikinn 111-111. Jrue Holiday var sá sem jafnaði metin með keyrslu á körfuna, fékk villu og setti niður aukaskotið til að hleypa Celtics yfir 112-111 þegar 39 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann var að glíma við einhverja pest, missti af morgunæfingu liðsins og allt leit út fyrir að hann myndi ekkert spila í leiknum. En á ögurstundu steig hann upp fyrir Celtics. Hvorugu liði tókst að skora í næstu sókn, Pacers fengu það sem allir héldu að væri lokasóknin og tækifæri til að komast yfir, Andrew Nembhard keyrði upp völlinn en Jrue Holiday stal boltanum, sótti villu og innsiglaði sigur Celtics á síðustu sekúndum leiksins. Go-ahead bucket ✅Game-sealing steal ✅JRUE. HOLIDAY. 🫡 pic.twitter.com/41JuMVTkG8— NBA (@NBA) May 26, 2024 Ótrúlegur viðsnúningur og þrautseigja. Celtics í afar öruggri stöðu og geta sópað Pacers í sumarfrí með sigri í næsta leik.
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira