Íslandsmeistarinn Sverrir Þór hættur með Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 07:31 Sverrir Þór ræður við lið sitt í leik gærdagsins. Vísir/Diego Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil. Áður en kom að stóru tilkynningunni var Sverrir Þór þó spurður út í leikinn. Keflavík vann leikinn í gær nokkuð sannfærandi og sópaði Njarðvík út úr úrslitarimmunni, 3-0. Mikið hafði verið rætt og ritað um yfirburði Keflavíkur í vetur, var það eitthvað sem Sverrir Þór notfærði sér? „Ég var aðallega að tala það niður hjá þeim og taka það á sjálfan mig, sem er bara rétt. Ég er ábyrgur fyrir þessu liði, þau líta á það að þetta sé lið sem á að ná í titla.“ „Eins og ég er margbúinn að segja við þær; leggið ykkur fram og hlustið á það sem ég og Elli erum að segja við ykkur og hausinn upp sama hvað á bjátar, ekkert fýlupúkakjaftæði og dramavesen. Sjáum hverju það skilar ykkur. Pressan er ekki á ykkur, pressan er á mér, ég er ábyrgur ef liðið er ekki að standa sig.“ Bæði Sara Rún og Anna Ingunn minntust á seríuna á undan og sögðu óspurðar að rimman gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hefði undirbúið þær undir þessa oddaseríu. Tekur Sverrir Þór undir það? „Algjörlega, voru svakaleikir leikir á móti Stjörnunni. Arnar (Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar) kom með fullt af nýjum hlutum og komst inn í hausinn á okkur. Útlendingarnir þeirra eru aggressífar og sterkar, ungu stelpurnar þeirra eru grjótharðar. Það var svo erfitt, en svo gaman, að spila á móti þessu liði. Hver einasti leikur var stál í stál.“ „Við erum að koma þvílíkt tilbúin í þessa seríu. Mér fannst Njarðvík taka Grindavík alltof auðveldlega, mótspyrnan var rosalega lítil miðað við hvað ég hélt að þetta yrði alvöru rimma.“ Klippa: Sverrir Þór hættur með Keflavík Fyrst leikur úrslitaeinvígisins var tvíframlengdur leikur í Keflavík. Hvað hugsaði Sverrir Þór eftir þann leik? „Í þeim leik vissum við að þær myndu skilja svolítið eftir. Fannst þær fara í meira en að skilja bara Emelíu til dæmis. Þá fórum við bara að finna leiðir. Elentinus Margeirsson, sem er frábær aðstoðarmaður, kemur með leikkerfi í þeim leik sem við tökum þegar við erum tíu stigum undir. Fyrst fær Emelía sniðskot og svo fær Thelma (Dís Ágústsdóttir) stökkskot.“ „Komum með meira inn í leik tvö, lágum yfir þessu og vorum að horfa á hvað væri hægt að gera.“ „Erum með rosalegt teymi hérna í Keflavík, Gunnar Einarsson er að þjálfa meistaraflokkana í líkamsræktinni, Auður sjúkraþjálfari – alveg toppfólk. Fannst munur á standinu, við gátum spilað í 20 mínútur í viðbót en það var farið að draga af mörgum hjá þeim.“ Í lok viðtalsins er Sverrir Þór einfaldlega spurður hvort hann sé hættur. „Já, þetta var síðasti leikurinn minn,“ sagði Sverrir Þór og kinkaði einfaldlega kolli þegar sagt var að hann væri að hætta á toppnum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Áður en kom að stóru tilkynningunni var Sverrir Þór þó spurður út í leikinn. Keflavík vann leikinn í gær nokkuð sannfærandi og sópaði Njarðvík út úr úrslitarimmunni, 3-0. Mikið hafði verið rætt og ritað um yfirburði Keflavíkur í vetur, var það eitthvað sem Sverrir Þór notfærði sér? „Ég var aðallega að tala það niður hjá þeim og taka það á sjálfan mig, sem er bara rétt. Ég er ábyrgur fyrir þessu liði, þau líta á það að þetta sé lið sem á að ná í titla.“ „Eins og ég er margbúinn að segja við þær; leggið ykkur fram og hlustið á það sem ég og Elli erum að segja við ykkur og hausinn upp sama hvað á bjátar, ekkert fýlupúkakjaftæði og dramavesen. Sjáum hverju það skilar ykkur. Pressan er ekki á ykkur, pressan er á mér, ég er ábyrgur ef liðið er ekki að standa sig.“ Bæði Sara Rún og Anna Ingunn minntust á seríuna á undan og sögðu óspurðar að rimman gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hefði undirbúið þær undir þessa oddaseríu. Tekur Sverrir Þór undir það? „Algjörlega, voru svakaleikir leikir á móti Stjörnunni. Arnar (Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar) kom með fullt af nýjum hlutum og komst inn í hausinn á okkur. Útlendingarnir þeirra eru aggressífar og sterkar, ungu stelpurnar þeirra eru grjótharðar. Það var svo erfitt, en svo gaman, að spila á móti þessu liði. Hver einasti leikur var stál í stál.“ „Við erum að koma þvílíkt tilbúin í þessa seríu. Mér fannst Njarðvík taka Grindavík alltof auðveldlega, mótspyrnan var rosalega lítil miðað við hvað ég hélt að þetta yrði alvöru rimma.“ Klippa: Sverrir Þór hættur með Keflavík Fyrst leikur úrslitaeinvígisins var tvíframlengdur leikur í Keflavík. Hvað hugsaði Sverrir Þór eftir þann leik? „Í þeim leik vissum við að þær myndu skilja svolítið eftir. Fannst þær fara í meira en að skilja bara Emelíu til dæmis. Þá fórum við bara að finna leiðir. Elentinus Margeirsson, sem er frábær aðstoðarmaður, kemur með leikkerfi í þeim leik sem við tökum þegar við erum tíu stigum undir. Fyrst fær Emelía sniðskot og svo fær Thelma (Dís Ágústsdóttir) stökkskot.“ „Komum með meira inn í leik tvö, lágum yfir þessu og vorum að horfa á hvað væri hægt að gera.“ „Erum með rosalegt teymi hérna í Keflavík, Gunnar Einarsson er að þjálfa meistaraflokkana í líkamsræktinni, Auður sjúkraþjálfari – alveg toppfólk. Fannst munur á standinu, við gátum spilað í 20 mínútur í viðbót en það var farið að draga af mörgum hjá þeim.“ Í lok viðtalsins er Sverrir Þór einfaldlega spurður hvort hann sé hættur. „Já, þetta var síðasti leikurinn minn,“ sagði Sverrir Þór og kinkaði einfaldlega kolli þegar sagt var að hann væri að hætta á toppnum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira