Hlaðvarpsvinur LeBron líklegastur til að taka við Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2024 07:00 Næsti þjálfari Lakers? Mitchell Leff/Getty Images Leikmaðurinn fyrrverandi Jonathan Clay „JJ“ Reddick hefur óvænt verið orðaður við þjálfarastöðu Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Það vekur athygli þar sem undanfarnar vikur hefur hann haldið úti hlaðvarpi með LeBron James, skærustu stjörnu Lakers. Reddick og LeBron eru fæddir árið 1984 og verða því fertugir á árinu. Á meðan Reddick hefur lagt skóna á hilluna og snúið sér að leikgreiningu í sjónvarpi sem og hlaðvarpi þá er LeBron enn í fullu fjöri með Lakers. Reddick lék alls 15 tímabil í NBA-deildinni. Hann var leikmaður Orlando Magic frá 2006 til 2013. Þaðan fór hann til Milwaukee Bucks, Los Angeles Clippers, Philadelphia 76ers, New Orleans Pelicans og loks Dallas Mavericks áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2021. Síðan hefur hefur hann starfað fyrir ESPN. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Reddick gæti fært sig yfir í þjálfun. LeBron og félagar eru í þjálfaraleit en Darvin Ham var látinn taka poka sinn eftir að Lakers tapaði fyrir Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Félagið hefur fengið hinn goðsagnakennda Coach K, Mike Krzyzewski, til aðstoða sig við leitina. Sá þjálfaði háskólalið Duke frá 1980 til 2021 en það er skólinn sem Reddick spilaði fyrir á sínum tíma. Það hefur verið staðfest að Reddick sé meðal þeirra nafna sem eru á blaði hjá Lakers en nú hafa Jovan Buha, sérfræðingur The Athletic um Lakers, og hinn áreiðanlegi Shams Charania gefið til kynna að hann sé líklegasti kosturinn eins og staðan er í dag. The Lakers have begun meetings to discuss their head coaching job, interviewing JJ Redick, New Orleans’ James Borrego and Boston’s Sam Cassell, sources tell me and @ShamsCharania. More interviews to come.The latest at @TheAthletic: https://t.co/JGjkYPW4p3— Jovan Buha (@jovanbuha) May 21, 2024 Samkvæmt Buha og Charania er orðið á götunni að Lakers hafi trú á því að Reddick gæti fetað í fótspor Pat Riley. Sá var einnig leikmaður og hafði starfað í fjölmiðlum áður en hann gerðist þjálfari. Riley byrjaði reyndar sem aðstoðarþjálfari Lakers, og varð meistari sem slíkur, áður en hann tók við liðinu og vann fjóra titla til viðbótar. Riley endurtók svo leikinn með Miami Heat árið 2006 og starfar enn þann í dag fyrir félagið. Þau sem valdið hafa hjá Lakers trúa að Reddick búi yfir svipuðum eiginleikum og Riley. Þá trúa þau einnig að hann gæti hjálpað liðinu til skamms tíma og ef vel fer þá gæti hann stýrt því næstu árin. Reddick hefur undanfarnar vikur haldið úti hlaðvarpinu Mind the Game með LeBron. Þar sitja þeir félagar og ræða körfubolta í þaula ásamt því að gæða sér á rauðvíni. Þegar hlaðvarpið fór fyrst af stað var grínast með það að LeBron væri að undirbúa Reddick fyrir þjálfarastarf Lakers. Nú virðist hreinlega sem það gæti orðið að veruleika. Körfubolti NBA Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Reddick og LeBron eru fæddir árið 1984 og verða því fertugir á árinu. Á meðan Reddick hefur lagt skóna á hilluna og snúið sér að leikgreiningu í sjónvarpi sem og hlaðvarpi þá er LeBron enn í fullu fjöri með Lakers. Reddick lék alls 15 tímabil í NBA-deildinni. Hann var leikmaður Orlando Magic frá 2006 til 2013. Þaðan fór hann til Milwaukee Bucks, Los Angeles Clippers, Philadelphia 76ers, New Orleans Pelicans og loks Dallas Mavericks áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2021. Síðan hefur hefur hann starfað fyrir ESPN. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Reddick gæti fært sig yfir í þjálfun. LeBron og félagar eru í þjálfaraleit en Darvin Ham var látinn taka poka sinn eftir að Lakers tapaði fyrir Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Félagið hefur fengið hinn goðsagnakennda Coach K, Mike Krzyzewski, til aðstoða sig við leitina. Sá þjálfaði háskólalið Duke frá 1980 til 2021 en það er skólinn sem Reddick spilaði fyrir á sínum tíma. Það hefur verið staðfest að Reddick sé meðal þeirra nafna sem eru á blaði hjá Lakers en nú hafa Jovan Buha, sérfræðingur The Athletic um Lakers, og hinn áreiðanlegi Shams Charania gefið til kynna að hann sé líklegasti kosturinn eins og staðan er í dag. The Lakers have begun meetings to discuss their head coaching job, interviewing JJ Redick, New Orleans’ James Borrego and Boston’s Sam Cassell, sources tell me and @ShamsCharania. More interviews to come.The latest at @TheAthletic: https://t.co/JGjkYPW4p3— Jovan Buha (@jovanbuha) May 21, 2024 Samkvæmt Buha og Charania er orðið á götunni að Lakers hafi trú á því að Reddick gæti fetað í fótspor Pat Riley. Sá var einnig leikmaður og hafði starfað í fjölmiðlum áður en hann gerðist þjálfari. Riley byrjaði reyndar sem aðstoðarþjálfari Lakers, og varð meistari sem slíkur, áður en hann tók við liðinu og vann fjóra titla til viðbótar. Riley endurtók svo leikinn með Miami Heat árið 2006 og starfar enn þann í dag fyrir félagið. Þau sem valdið hafa hjá Lakers trúa að Reddick búi yfir svipuðum eiginleikum og Riley. Þá trúa þau einnig að hann gæti hjálpað liðinu til skamms tíma og ef vel fer þá gæti hann stýrt því næstu árin. Reddick hefur undanfarnar vikur haldið úti hlaðvarpinu Mind the Game með LeBron. Þar sitja þeir félagar og ræða körfubolta í þaula ásamt því að gæða sér á rauðvíni. Þegar hlaðvarpið fór fyrst af stað var grínast með það að LeBron væri að undirbúa Reddick fyrir þjálfarastarf Lakers. Nú virðist hreinlega sem það gæti orðið að veruleika.
Körfubolti NBA Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti