Handbolti

Mættust síðast í úr­slitum fyrir aldar­fjórðungi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH-ingar fagna sigrinum á Eyjamönnum í oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla.
FH-ingar fagna sigrinum á Eyjamönnum í oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla. vísir/diego

Einvígi FH og Aftureldingar um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Þessi lið hafa einu sinni áður mæst í úrslitum um titilinn.

FH tryggði sér sæti í úrslitunum með því að vinna ÍBV í undanúrslitunum, 3-2. Á meðan hafði Afturelding betur gegn Val, 3-1.

Þetta er í annað sinn sem FH og Afturelding mætast í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Það gerðist einnig 1999, fyrir 25 árum. Mosfellingar unnu þá einvígið, 3-1, og urðu Íslandsmeistarar í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins. Tímabilið 1998-99 var eftirminnileg fyrir Aftureldingu en liðið vann þrefalt; Íslandsmeistara, bikarmeistara- og deildarmeistaratitilinn.

Frá því úrslitakeppnin var tekin upp hefur FH sjö sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar urðu meistarar 1992 og 2011 en töpuðu í úrslitum 1993, 1999, 2017 og 2018.

Afturelding er í úrslitum í fimmta sinn. Mosfellingar unnu 1999, eins og áður sagði, en töpuðu 1997, 2015 og 2016.

Fyrsti leikur FH og Aftureldingar hefst klukkan 19:40 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×