Körfubolti

Indiana svaraði fyrir og knúði fram odda­leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pascal Siakam og félagar í Indiana Pacers héldu sér á lífi í einvíginu gegn New York Knicks með sigri í nótt.
Pascal Siakam og félagar í Indiana Pacers héldu sér á lífi í einvíginu gegn New York Knicks með sigri í nótt. getty/Dylan Buell

Indiana Pacers knúði fram oddaleik í einvíginu gegn New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildar NBA með sigri í sjötta leik liðanna, 116-103.

Indiana tapaði fimmta leiknum með þrjátíu stigum en allt annað var að sjá til liðsins í leiknum í nótt.

Pascal Siakam skoraði 25 stig fyrir Indiana og Myles Turner sautján. Tyrese Haliburton, Andrew Nembhard og T.J. McConnell skoruðu fimmtán stig hver.

Einu sinni sem oftar var Jalen Brunson stigahæstur hjá Knicks. Hann skoraði 31 stig. Miles McBride skoraði tuttutu stig.

Oddaleikur liðanna fer fram í Madison Square Garden á sunnudaginn.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×