Indiana tapaði fimmta leiknum með þrjátíu stigum en allt annað var að sjá til liðsins í leiknum í nótt.
Pascal Siakam skoraði 25 stig fyrir Indiana og Myles Turner sautján. Tyrese Haliburton, Andrew Nembhard og T.J. McConnell skoruðu fimmtán stig hver.
Pascal Siakam gives the @Pacers a huge boost in Game 6 with 25 PTS to force Game 7 in New York!
— NBA (@NBA) May 18, 2024
25 PTS | 7 REB | 5 AST | 2 STL | 52.4 FG%#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/8APtheGWQ9
Einu sinni sem oftar var Jalen Brunson stigahæstur hjá Knicks. Hann skoraði 31 stig. Miles McBride skoraði tuttutu stig.
Oddaleikur liðanna fer fram í Madison Square Garden á sunnudaginn.