„Svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar til að klára“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. maí 2024 22:54 Rúnar var með hattinn en komst ekki í stuð að þessu sinni Vísir/Snædís Bára Sjaldan eða aldrei hefur þjálfari mætt í viðtal jafn augljóslega brjálaður yfir úrslitum leiks og Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í kvöld, en hans konur máttu þola tap í Keflavík 94-91 eftir tvíframlengdan leik. „Ég er bara brjálaður. Það sem að við erum að gera gengur upp lengstan tíma leiksins. Mér fannst við ekki góðar sóknarlega. En við erum samt sem áður í forystu. Vorum ekki að hita vel fyrir utan en svo erum við að finna svör. Erum að halda þeim í erfiðum skotum og frákasta vel.“ „Við erum með leikinn bara alveg í höndunum en svo bara vantaði töffaraskapinn undir lokinn. Þetta eru lokaúrslit og það er ekkert sem okkur á að langa meira. Mér fannst vanta líf og að ég sæi það í augunum á fólki að það sé tilbúið. Ekki bara vera „enginn heima“ einhvern veginn. Ég bara get ekki sætt mig við að við séum hérna og ekki að leggja allt á gólfið og það fyrr í leiknum.“ Njarðvíkingar komu sér í kjörstöðu til að gera út um leikinn í þriðja leikhluta en náðu ekki að fylgja eftir góðum kafla. „Mér fannst við geta farið lengra með hann miklu fyrr. Komumst þarna tíu stigum yfir en svo erum við bara að klikka á smáatriðum. Hættum að gera það sem við erum að æfa og tölum um og förum yfir. Hvort það eru þreytumerki eða ekki, ég þarf að skoða það. Það eru læti og ég er að reyna að garga breytingar inn á völlinn en við þurfum líka að lesa leikinn.“ Það var sérstaklega varnarleikurinn sem Rúnar var ósáttur með að fór í handaskolum en Thelma Ágústsdóttir lét þristunum rigna á Njarðvíkinga seinni part leiksins og var oft að fá galopin skot. „Við vitum að þær eru að opna fyrir Thelmu og alltaf stöndum við samt hálfu skrefi fyrir innan hana vitandi það að það er enginn til að skipta því við erum að spila þannig vörn. Þá þarftu að vera klókari. Við erum bara ekki nógu klókar í dag og það svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar að klára svona leik.“ Njarðvíkingar fengu tækifæri til að klára leikinn undir lok venjulegs leiktíma en Selena Lott náði ekki að koma skoti á körfuna og það sama var uppi á tengingnum í lok fyrri framlengingar. Rúnar tók það á sig og ætlar að laga fyrir næsta leik. „Mistökin mín eru, og ég tek það á mig, að setja boltann aftur í hendurnar á henni í lok fyrri framlengingar því hún bara þreytt. Ég tek það á mig og verð tilbúinn með eitthvað annað ef við komum okkur í þessa stöðu aftur. Því mér fannst við bara koma okkur sjálfar í þessa stöðu.“ „Ég er með svona 4-5 atriði í hausnum sérstaklega sem ég þarf að stoppa í strax og taka ákvarðanir og þess vegna er ég hér. Þegar ég verð búinn að taka þær ákvarðarnir þá vinnum við leik tvö og mætum hér til að vinna leik þrjú á miðvikudaginn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir ÍA - KR | Vesturbæingar á flugi gegn Skagamönnum í vandræðum Ármann - ÍR | Nýliðarnir geta unnið þriðja leikinn í röð Grindavík - Valur | Toppliðið vill bæta upp fyrir slæmt tap Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Sjá meira
„Ég er bara brjálaður. Það sem að við erum að gera gengur upp lengstan tíma leiksins. Mér fannst við ekki góðar sóknarlega. En við erum samt sem áður í forystu. Vorum ekki að hita vel fyrir utan en svo erum við að finna svör. Erum að halda þeim í erfiðum skotum og frákasta vel.“ „Við erum með leikinn bara alveg í höndunum en svo bara vantaði töffaraskapinn undir lokinn. Þetta eru lokaúrslit og það er ekkert sem okkur á að langa meira. Mér fannst vanta líf og að ég sæi það í augunum á fólki að það sé tilbúið. Ekki bara vera „enginn heima“ einhvern veginn. Ég bara get ekki sætt mig við að við séum hérna og ekki að leggja allt á gólfið og það fyrr í leiknum.“ Njarðvíkingar komu sér í kjörstöðu til að gera út um leikinn í þriðja leikhluta en náðu ekki að fylgja eftir góðum kafla. „Mér fannst við geta farið lengra með hann miklu fyrr. Komumst þarna tíu stigum yfir en svo erum við bara að klikka á smáatriðum. Hættum að gera það sem við erum að æfa og tölum um og förum yfir. Hvort það eru þreytumerki eða ekki, ég þarf að skoða það. Það eru læti og ég er að reyna að garga breytingar inn á völlinn en við þurfum líka að lesa leikinn.“ Það var sérstaklega varnarleikurinn sem Rúnar var ósáttur með að fór í handaskolum en Thelma Ágústsdóttir lét þristunum rigna á Njarðvíkinga seinni part leiksins og var oft að fá galopin skot. „Við vitum að þær eru að opna fyrir Thelmu og alltaf stöndum við samt hálfu skrefi fyrir innan hana vitandi það að það er enginn til að skipta því við erum að spila þannig vörn. Þá þarftu að vera klókari. Við erum bara ekki nógu klókar í dag og það svíður mjög mikið að við séum ekki nógu klókar að klára svona leik.“ Njarðvíkingar fengu tækifæri til að klára leikinn undir lok venjulegs leiktíma en Selena Lott náði ekki að koma skoti á körfuna og það sama var uppi á tengingnum í lok fyrri framlengingar. Rúnar tók það á sig og ætlar að laga fyrir næsta leik. „Mistökin mín eru, og ég tek það á mig, að setja boltann aftur í hendurnar á henni í lok fyrri framlengingar því hún bara þreytt. Ég tek það á mig og verð tilbúinn með eitthvað annað ef við komum okkur í þessa stöðu aftur. Því mér fannst við bara koma okkur sjálfar í þessa stöðu.“ „Ég er með svona 4-5 atriði í hausnum sérstaklega sem ég þarf að stoppa í strax og taka ákvarðanir og þess vegna er ég hér. Þegar ég verð búinn að taka þær ákvarðarnir þá vinnum við leik tvö og mætum hér til að vinna leik þrjú á miðvikudaginn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir ÍA - KR | Vesturbæingar á flugi gegn Skagamönnum í vandræðum Ármann - ÍR | Nýliðarnir geta unnið þriðja leikinn í röð Grindavík - Valur | Toppliðið vill bæta upp fyrir slæmt tap Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti