Sá markahæsti dæmdur í sex mánaða bann klukkutíma fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 15:03 Valeri Nichushkin er góður leikmaður en glímir við einhverja djöfla utan vallar. Getty/Jonathan Kozub Leikmenn og þjálfarar NHL-liðsins Colorado Avalanche fengu að vita það klukkutíma fyrir leik í úrslitakeppninni um Stanley bikarinn að markahæsti leikmaður liðsins og í raun allrar úrslitakeppninnar yrði ekki með liðinu. Ekki bara í leik gærkvöldsins heldur öllum leikjum liðsins næsta hálfa árið. Rússneski íshokkímaðurinn Valeri Nichushkin hafði verið dæmdur í hálfs árs bann. Bandarískir fjölmiðlar segja frá banninu en ekki frá ástæðunum af hverju leikmaðurinn er kominn í þetta langa bann. Colorado Avalanche er í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á móti Dallas Stars og hefur nú tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik einvígsins. Avs forward Valeri Nichushkin suspended for at least 6 months an hour before Game 4 against Stars https://t.co/yRPTMe3S8D— ESPN 690 (@ESPN690Jax) May 14, 2024 Nichushkin er markhæsti leikmaður allrar úrslitakeppninnar með níu mörk í átta leikjum. Liðið saknaði hans í líka í leiknum sem tapaðist 5-1. Leikmenn Avalanche fréttu bara af banni hans um leið og þeir mættu til leiks því Nichushkin var með þeim á morgunæfingunni. Nichushkin verður launalaus þessa sex mánuði sem hann er í banni. Það fylgir þessum fréttum að Nichushkin er kominn á þriðja stig stuðningsmeðferðar leikmannasamtakanna. Það að hann sé kominn á þriðja stigið þýðir að leikmaðurinn hefur brotið reglurnar á síðustu tveimur mánuðum. Hinn 29 ára gamli Nichushkin var nefnilega líka frá keppni um miðjan janúar þegar hann var líka tekinn inn í umrædda stuðningsmeðferð. Hann var frá keppni fram í lok febrúar. "We hope that he can find some peace and get help."Coach Jared Bednar speaks on the Valeri Nichushkin situation. pic.twitter.com/SVezYNHQTF— TSN (@TSN_Sports) May 14, 2024 Íshokkí Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira
Rússneski íshokkímaðurinn Valeri Nichushkin hafði verið dæmdur í hálfs árs bann. Bandarískir fjölmiðlar segja frá banninu en ekki frá ástæðunum af hverju leikmaðurinn er kominn í þetta langa bann. Colorado Avalanche er í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á móti Dallas Stars og hefur nú tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik einvígsins. Avs forward Valeri Nichushkin suspended for at least 6 months an hour before Game 4 against Stars https://t.co/yRPTMe3S8D— ESPN 690 (@ESPN690Jax) May 14, 2024 Nichushkin er markhæsti leikmaður allrar úrslitakeppninnar með níu mörk í átta leikjum. Liðið saknaði hans í líka í leiknum sem tapaðist 5-1. Leikmenn Avalanche fréttu bara af banni hans um leið og þeir mættu til leiks því Nichushkin var með þeim á morgunæfingunni. Nichushkin verður launalaus þessa sex mánuði sem hann er í banni. Það fylgir þessum fréttum að Nichushkin er kominn á þriðja stig stuðningsmeðferðar leikmannasamtakanna. Það að hann sé kominn á þriðja stigið þýðir að leikmaðurinn hefur brotið reglurnar á síðustu tveimur mánuðum. Hinn 29 ára gamli Nichushkin var nefnilega líka frá keppni um miðjan janúar þegar hann var líka tekinn inn í umrædda stuðningsmeðferð. Hann var frá keppni fram í lok febrúar. "We hope that he can find some peace and get help."Coach Jared Bednar speaks on the Valeri Nichushkin situation. pic.twitter.com/SVezYNHQTF— TSN (@TSN_Sports) May 14, 2024
Íshokkí Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira