Litli Jordan vill alls ekki vera líkt við Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 11:00 Anthony Edwards hefur farið fyrir liði Minnesota Timberwolves sem er að gera frábæra hluti í úrslitakeppni NBA í ár. Getty/Matthew Stockman Fátt er meira talað um þessa dagana í NBA heiminum en ungstirnið Anthony Edwards. Ekki að ástæðulausu. Anthony Edwards og liðsfélagar hans í Minnesota Timberwolves hafa enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni og eru komnir í 2-0 á móti NBA meisturum Denver Nuggets þrátt fyrir að spila tvo fyrstu leikina á útivelli. Edwards var með 31,0 stig og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Phoenix Suns í fyrstu umferðinni og er með 35,0 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum á móti Denver. Svakalegar tölur Sex leikir, sex sigrar, 32,3 stig í leik, 5,8 stoðsendingar í leik, 55 prósent skotnýting og 82 prósent vítanýting. Edwards er vissulega að skila svakalegum tölum og menn hafa lengi verið að líkja leikstíl hans við Michael Jordan. The similarities between Michael Jordan and Anthony Edwards are insane. pic.twitter.com/n2DLx0VNvQ— Tiger Vibes (@Tiger__Vibes) May 2, 2024 Þeir sem mun vel eftir Jordan sjá strax keimlíkar hreyfingar þar sem íþróttamennska, áræðni, sjálfstraust og hæfileikar skilja varnarmenn hvað eftir annað eftir í sporunum. Hann er líka óhræddur við að tjá sig við mótherjanna inn á vellinum og oft lítið hægt að gera þegar hann stendur síðan við stóru orðin í framhaldinu. Er hann sonur Jordan? Svo mikil eru líkindin að í netheimum halda sumir því fram að Edwards geti ekki verið annað en sonur Jordan. Hann er kallaður „Baby Jordan“ eða litli Jordan. Leiðtogahæfileikar drengsins öskra líka á mann og þessi 22 ára gamli strákur virðist hafa allt til alls til að leiða lið í NBA deildinni næsta áratuginn og gott betur. Hann sjálfur er þó ekki hrifinn af því að vera líkt við Michael Jordan. My grandfather had Michael JordanMy father had Kobe BryantI have Anthony Edwards pic.twitter.com/ft2sW7suDh— 𝐉𝐚𝐤𝐞 (@SixthManJake) May 7, 2024 „Ég vil að þetta hætti. Hann er sá besti í sögunni og það er ekki hægt að bera mig saman við hann,“ sagði Anthony Edwards um að vera líkt við ungan Michael Jordan. Þegar Jordan var 22 ára Þegar Jordan var 22 ára gamall (1987) þá skoraði hann 42,7 stig að meðaltali á móti meisturum Boston Celtics en Chicago Bulls tapaði öllum þremur leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Nú er Edwards búinn að vinna tvo fyrstu leikina á móti ríkjandi meisturum. Jordan vann ekki sína fyrstu seríu í úrslitakeppni fyrr en árið eftir og varð ekki NBA-meistari fyrr en 1991 þegar hann var orðinn 28 ára. Edwards á enn sex ár í það að ná þeim aldri. Það verður athyglisvert að sjá hvert framhaldið verður. Eitt er nokkuð ljóst að Edwards er á mjög góðri leið með því að vera nýtt andlit NBA-deildarinnar nú þegar komið er að kynslóðaskiptum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network) NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Ekki að ástæðulausu. Anthony Edwards og liðsfélagar hans í Minnesota Timberwolves hafa enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni og eru komnir í 2-0 á móti NBA meisturum Denver Nuggets þrátt fyrir að spila tvo fyrstu leikina á útivelli. Edwards var með 31,0 stig og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í einvíginu á móti Phoenix Suns í fyrstu umferðinni og er með 35,0 stig og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjunum á móti Denver. Svakalegar tölur Sex leikir, sex sigrar, 32,3 stig í leik, 5,8 stoðsendingar í leik, 55 prósent skotnýting og 82 prósent vítanýting. Edwards er vissulega að skila svakalegum tölum og menn hafa lengi verið að líkja leikstíl hans við Michael Jordan. The similarities between Michael Jordan and Anthony Edwards are insane. pic.twitter.com/n2DLx0VNvQ— Tiger Vibes (@Tiger__Vibes) May 2, 2024 Þeir sem mun vel eftir Jordan sjá strax keimlíkar hreyfingar þar sem íþróttamennska, áræðni, sjálfstraust og hæfileikar skilja varnarmenn hvað eftir annað eftir í sporunum. Hann er líka óhræddur við að tjá sig við mótherjanna inn á vellinum og oft lítið hægt að gera þegar hann stendur síðan við stóru orðin í framhaldinu. Er hann sonur Jordan? Svo mikil eru líkindin að í netheimum halda sumir því fram að Edwards geti ekki verið annað en sonur Jordan. Hann er kallaður „Baby Jordan“ eða litli Jordan. Leiðtogahæfileikar drengsins öskra líka á mann og þessi 22 ára gamli strákur virðist hafa allt til alls til að leiða lið í NBA deildinni næsta áratuginn og gott betur. Hann sjálfur er þó ekki hrifinn af því að vera líkt við Michael Jordan. My grandfather had Michael JordanMy father had Kobe BryantI have Anthony Edwards pic.twitter.com/ft2sW7suDh— 𝐉𝐚𝐤𝐞 (@SixthManJake) May 7, 2024 „Ég vil að þetta hætti. Hann er sá besti í sögunni og það er ekki hægt að bera mig saman við hann,“ sagði Anthony Edwards um að vera líkt við ungan Michael Jordan. Þegar Jordan var 22 ára Þegar Jordan var 22 ára gamall (1987) þá skoraði hann 42,7 stig að meðaltali á móti meisturum Boston Celtics en Chicago Bulls tapaði öllum þremur leikjunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Nú er Edwards búinn að vinna tvo fyrstu leikina á móti ríkjandi meisturum. Jordan vann ekki sína fyrstu seríu í úrslitakeppni fyrr en árið eftir og varð ekki NBA-meistari fyrr en 1991 þegar hann var orðinn 28 ára. Edwards á enn sex ár í það að ná þeim aldri. Það verður athyglisvert að sjá hvert framhaldið verður. Eitt er nokkuð ljóst að Edwards er á mjög góðri leið með því að vera nýtt andlit NBA-deildarinnar nú þegar komið er að kynslóðaskiptum. View this post on Instagram A post shared by Basketball Network (@basketball.network)
NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira