Ómar Ingi skaut Evrópumeisturunum áfram eftir vítakeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2024 21:11 Ómar Ingi spilaði hvað stærstan þátt í sigri kvöldsins. EPA-EFE/Piotr Polak Evrópumeistarar Magdeburgar eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Kielce frá Póllandi í hádramatískum leik. Ómar Ingi Magnússon tók síðasta vítakastið og tryggði Magdeburg sæti í undanúrslitum. Kielce vann fyrri leik liðanna og því var ljóst að Evrópumeistararnir þurftu að sýna betri frammistöðu á heimavelli. Það gekk ekki framan af fyrri hálfleik en gestirnir þá með yfirhöndina. Ómar Ingi jafnaði metin í 9-9 þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks en Haukur Þrastarson var meðal þeirra sem sá til þess að gestirnir leiddu með tveimur mörkum er flautað var til hálfleiks, staðan 11-13. It's looking good for 𝐈𝐧𝐝𝐮𝐬𝐭𝐫𝐢𝐚 𝐊𝐢𝐞𝐥𝐜𝐞 after the first half! 👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/TU2GU5yIrI— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Ómar Ingi skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleik og leikurinn jafn. Þannig var hann næstu mínútur. Janus Daði Smárason kom inn af krafti og skoraði tvívegis þegar Magdeburg skoraði þrjú mörk í röð. Breyttu þeir stöðu leiksins þá úr 18-19 í 21-19 og aðeins níu mínútur eftir. Gríðarlega lítið var skorað á síðustu mínútum leiksins en Igor Karačić minnkaði muninn í 23-22 fyrir gestina þegar vel rúmlega mínúta var til leiksloka. Hvorugu liðinu tókst að skora og því þurfti að grípa til vítakeppni þar sem staðan var jöfn í einvíginu, 49-49. Þar reyndist Ómar Ingi hetja heimamanna þegar hann skoraði úr síðasta vítakastinu og Magdeburg vann leikinn 27-25 að lokinni vítakeppni. 𝐒𝐂 𝐌𝐚𝐠𝐝𝐞𝐛𝐮𝐫𝐠 book their ticket to Cologne in the most 𝒅𝒓𝒂𝒎𝒂𝒕𝒊𝒄 way possible! 😱👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/5RotWWC6w0— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Evrópumeistararnir hafa þannig tryggt sér sæti í undanúrslitum og mæta annað hvort Barcelona eða París Saint-Germain í undanúrslitum. Börsungar leiða með átta mörkum eftir fyrri leik liðanna. Ómar Ingi skoraði 6 mörk og gaf eina stoðsendingu í leiknum á meðan Janus Daði skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson gaf 3 stoðsendingar á meðan Haukur Þrastarson skoraði 3 mörk í liði Kielce. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Kielce vann fyrri leik liðanna og því var ljóst að Evrópumeistararnir þurftu að sýna betri frammistöðu á heimavelli. Það gekk ekki framan af fyrri hálfleik en gestirnir þá með yfirhöndina. Ómar Ingi jafnaði metin í 9-9 þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks en Haukur Þrastarson var meðal þeirra sem sá til þess að gestirnir leiddu með tveimur mörkum er flautað var til hálfleiks, staðan 11-13. It's looking good for 𝐈𝐧𝐝𝐮𝐬𝐭𝐫𝐢𝐚 𝐊𝐢𝐞𝐥𝐜𝐞 after the first half! 👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/TU2GU5yIrI— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Ómar Ingi skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleik og leikurinn jafn. Þannig var hann næstu mínútur. Janus Daði Smárason kom inn af krafti og skoraði tvívegis þegar Magdeburg skoraði þrjú mörk í röð. Breyttu þeir stöðu leiksins þá úr 18-19 í 21-19 og aðeins níu mínútur eftir. Gríðarlega lítið var skorað á síðustu mínútum leiksins en Igor Karačić minnkaði muninn í 23-22 fyrir gestina þegar vel rúmlega mínúta var til leiksloka. Hvorugu liðinu tókst að skora og því þurfti að grípa til vítakeppni þar sem staðan var jöfn í einvíginu, 49-49. Þar reyndist Ómar Ingi hetja heimamanna þegar hann skoraði úr síðasta vítakastinu og Magdeburg vann leikinn 27-25 að lokinni vítakeppni. 𝐒𝐂 𝐌𝐚𝐠𝐝𝐞𝐛𝐮𝐫𝐠 book their ticket to Cologne in the most 𝒅𝒓𝒂𝒎𝒂𝒕𝒊𝒄 way possible! 😱👀#ehfcl #clm #handball #daretorise pic.twitter.com/5RotWWC6w0— EHF Champions League (@ehfcl) May 1, 2024 Evrópumeistararnir hafa þannig tryggt sér sæti í undanúrslitum og mæta annað hvort Barcelona eða París Saint-Germain í undanúrslitum. Börsungar leiða með átta mörkum eftir fyrri leik liðanna. Ómar Ingi skoraði 6 mörk og gaf eina stoðsendingu í leiknum á meðan Janus Daði skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson gaf 3 stoðsendingar á meðan Haukur Þrastarson skoraði 3 mörk í liði Kielce.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira