Fyrstir áfram en þjálfarinn meiddist alvarlega þegar leikmaður hans lenti á honum Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 07:31 Chris Finch reyndi að forðast högg frá Mike Conley eftir að Devin Booker hafði ýtt Conley í átt að þjálfaranum, sem meiddist illa í hné. AP/Ross D. Franklin Minnesota Timberwolves urðu í gærkvöld fyrstir til þess að tryggja sig áfram í undanúrslit vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Risaframmistaða Devin Booker dugði Phoenix Suns ekki. Minnesota vann Phoenix 122-116 í gær og þar með einvígi liðanna 4-0. Þetta er fyrsti sigur liðsins í útsláttarkeppninni síðustu tvo áratugi. Anthony Edwards skoraði 40 stig, þar af 31 í seinni hálfleik, og tók níu fráköst, og Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. Hjá Phoenix var Booker með heil 49 stig, sem er met hjá honum í útsláttarkeppni, og Kevin Durant bætti við 33 en það dugði ekki til. Minnesota varð að klára leikinn án þjálfarans Chris Finch sem meiddist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, þegar hans eigin leikmaður, Mike Conley, lenti illa á honum eftir brot Bookers. Chris Finch tore his patellar tendon tonight on this play -He will need surgery likely between rounds -Timeline of healing is 6 months but usually 1 year before feeling normal pic.twitter.com/9iF94UOOWq— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) April 29, 2024 Finch gat því ekki rætt við fjölmiðla eftir leik og í ljós kom að hann hefði slitið hnéskeljarsin. Hann fékk heimsókn frá leikmönnum sínum eftir leikinn og þeir gátu saman glaðst yfir áfanganum. Útlit er fyrir að Minnesota mæti Denver Nuggets í næsta einvígi en Denver er 3-1 yfir gegn LA Lakers og gæti klárað einvígið í kvöld. Clippers jöfnuðu einvígið Indiana Pacers unnu Milwaukee Bucks 126-113 og eru komnir í 3-1 í einvígi liðanna í austurdeildinni. Milwaukee er án Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla og Bobby Portis meiddist snemma leiks. LA Clippers náðu svo að jafna einvígi sitt við Dallas Mavericks í 2-2, með 116-111 sigri. Dallas lenti 31 stigi undir í fyrri hálfleik en tókst með 40 stiga leik Kyrie Irving að komast yfir í leiknum, áður en Clippers tryggðu sér sigur á lokamínútunum. James Harden og Paul George skoruðu 33 stig hvor. NBA Tengdar fréttir Brunson skaut Philadelphia í kaf New York Knicks lagði Philadelphia 76ers í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jalen Brunson var hreint út sagt ótrúlegur í fimm stiga sigri Knicks, lokatölur 97-92. Sigurinn þýðir að Knicks er aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum. 28. apríl 2024 21:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Minnesota vann Phoenix 122-116 í gær og þar með einvígi liðanna 4-0. Þetta er fyrsti sigur liðsins í útsláttarkeppninni síðustu tvo áratugi. Anthony Edwards skoraði 40 stig, þar af 31 í seinni hálfleik, og tók níu fráköst, og Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. Hjá Phoenix var Booker með heil 49 stig, sem er met hjá honum í útsláttarkeppni, og Kevin Durant bætti við 33 en það dugði ekki til. Minnesota varð að klára leikinn án þjálfarans Chris Finch sem meiddist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, þegar hans eigin leikmaður, Mike Conley, lenti illa á honum eftir brot Bookers. Chris Finch tore his patellar tendon tonight on this play -He will need surgery likely between rounds -Timeline of healing is 6 months but usually 1 year before feeling normal pic.twitter.com/9iF94UOOWq— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) April 29, 2024 Finch gat því ekki rætt við fjölmiðla eftir leik og í ljós kom að hann hefði slitið hnéskeljarsin. Hann fékk heimsókn frá leikmönnum sínum eftir leikinn og þeir gátu saman glaðst yfir áfanganum. Útlit er fyrir að Minnesota mæti Denver Nuggets í næsta einvígi en Denver er 3-1 yfir gegn LA Lakers og gæti klárað einvígið í kvöld. Clippers jöfnuðu einvígið Indiana Pacers unnu Milwaukee Bucks 126-113 og eru komnir í 3-1 í einvígi liðanna í austurdeildinni. Milwaukee er án Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla og Bobby Portis meiddist snemma leiks. LA Clippers náðu svo að jafna einvígi sitt við Dallas Mavericks í 2-2, með 116-111 sigri. Dallas lenti 31 stigi undir í fyrri hálfleik en tókst með 40 stiga leik Kyrie Irving að komast yfir í leiknum, áður en Clippers tryggðu sér sigur á lokamínútunum. James Harden og Paul George skoruðu 33 stig hvor.
NBA Tengdar fréttir Brunson skaut Philadelphia í kaf New York Knicks lagði Philadelphia 76ers í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jalen Brunson var hreint út sagt ótrúlegur í fimm stiga sigri Knicks, lokatölur 97-92. Sigurinn þýðir að Knicks er aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum. 28. apríl 2024 21:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Brunson skaut Philadelphia í kaf New York Knicks lagði Philadelphia 76ers í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jalen Brunson var hreint út sagt ótrúlegur í fimm stiga sigri Knicks, lokatölur 97-92. Sigurinn þýðir að Knicks er aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum. 28. apríl 2024 21:00