LeBron og Davis köstuðu líflínu til Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 09:23 LeBron James skoraði þrjátíu stig í sigri Los Angeles Lakers á Denver Nuggets í nótt. getty/Ronald Martinez Los Angeles Lakers forðaðist sumarfrí með sigri á Denver Nuggets, 119-108, í fjórða leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lakers tapaði fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og hafði tapað ellefu leikjum gegn Denver í röð fyrir leikinn í nótt. En sigurinn kom loksins og Lakers minnkaði muninn í einvíginu í 3-1. LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 25 stig og 23 fráköst. Anthony Davis and LeBron James come up HUGE for the @Lakers to force a Game 5!AD: 25 PTS | 23 REB | 6 AST | 64.7 FG%LBJ: 30 PTS | 5 REB | 4 AST | 60.9 FG% pic.twitter.com/6yMjhswkI7— NBA (@NBA) April 28, 2024 Nikola Jokic átti stórleik fyrir Denver; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Michael Porter skoraði 27 stig og tók ellefu fráköst. Boston Celtics spilaði frábæran varnarleik þegar liðið vann Miami Heat, 84-104. Boston er 2-1 yfir í einvíginu. Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 22 stig hvor fyrir Boston. Sá fyrrnefndi tók einnig ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Jayson Tatum and Jaylen Brown led the charge for the Celtics in Game 3 as BOS takes a 2-1 series lead! 🍀JT: 22 PTS, 11 REB, 6 ASTJB: 22 PTS, 8 REB, 3 AST pic.twitter.com/AkUz4TFNwS— NBA (@NBA) April 28, 2024 Bam Adebayo skoraði tuttugu stig fyrir Miami sem lék án Jimmys Butler í nótt. Oklahoma City Thunder er einum sigri frá því að komast í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir öruggan sigur á New Orleans Pelicans, 85-106. OKC er 3-0 yfir í einvíginu. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 24 stig fyrir Þrumuna sem hitti úr 47 prósent þriggja stiga skota sinna í leiknum. Jalen Williams og Josh Giddey skoruðu 21 stig hvor. SGA and Josh Giddey handled business in New Orleans to take a 3-0 series lead ⛈️Gilgeous-Alexander: 24 PTS, 8 AST, 5 REBGiddey: 21 PTS, 8 REB, 6 AST pic.twitter.com/ADWXZbSMwy— NBA (@NBA) April 27, 2024 Brandom Ingram skoraði nítján stig fyrir New Orleans sem er enn án Zions Williamson sem er meiddur. Orlando Magic jafnaði metin í rimmunni gegn Cleveland Cavaliers með stórsigri á heimavelli, 112-89. Staðan í einvíginu er 2-2. Cleveland var yfir í hálfleik, 60-51, en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik. Cavs skoraði aðeins 29 stig í honum og tapaði 3. leikhlutanum, 37-10. Franz Wagner skoraði 34 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. Jarrett Allen var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. Franz Wagner dropped playoff career-highs to help the @OrlandoMagic tie the series 2-2!🪄 34 PTS (Playoff career-high)🪄 13 REB (Playoff career-high)🪄 2 3PM🪄 13-17 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/jbF2UGwaPn— NBA (@NBA) April 27, 2024 NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Lakers tapaði fyrstu þremur leikjunum í einvíginu og hafði tapað ellefu leikjum gegn Denver í röð fyrir leikinn í nótt. En sigurinn kom loksins og Lakers minnkaði muninn í einvíginu í 3-1. LeBron James skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers og Anthony Davis var með 25 stig og 23 fráköst. Anthony Davis and LeBron James come up HUGE for the @Lakers to force a Game 5!AD: 25 PTS | 23 REB | 6 AST | 64.7 FG%LBJ: 30 PTS | 5 REB | 4 AST | 60.9 FG% pic.twitter.com/6yMjhswkI7— NBA (@NBA) April 28, 2024 Nikola Jokic átti stórleik fyrir Denver; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf fjórtán stoðsendingar. Michael Porter skoraði 27 stig og tók ellefu fráköst. Boston Celtics spilaði frábæran varnarleik þegar liðið vann Miami Heat, 84-104. Boston er 2-1 yfir í einvíginu. Jayson Tatum og Jaylen Brown skoruðu 22 stig hvor fyrir Boston. Sá fyrrnefndi tók einnig ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Jayson Tatum and Jaylen Brown led the charge for the Celtics in Game 3 as BOS takes a 2-1 series lead! 🍀JT: 22 PTS, 11 REB, 6 ASTJB: 22 PTS, 8 REB, 3 AST pic.twitter.com/AkUz4TFNwS— NBA (@NBA) April 28, 2024 Bam Adebayo skoraði tuttugu stig fyrir Miami sem lék án Jimmys Butler í nótt. Oklahoma City Thunder er einum sigri frá því að komast í undanúrslit Vesturdeildarinnar eftir öruggan sigur á New Orleans Pelicans, 85-106. OKC er 3-0 yfir í einvíginu. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 24 stig fyrir Þrumuna sem hitti úr 47 prósent þriggja stiga skota sinna í leiknum. Jalen Williams og Josh Giddey skoruðu 21 stig hvor. SGA and Josh Giddey handled business in New Orleans to take a 3-0 series lead ⛈️Gilgeous-Alexander: 24 PTS, 8 AST, 5 REBGiddey: 21 PTS, 8 REB, 6 AST pic.twitter.com/ADWXZbSMwy— NBA (@NBA) April 27, 2024 Brandom Ingram skoraði nítján stig fyrir New Orleans sem er enn án Zions Williamson sem er meiddur. Orlando Magic jafnaði metin í rimmunni gegn Cleveland Cavaliers með stórsigri á heimavelli, 112-89. Staðan í einvíginu er 2-2. Cleveland var yfir í hálfleik, 60-51, en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik. Cavs skoraði aðeins 29 stig í honum og tapaði 3. leikhlutanum, 37-10. Franz Wagner skoraði 34 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. Jarrett Allen var stigahæstur hjá Cleveland með 21 stig. Franz Wagner dropped playoff career-highs to help the @OrlandoMagic tie the series 2-2!🪄 34 PTS (Playoff career-high)🪄 13 REB (Playoff career-high)🪄 2 3PM🪄 13-17 FGM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/jbF2UGwaPn— NBA (@NBA) April 27, 2024
NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira