Að hafa áhrif á nærumhverfi sitt Guðbrandur Einarsson skrifar 27. apríl 2024 07:00 Ég vil óska Mýrdalshreppi til hamingju með að hafa hlotið samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár fyrir að hafa sett á laggirnar enskumælandi ráð árið 2022. Ráðið er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum. Tilgangur með þessu ráði er að skapa íbúum af erlendu bergi tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, þó að viðkomandi hafi ekki náð valdi á íslenskri tungu, sem að flestra mati er erfitt tungumál að læra. Af þessu tilefni var eftirfarandi haft eftir bæjarstjóra Mýrdalshrepps Einari Frey Elínarsyni: „Við erum með fjölmennan hóp erlendra íbúa sem greiða fulla skatta til samfélagsins og hafa rétt til að kjósa til sveitarstjórna. Sökum aðstæðna hafa ekki allir sömu tækifæri til þess að læra íslensku í ljósi þess að enska er ráðandi tungumál í ferðaþjónustu sem er okkar stærsta atvinnugrein. Okkur þótti mikilvægt jafnréttismál að allir íbúar hefðu raunveruleg tækifæri til þess að eiga aðkomu að stefnumótun og ákvarðanatöku og enskumælandi ráðið er liður í því. Það er skipað pólitískt í þetta ráð og greitt fyrir setu á fundum á sama hátt og í öðrum ráðum.“ Eftirfarandi var jafnframt haft eftir Tomasz Chochołowicz formanni ráðsins sem sagðist í fyrstu ekki hafa trúað því hversu mikla áherslu ætti að leggja á stofnun enskumælandi ráðs: „Ég var smá tíma að átta mig á því að Einari og öðrum í sveitarstjórn væri fúlasta alvara með stofnun ráðsins. Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Að mínu mati hefur það ekkert með íslenskuna að gera að skapa leiðir fyrir erlenda íbúa samfélagsins til að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum. Það segir hins vegar mikið um það hversu viljug við erum að aðstoða fólk við þátttöku í samfélaginu sem hingað hefur flutt til þess að halda íslensku atvinnulífi gangandi. Þetta eru ótengdir hlutir. Við eigum að leggja miklu meiri áherslu á að fólk sem hingað kemur fái þá aðstoð sem það þarf til þess að ná tökum á íslensku – og við eigum að gæta þess að allir íbúar eigi kost á að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum. Við íslenskukennslu ættu ríkið, sveitarfélögin en ekki síst atvinnulífið sjálft að axla meiri ábyrgð. Ekki allir hafa möguleika á því að sækja nám eftir oft á tíðum langan vinnudag þegar sinna þarf börnum. Stéttarfélögin hafa í gegnum árin veitt félagsmönnum styrki fyrir íslenskunámi en það dugar hvergi nærri til. Fyrir fólk sem vinnur langa vinnudaga, og er jafnvel í tveimur eða fleiri vinnum, þyrfti slík kennsla að fara fram á vinnutíma. Það hefur þó strandað á atvinnulífinu sjálfu. Þessi staða ætti hins vegar ekki koma í veg fyrir möguleika íbúa af erlendu bergi til þátttöku í mótun samfélagsins. Þess vegna er það virðingarvert af Mýrdalshreppi að stíga skrefið og flýta fyrir því að erlendu íbúar hreppsins upplifi sig sem þátttakendur í samfélaginu. Það eru ekki bara þeir sem sitja í ráðinu sjálfu sem njóta góðs af þessu heldur allir sem í kringum þá eru. Þess vegna er ástæða til að óska Mýrdalshreppi til hamingju með þessa viðurkenningu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Íslensk tunga Viðreisn Alþingi Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég vil óska Mýrdalshreppi til hamingju með að hafa hlotið samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár fyrir að hafa sett á laggirnar enskumælandi ráð árið 2022. Ráðið er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum. Tilgangur með þessu ráði er að skapa íbúum af erlendu bergi tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, þó að viðkomandi hafi ekki náð valdi á íslenskri tungu, sem að flestra mati er erfitt tungumál að læra. Af þessu tilefni var eftirfarandi haft eftir bæjarstjóra Mýrdalshrepps Einari Frey Elínarsyni: „Við erum með fjölmennan hóp erlendra íbúa sem greiða fulla skatta til samfélagsins og hafa rétt til að kjósa til sveitarstjórna. Sökum aðstæðna hafa ekki allir sömu tækifæri til þess að læra íslensku í ljósi þess að enska er ráðandi tungumál í ferðaþjónustu sem er okkar stærsta atvinnugrein. Okkur þótti mikilvægt jafnréttismál að allir íbúar hefðu raunveruleg tækifæri til þess að eiga aðkomu að stefnumótun og ákvarðanatöku og enskumælandi ráðið er liður í því. Það er skipað pólitískt í þetta ráð og greitt fyrir setu á fundum á sama hátt og í öðrum ráðum.“ Eftirfarandi var jafnframt haft eftir Tomasz Chochołowicz formanni ráðsins sem sagðist í fyrstu ekki hafa trúað því hversu mikla áherslu ætti að leggja á stofnun enskumælandi ráðs: „Ég var smá tíma að átta mig á því að Einari og öðrum í sveitarstjórn væri fúlasta alvara með stofnun ráðsins. Ég var búinn að búa í Vík í átta ár en fannst ég aldrei tilheyra að fullu eða geta haft einhver áhrif á samfélagið. Það er frábært að þarna sé kominn vettvangur fyrir íbúa af erlendum uppruna til að hafa áhrif innan stjórnsýslunnar og geta komið sínum hugmyndum á framfæri.“ Að mínu mati hefur það ekkert með íslenskuna að gera að skapa leiðir fyrir erlenda íbúa samfélagsins til að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum. Það segir hins vegar mikið um það hversu viljug við erum að aðstoða fólk við þátttöku í samfélaginu sem hingað hefur flutt til þess að halda íslensku atvinnulífi gangandi. Þetta eru ótengdir hlutir. Við eigum að leggja miklu meiri áherslu á að fólk sem hingað kemur fái þá aðstoð sem það þarf til þess að ná tökum á íslensku – og við eigum að gæta þess að allir íbúar eigi kost á að taka þátt í lýðræðislegum ákvörðunum. Við íslenskukennslu ættu ríkið, sveitarfélögin en ekki síst atvinnulífið sjálft að axla meiri ábyrgð. Ekki allir hafa möguleika á því að sækja nám eftir oft á tíðum langan vinnudag þegar sinna þarf börnum. Stéttarfélögin hafa í gegnum árin veitt félagsmönnum styrki fyrir íslenskunámi en það dugar hvergi nærri til. Fyrir fólk sem vinnur langa vinnudaga, og er jafnvel í tveimur eða fleiri vinnum, þyrfti slík kennsla að fara fram á vinnutíma. Það hefur þó strandað á atvinnulífinu sjálfu. Þessi staða ætti hins vegar ekki koma í veg fyrir möguleika íbúa af erlendu bergi til þátttöku í mótun samfélagsins. Þess vegna er það virðingarvert af Mýrdalshreppi að stíga skrefið og flýta fyrir því að erlendu íbúar hreppsins upplifi sig sem þátttakendur í samfélaginu. Það eru ekki bara þeir sem sitja í ráðinu sjálfu sem njóta góðs af þessu heldur allir sem í kringum þá eru. Þess vegna er ástæða til að óska Mýrdalshreppi til hamingju með þessa viðurkenningu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar