Davíð Tómasi bárust ljót skilaboð eftir leik: „Fokking mongolitið þitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2024 14:04 Þrátt fyrir að vera ýmsu vanur brá Davíð Tómasi Tómassyni við skilaboðin sem honum bárust í gær. vísir/bára Körfuboltadómaranum Davíð Tómasi Tómassyni bárust miður falleg skilaboð eftir oddaleik Njarðvíkur og Þórs Þ. í átta liða úrslitum Subway deildar karla í gær. Leikurinn var æsispennandi en Þorvaldur Orri Árnason tryggði Njarðvíkingum sigurinn með flautuþristi í lok framlengingar, 98-97. Þórsarar voru ekki sáttir og töldu að leikklukkan hafi verið sett of seint af stað þegar Þorvaldur Orri skoraði sigurkörfuna. Sumir gengu þó lengra í gagnrýni sinni en aðrir og urðu sér ekki til sóma. Það er nefnilega oft ekki tekið út með sældinni að vera dómari eins og Davíð fékk að kynnast eftir leikinn í Njarðvík í gær. Í færslu á Facebook segir hann að hans hafi beðið fimm skilaboð í leikslok. Hann deildi skjáskoti af einum þeirra og óhætt er að segja að þau séu ekki af vandaðri gerðinni. Skilaboðin má sjá hér fyrir neðan. Ein fimm skilaboða sem Davíð bárust eftir leikinn. Davíð segist vera ýmsu vanur eftir sautján ár í dómgæslu og skilaboð og símhringingar af þessu tagi sem honum hafi borist séu fjölmörg. Hann segist vera mjög gagnrýninn á eigin frammistöðu en kveðst vera sáttur við frammistöðu sína og meðdómara sinna í leiknum í Njarðvík í gær. Þeir hafi gengið sáttir frá borði. Davíð segir jafnframt að skilaboð sem þessi séu hluti ástæðunnar fyrir því að erfiðlega gengur að fá inn nýja dómara til að takast á við kynslóðaskiptin í íslenskri körfuboltadómgæslu. Færslu Davíðs má lesa hér fyrir neðan. Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. 26. apríl 2024 13:01 „Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“ Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. 25. apríl 2024 23:06 „Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. 25. apríl 2024 22:50 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Leikurinn var æsispennandi en Þorvaldur Orri Árnason tryggði Njarðvíkingum sigurinn með flautuþristi í lok framlengingar, 98-97. Þórsarar voru ekki sáttir og töldu að leikklukkan hafi verið sett of seint af stað þegar Þorvaldur Orri skoraði sigurkörfuna. Sumir gengu þó lengra í gagnrýni sinni en aðrir og urðu sér ekki til sóma. Það er nefnilega oft ekki tekið út með sældinni að vera dómari eins og Davíð fékk að kynnast eftir leikinn í Njarðvík í gær. Í færslu á Facebook segir hann að hans hafi beðið fimm skilaboð í leikslok. Hann deildi skjáskoti af einum þeirra og óhætt er að segja að þau séu ekki af vandaðri gerðinni. Skilaboðin má sjá hér fyrir neðan. Ein fimm skilaboða sem Davíð bárust eftir leikinn. Davíð segist vera ýmsu vanur eftir sautján ár í dómgæslu og skilaboð og símhringingar af þessu tagi sem honum hafi borist séu fjölmörg. Hann segist vera mjög gagnrýninn á eigin frammistöðu en kveðst vera sáttur við frammistöðu sína og meðdómara sinna í leiknum í Njarðvík í gær. Þeir hafi gengið sáttir frá borði. Davíð segir jafnframt að skilaboð sem þessi séu hluti ástæðunnar fyrir því að erfiðlega gengur að fá inn nýja dómara til að takast á við kynslóðaskiptin í íslenskri körfuboltadómgæslu. Færslu Davíðs má lesa hér fyrir neðan.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. 26. apríl 2024 13:01 „Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“ Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. 25. apríl 2024 23:06 „Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. 25. apríl 2024 22:50 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
„Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. 26. apríl 2024 13:01
„Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“ Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. 25. apríl 2024 23:06
„Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. 25. apríl 2024 22:50