Lakers einu tapi frá því að vera sópað út úr úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 10:30 LeBron James var ekki alltaf sáttur með dómgæsluna í nótt en kannski aðallega súr yfir því að Los Angeles Lakers liðið á engin svör á móti Denver Nuggets. AP/Ashley Landis LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers virðast eiga fá svör gegn meisturunum í Denver Nuggets. Nuggets vann 112-105 sigur í Los Angeles í nótt og er 3-0 yfir í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. LeBron James og Anthony Davis voru saman með 59 stig í leiknum en það dugði ekki til. Það dugði heldur ekki að Lakers vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 33-23. Davis var með 33 stig og 15 fráköst en James var með 26 stig og 9 stoðsendingar. Jokic did Jokic things as the @nuggets get the road win and take a 3-0 series lead! 🃏 24 PTS (9-13 FGM)🃏 15 REB🃏 9 AST#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/NU9OHveR6R— NBA (@NBA) April 26, 2024 Alveg eins og í leiknum á undan þá komu Denver menn til baka og unnu að lokum sinn ellefta sigur í röð á Lakers. Denver vann fjórða leiki í röð á móti Lakers í úrslitakeppninni í fyrra og getur nú endurtekið leikinn. Aaron Gordon var frábær með 29 stig og 15 fráköst og hinn magnaði Nikola Jokic bætti við 24 stigum, 15 fráköstum og 9 stoðsendingum. Jamal Murray skoraði síðan 22 stig. Þessi úrslit þýða að Denver getur sópað Lakers mönnum út úr úrslitakeppninni í næsta leik sem fer fram á morgun og þá aftur í Los Angeles. Joel Embiid er ekki tilbúinn að gefast upp í viðureign Philadelphia 76ers og New York Knicks. Knicks vann tvo fyrstu leikina en 76 ers minnkaði muninn í nótt ekki síst þökk sé frábærri spilamennsku stóra mannsins. Embiid skoraði 50 stig í 125-114 sigri en hann er að spila í gegnum meiðsli á hné. Embiid hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði átján af stigum sínum í þriðja leikhlutanum þar sem 76ers vann 43-27. Embiid hitti alls úr 13 af 19 skotum sínum utan af velli og úr 19 af 21 vítaskoti sínu. Hann varð sá fyrsti til að skora fimmtíu stig í úrslitakeppni án þess að taka tuttugu skot. Jalen Brunson var frábær hjá Knicks með 39 stig og 13 stoðsendingar en það nægði ekki. Orlando Magic náði líka að minnka muninn í 2-1 á móti Cleveland Cavaliers með 121-83 sigri. Paolo Banchero var með 31 stig og 14 fráköst og Jalen Suggs skoraði 24 stig í mjög öruggum sigri þar sem liðið komst með 43 stigum yfir. WHAT A NIGHT FOR JOEL EMBIID 🔥🔥▪️ 50 PTS (playoff career high)▪️ 13-19 FGM, 19-21 FTM▪️ 5 3PM▪️ 8 REB▪️ Game 3 WEmbiid becomes the first Sixer to score 50 points in a postseason game since Allen Iverson in 2002-03.#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/JAiOgxBNBu— NBA (@NBA) April 26, 2024 NBA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Nuggets vann 112-105 sigur í Los Angeles í nótt og er 3-0 yfir í einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. LeBron James og Anthony Davis voru saman með 59 stig í leiknum en það dugði ekki til. Það dugði heldur ekki að Lakers vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 33-23. Davis var með 33 stig og 15 fráköst en James var með 26 stig og 9 stoðsendingar. Jokic did Jokic things as the @nuggets get the road win and take a 3-0 series lead! 🃏 24 PTS (9-13 FGM)🃏 15 REB🃏 9 AST#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/NU9OHveR6R— NBA (@NBA) April 26, 2024 Alveg eins og í leiknum á undan þá komu Denver menn til baka og unnu að lokum sinn ellefta sigur í röð á Lakers. Denver vann fjórða leiki í röð á móti Lakers í úrslitakeppninni í fyrra og getur nú endurtekið leikinn. Aaron Gordon var frábær með 29 stig og 15 fráköst og hinn magnaði Nikola Jokic bætti við 24 stigum, 15 fráköstum og 9 stoðsendingum. Jamal Murray skoraði síðan 22 stig. Þessi úrslit þýða að Denver getur sópað Lakers mönnum út úr úrslitakeppninni í næsta leik sem fer fram á morgun og þá aftur í Los Angeles. Joel Embiid er ekki tilbúinn að gefast upp í viðureign Philadelphia 76ers og New York Knicks. Knicks vann tvo fyrstu leikina en 76 ers minnkaði muninn í nótt ekki síst þökk sé frábærri spilamennsku stóra mannsins. Embiid skoraði 50 stig í 125-114 sigri en hann er að spila í gegnum meiðsli á hné. Embiid hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði átján af stigum sínum í þriðja leikhlutanum þar sem 76ers vann 43-27. Embiid hitti alls úr 13 af 19 skotum sínum utan af velli og úr 19 af 21 vítaskoti sínu. Hann varð sá fyrsti til að skora fimmtíu stig í úrslitakeppni án þess að taka tuttugu skot. Jalen Brunson var frábær hjá Knicks með 39 stig og 13 stoðsendingar en það nægði ekki. Orlando Magic náði líka að minnka muninn í 2-1 á móti Cleveland Cavaliers með 121-83 sigri. Paolo Banchero var með 31 stig og 14 fráköst og Jalen Suggs skoraði 24 stig í mjög öruggum sigri þar sem liðið komst með 43 stigum yfir. WHAT A NIGHT FOR JOEL EMBIID 🔥🔥▪️ 50 PTS (playoff career high)▪️ 13-19 FGM, 19-21 FTM▪️ 5 3PM▪️ 8 REB▪️ Game 3 WEmbiid becomes the first Sixer to score 50 points in a postseason game since Allen Iverson in 2002-03.#PlayHasNoLimits | @PlayStation pic.twitter.com/JAiOgxBNBu— NBA (@NBA) April 26, 2024
NBA Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira