Að bjarga sex lífum á mínútu í hálfa öld Birna Þórarinsdóttir skrifar 26. apríl 2024 09:00 Fyrirsögn þessarar greinar vísar í afrek sem virðist göldrum líkast. Eins og eitthvað úr ofurhetjusögum. En ofurhetjan hér ber enga skikkju og kemur í ofurlitlu glasi sem síðustu 50 árin hefur bjargað nærri 154 milljónum mannslífa um allan heim. Þessi hetja er ódýrasta, öruggasta og skilvirkasta leiðin sem mannkynið á til að bjarga lífum með því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Og talandi um galdra. Hugsaðu þér manneskju. Ekki einhverja sem þú þekkir heldur einhverja sem þú hefur aldrei hitt. Sjáðu þessa manneskju fyrir þér hinum megin á hnettinum, á stað sem þú hefur aldrei komið til. Það er líklegt að þið deilið einu mesta kraftaverki mannkynsins; að hafa fengið bólusetningar í barnæsku. Nú er alþjóðleg vika bólusetninga og 50 ára afmæli reglubundinna barnabólusetninga á heimsvísu og í tilefni af því hafa UNICEF á Íslandi, Controlant og sóttvarnalæknir sameinað krafta sína í sérstakt ákallsverkefni til að koma þeim upplýsingum til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi, óháð uppruna og þjóðerni, að bólusetningar eru mikilvægar og hvert hægt er að fara til að fá þær fyrir öll börn. Að bjarga sem nemur sex mannslífum á hverri einustu mínútu í fimm áratugi er árangur sem byggt hefur á samvinnu. Ríkisstjórnir, hjálparstofnanir, þúsundir vísindamanna, heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar og sjálfboðaliðar komu okkur þangað sem við erum í dag. Í heim þar sem við við höfum útrýmt bólusótt og næstum því útrýmt lömunarveiki; í heim þar sem fyrsta bóluefnið gegn einum banvænasta sjúkdómi heims –malaríu– hefur nýverið verið sett á markað í Afríku. Í heim þar sem fleiri börn en nokkru sinni fyrr í sögunni lifa til að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Þú ert hluti af þessari sögu. Vegna þess að með því að fá bólusetningu hefur þú hjálpað til við að vernda aðra, rétt eins og aðrir sem eru bólusettir hafa hjálpað til við að vernda þig. En við megum ekki sofna á verðinum og halda að sigurinn sé í höfn. Það er raunverulegt áhyggjuefni að heimsfaraldur COVID-19 hafi ýtt árangri á heimsvísu aftur um þrjá áratugi og að þátttaka í lykilbólusetningum barna hafi dregist saman á Íslandi. Ef ekki er gripið inn í er heimurinn langt frá því að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um heilsu og vellíðan. Öll börn eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það á einnig við um þau börn sem búa eða dvelja hér á landi, óháð þjóðerni, ríkisfangi eða félagslegri stöðu. Sjúkdómar virða engin landamæri og með bólusetningum er hægt að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega og eins vernda þau börn sem ekki geta þegið bólusetningar vegna ungs aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Það er því einstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu ákalli með sóttvarnarlækni og Controlant. Við erum svo lánsöm hér á Íslandi að aðgengi að bólusetningum er greitt og þær ókeypis á öllum heilsugæslum landsins. Svo er ekki alls staðar og oft þarf að fara langar vegalengdir til að ná til barna á afskekktum svæðum. Þá skiptir aðfangakeðjan lykilmáli. Það varð alkunna í heimsfaraldri COVID-19 hversu miklu máli órofin kælikeðja skipti þegar íslenska tæknifyrirtækið Controlant tryggði ofurkælingu eins af bóluefnunum sem notuð voru, í dreifingu þess út um allan heim. Við hjá UNICEF, sóttvarnarlækni og Controlant störfum öll að bólusetningum, hvert á okkar hátt og þekkjum af fyrstu hendi áskoranirnar og sigrana. Samstarf okkar við þessa vitundarvakningu er einnig skýrt dæmi um það samstarf ólíkra aðila, sem ég vék að áðan, sem þarf til að tryggja öllum börnum þau tækifæri til lífs, þroska og heilsu sem bóluefnin veita. Við vonumst til að ná til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi með upplýsingar um mikilvægi bólusetninga og hvert sé hægt að fara með börn til að fá reglubundnar bólusetningar. Stöndum vörð um stærsta afrek mannkyns, því ekkert barn ætti að deyja úr sjúkdómi sem við kunnum að koma í veg fyrir. Með frekari fjárfestingum og með þátttöku í reglubundnum bólusetningum getum við verið kynslóðin sem gerir útrýmingu fleiri sjúkdóma mögulega. Fyrir hönd barna um allan heim, segi ég takk. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Hjálparstarf Bólusetningar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessarar greinar vísar í afrek sem virðist göldrum líkast. Eins og eitthvað úr ofurhetjusögum. En ofurhetjan hér ber enga skikkju og kemur í ofurlitlu glasi sem síðustu 50 árin hefur bjargað nærri 154 milljónum mannslífa um allan heim. Þessi hetja er ódýrasta, öruggasta og skilvirkasta leiðin sem mannkynið á til að bjarga lífum með því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Og talandi um galdra. Hugsaðu þér manneskju. Ekki einhverja sem þú þekkir heldur einhverja sem þú hefur aldrei hitt. Sjáðu þessa manneskju fyrir þér hinum megin á hnettinum, á stað sem þú hefur aldrei komið til. Það er líklegt að þið deilið einu mesta kraftaverki mannkynsins; að hafa fengið bólusetningar í barnæsku. Nú er alþjóðleg vika bólusetninga og 50 ára afmæli reglubundinna barnabólusetninga á heimsvísu og í tilefni af því hafa UNICEF á Íslandi, Controlant og sóttvarnalæknir sameinað krafta sína í sérstakt ákallsverkefni til að koma þeim upplýsingum til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi, óháð uppruna og þjóðerni, að bólusetningar eru mikilvægar og hvert hægt er að fara til að fá þær fyrir öll börn. Að bjarga sem nemur sex mannslífum á hverri einustu mínútu í fimm áratugi er árangur sem byggt hefur á samvinnu. Ríkisstjórnir, hjálparstofnanir, þúsundir vísindamanna, heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar og sjálfboðaliðar komu okkur þangað sem við erum í dag. Í heim þar sem við við höfum útrýmt bólusótt og næstum því útrýmt lömunarveiki; í heim þar sem fyrsta bóluefnið gegn einum banvænasta sjúkdómi heims –malaríu– hefur nýverið verið sett á markað í Afríku. Í heim þar sem fleiri börn en nokkru sinni fyrr í sögunni lifa til að halda upp á fimm ára afmælið sitt. Þú ert hluti af þessari sögu. Vegna þess að með því að fá bólusetningu hefur þú hjálpað til við að vernda aðra, rétt eins og aðrir sem eru bólusettir hafa hjálpað til við að vernda þig. En við megum ekki sofna á verðinum og halda að sigurinn sé í höfn. Það er raunverulegt áhyggjuefni að heimsfaraldur COVID-19 hafi ýtt árangri á heimsvísu aftur um þrjá áratugi og að þátttaka í lykilbólusetningum barna hafi dregist saman á Íslandi. Ef ekki er gripið inn í er heimurinn langt frá því að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um heilsu og vellíðan. Öll börn eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það á einnig við um þau börn sem búa eða dvelja hér á landi, óháð þjóðerni, ríkisfangi eða félagslegri stöðu. Sjúkdómar virða engin landamæri og með bólusetningum er hægt að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega og eins vernda þau börn sem ekki geta þegið bólusetningar vegna ungs aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Það er því einstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu ákalli með sóttvarnarlækni og Controlant. Við erum svo lánsöm hér á Íslandi að aðgengi að bólusetningum er greitt og þær ókeypis á öllum heilsugæslum landsins. Svo er ekki alls staðar og oft þarf að fara langar vegalengdir til að ná til barna á afskekktum svæðum. Þá skiptir aðfangakeðjan lykilmáli. Það varð alkunna í heimsfaraldri COVID-19 hversu miklu máli órofin kælikeðja skipti þegar íslenska tæknifyrirtækið Controlant tryggði ofurkælingu eins af bóluefnunum sem notuð voru, í dreifingu þess út um allan heim. Við hjá UNICEF, sóttvarnarlækni og Controlant störfum öll að bólusetningum, hvert á okkar hátt og þekkjum af fyrstu hendi áskoranirnar og sigrana. Samstarf okkar við þessa vitundarvakningu er einnig skýrt dæmi um það samstarf ólíkra aðila, sem ég vék að áðan, sem þarf til að tryggja öllum börnum þau tækifæri til lífs, þroska og heilsu sem bóluefnin veita. Við vonumst til að ná til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi með upplýsingar um mikilvægi bólusetninga og hvert sé hægt að fara með börn til að fá reglubundnar bólusetningar. Stöndum vörð um stærsta afrek mannkyns, því ekkert barn ætti að deyja úr sjúkdómi sem við kunnum að koma í veg fyrir. Með frekari fjárfestingum og með þátttöku í reglubundnum bólusetningum getum við verið kynslóðin sem gerir útrýmingu fleiri sjúkdóma mögulega. Fyrir hönd barna um allan heim, segi ég takk. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun