Svik við þjóðina Alfreð Sturla Böðvarsson skrifar 26. apríl 2024 08:00 Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp. Eftir þennan lestur er skoðun mín, og held ég ansi margra, að þetta frumvarp gangi gegn öllum helstu hagsmunum þjóðarinnar. Fyrst ber að nefna fjárhagslega hagsmuni. Eins og bent hefur verið á, innheimta Norðmenn 19 milljarða í gjöld af laxeldisfyrirtækjum með útboði á leyfum til laxeldis í norskum fjörðum. Samkvæmt þessu frumvarpi stendur ekki til að bjóða út leyfin, heldur gefa þau. Maður spyr sig, hvers vegna? Stjórnvöld eiga að bjóða út þessi leyfi, því þannig hámörkum við virði auðlindarinnar. Og stjórnvöldum ber skylda til þess að hámarka virði auðlinda landsins. Að gefa leyfin er ekkert annað en stórkostleg embættisglöp, og svik við ríkissjóð, svik við þjóðina. Það er verið að hlunnfara ríkið, hafa af ríkinu milljarða tekjur, með því að gefa leyfin. Hvers vegna gerir enginn stjórnarþingmaður athugasemd við þessar gjafir matvælaráðherra til norskra laxeldisfyrirtækja? Hvernig hafa þeir samvisku í að þegja þunnu hljóði? Hvar er fjármálaráðherra, sem ber ábyrgð á ríkisfjármálum? Af hverju samþykkir hann að láta hlunnfara ríkiskassann um fleiri milljarða árlega? Af hverju samþykkir ríkisstjórn Íslands það? Það er ekki eins og við gætum ekki notað þessa milljarða, við þurfum að afla þeirra tekna sem við mögulega getum, til þess að fjármagna framkvæmdir ríkisins. Ef það fyndist gull á hálendinu, myndum við gefa erlendum námufyrirtækjum hálendið? Það kæmi aldrei til greina. En það á að gefa aðgang að fjörðum landsins? Kemur ekki greina af minni hálfu. Og held ég nokkurn veginn allra annarra Íslendinga. Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld afsala sér þessum tekjum. Svo er það eftirlit með þessum iðnaði. Iðnaðurinn sjálfur á að sjá um það. Bíðum nú aðeins. Það hefur margoft komið í ljós að þessum iðnaði er ekki treystandi til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það er nóg að fylgjast aðeins með fréttum til þess að sannfærast um að þetta fyrirkomulag er aldrei að fara að virka. Laxeldisfyrirtækin hafa fyrir löngu síðan fyrirgert rétti sínum til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það á að sjálfsögðu að byggja upp öfluga eftirlitsstofnun með hluta af skatttekjum af útboði á laxeldisleyfum, og hún sér um þetta eftirlit. Annað er einfaldlega fásinna. Og gengur freklega gegn hagsmunum okkar, sem verðum að hafa mjög strangt eftirlit með þessum iðnaði. Þetta frumvarp virðist heldur ekkert taka mið af svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra, og engan lærdóm draga af henni. Engar refsingar eru gerðar við stroki úr kvíum, og allt að 20% af eldislaxi má drepast í kvíum. Villti laxastofninn við landið er einn af okkar auðlindum og það á einfaldlega að heimila norskum laxeldisfyrirtækjum að eyðileggja hann með þessu frumvarpi - algerlega ókeypis. Að síðustu má nefna hagsmuni ferðaþjónustunnar, sem byggir allt sitt á orðspori Íslands sem útvörð óspilltrar og hreinnar náttúru í Evrópu. Sjókvíaeldi er afskaplega mengandi iðnaður og ef hann fær að útbía firði í kringum landið í enn stærri stíl, verður það ekki bara villti laxinn sem mun hverfa, heldur mun lífríkið í fjörðunum líka bíða stóran skaða af. Svo ekki sé talað um orðspor Íslands sem hreint land, fagurt land. Við munum koma í heimsfréttirnar sem landið sem eyddi einum síðasta villta laxastofni heims, og þeir sem að því stóðu þurfa ekki einu sinni að greiða fyrir skemmdarverkið. Þeir mega sóða út eins og þeim sýnist og enginn er að fylgjast með sóðaskapnum, því þeir segjast gera það sjálfir. Orðspor Íslands mun stórskaðast ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna. Ég hvet fólk sem er annt um landið okkar að senda inn athugasemdir við frumvarpið á samráðsgátt stjórnvalda, það er hægt að gera það hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3625. Aðeins með því að sýna fram á hvað við erum ósátt við þessa ósvinnu getum við reynt að afstýra þeirri eyðileggingu sem felst í þessu frumvarpi. Þessi ríkisstjórn hefur fyrir löngu síðan gert nóg af sér. Þetta frumvarp er ekkert annað en landráð. Höfundur er skattgreiðandi og áhugamaður um ábyrga stjórnarhætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp. Eftir þennan lestur er skoðun mín, og held ég ansi margra, að þetta frumvarp gangi gegn öllum helstu hagsmunum þjóðarinnar. Fyrst ber að nefna fjárhagslega hagsmuni. Eins og bent hefur verið á, innheimta Norðmenn 19 milljarða í gjöld af laxeldisfyrirtækjum með útboði á leyfum til laxeldis í norskum fjörðum. Samkvæmt þessu frumvarpi stendur ekki til að bjóða út leyfin, heldur gefa þau. Maður spyr sig, hvers vegna? Stjórnvöld eiga að bjóða út þessi leyfi, því þannig hámörkum við virði auðlindarinnar. Og stjórnvöldum ber skylda til þess að hámarka virði auðlinda landsins. Að gefa leyfin er ekkert annað en stórkostleg embættisglöp, og svik við ríkissjóð, svik við þjóðina. Það er verið að hlunnfara ríkið, hafa af ríkinu milljarða tekjur, með því að gefa leyfin. Hvers vegna gerir enginn stjórnarþingmaður athugasemd við þessar gjafir matvælaráðherra til norskra laxeldisfyrirtækja? Hvernig hafa þeir samvisku í að þegja þunnu hljóði? Hvar er fjármálaráðherra, sem ber ábyrgð á ríkisfjármálum? Af hverju samþykkir hann að láta hlunnfara ríkiskassann um fleiri milljarða árlega? Af hverju samþykkir ríkisstjórn Íslands það? Það er ekki eins og við gætum ekki notað þessa milljarða, við þurfum að afla þeirra tekna sem við mögulega getum, til þess að fjármagna framkvæmdir ríkisins. Ef það fyndist gull á hálendinu, myndum við gefa erlendum námufyrirtækjum hálendið? Það kæmi aldrei til greina. En það á að gefa aðgang að fjörðum landsins? Kemur ekki greina af minni hálfu. Og held ég nokkurn veginn allra annarra Íslendinga. Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld afsala sér þessum tekjum. Svo er það eftirlit með þessum iðnaði. Iðnaðurinn sjálfur á að sjá um það. Bíðum nú aðeins. Það hefur margoft komið í ljós að þessum iðnaði er ekki treystandi til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það er nóg að fylgjast aðeins með fréttum til þess að sannfærast um að þetta fyrirkomulag er aldrei að fara að virka. Laxeldisfyrirtækin hafa fyrir löngu síðan fyrirgert rétti sínum til þess að hafa eftirlit með sjálfum sér. Það á að sjálfsögðu að byggja upp öfluga eftirlitsstofnun með hluta af skatttekjum af útboði á laxeldisleyfum, og hún sér um þetta eftirlit. Annað er einfaldlega fásinna. Og gengur freklega gegn hagsmunum okkar, sem verðum að hafa mjög strangt eftirlit með þessum iðnaði. Þetta frumvarp virðist heldur ekkert taka mið af svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra, og engan lærdóm draga af henni. Engar refsingar eru gerðar við stroki úr kvíum, og allt að 20% af eldislaxi má drepast í kvíum. Villti laxastofninn við landið er einn af okkar auðlindum og það á einfaldlega að heimila norskum laxeldisfyrirtækjum að eyðileggja hann með þessu frumvarpi - algerlega ókeypis. Að síðustu má nefna hagsmuni ferðaþjónustunnar, sem byggir allt sitt á orðspori Íslands sem útvörð óspilltrar og hreinnar náttúru í Evrópu. Sjókvíaeldi er afskaplega mengandi iðnaður og ef hann fær að útbía firði í kringum landið í enn stærri stíl, verður það ekki bara villti laxinn sem mun hverfa, heldur mun lífríkið í fjörðunum líka bíða stóran skaða af. Svo ekki sé talað um orðspor Íslands sem hreint land, fagurt land. Við munum koma í heimsfréttirnar sem landið sem eyddi einum síðasta villta laxastofni heims, og þeir sem að því stóðu þurfa ekki einu sinni að greiða fyrir skemmdarverkið. Þeir mega sóða út eins og þeim sýnist og enginn er að fylgjast með sóðaskapnum, því þeir segjast gera það sjálfir. Orðspor Íslands mun stórskaðast ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir ferðaþjónustuna. Ég hvet fólk sem er annt um landið okkar að senda inn athugasemdir við frumvarpið á samráðsgátt stjórnvalda, það er hægt að gera það hér: https://island.is/samradsgatt/mal/3625. Aðeins með því að sýna fram á hvað við erum ósátt við þessa ósvinnu getum við reynt að afstýra þeirri eyðileggingu sem felst í þessu frumvarpi. Þessi ríkisstjórn hefur fyrir löngu síðan gert nóg af sér. Þetta frumvarp er ekkert annað en landráð. Höfundur er skattgreiðandi og áhugamaður um ábyrga stjórnarhætti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar