Murray kramdi Lakers-hjörtun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2024 09:01 Jamal Murray skorar sigurkörfu Denver Nuggets gegn Los Angeles Lakers. getty/Matthew Stockman Jamal Murray var hetja Denver Nuggets þegar meistararnir unnu Los Angels Lakers, 101-99, í öðrum leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Denver er 2-0 yfir í einvíginu. Lakers var með tuttugu stiga forskot í seinni hálfleik en Denver kom til baka og úrslitin réðust í blálokin. LeBron James hitti ekki úr þriggja stiga skoti í stöðunni 99-99 þegar þrettán sekúndur voru og Denver hélt í sókn. Murray fékk boltann og var einn gegn Anthony Davis, besta varnarmanni Lakers. Hann bjó sér til smá pláss og setti svo niður skot í þann mund sem leiktíminn rann út. ABSOLUTELY. UNREAL. JAMAL. MURRAY. https://t.co/qZ80SJGCqk pic.twitter.com/mmaRYBWvgJ— NBA (@NBA) April 23, 2024 Murray átti erfitt uppdráttar framan af leik og klikkaði á þrettán af fyrstu sextán skotum sínum. En það kviknaði á honum í 4. leikhluta þar sem hann skoraði fjórtán af tuttugu skotum sínum. Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn fyrir Denver; skoraði 27 stig, tók tuttugu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Michael Porter skoraði 22 stig og tók níu fráköst. Davis skoraði 32 stig og tók ellefu fráköst fyrir Lakers sem hefur tapað tíu leikjum gegn Denver í röð. LeBron var með 26 stig, átta fráköst og tólf stoðsendingar. Í Austurdeildinni vann New York Knicks Philadelphia 76ers, 104-101, og Cleveland Cavaliers lagði Orlando Magic að velli, 96-86. Jalen Brunson skoraði 24 stig fyrir Knicks sem er með 2-0 forystu í einvíginu. Josh Hart skoraði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Tyrese Maxey og Joel Embiid voru í sérflokki hjá Sixers. Maxey skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Embiid skilaði 34 stigum og tíu fráköstum. Hann gat jafnað metin undir lok leiks en þriggja stiga skot hans geigaði. THE KNICKS WIN GAME 2 AND TAKE A 2-0 SERIES LEAD WHAT A FINISH IN THE GARDEN pic.twitter.com/XxYKpFqB5K— NBA (@NBA) April 23, 2024 Donovan Mitchell skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hélt Orlando í skefjum með sterkum varnarleik. Flórída-liðið var aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu í leiknum. Paolo Banchero skoraði 21 stig fyrir Orlando sem er 2-0 undir í einvíginu. NBA Mest lesið „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira
Lakers var með tuttugu stiga forskot í seinni hálfleik en Denver kom til baka og úrslitin réðust í blálokin. LeBron James hitti ekki úr þriggja stiga skoti í stöðunni 99-99 þegar þrettán sekúndur voru og Denver hélt í sókn. Murray fékk boltann og var einn gegn Anthony Davis, besta varnarmanni Lakers. Hann bjó sér til smá pláss og setti svo niður skot í þann mund sem leiktíminn rann út. ABSOLUTELY. UNREAL. JAMAL. MURRAY. https://t.co/qZ80SJGCqk pic.twitter.com/mmaRYBWvgJ— NBA (@NBA) April 23, 2024 Murray átti erfitt uppdráttar framan af leik og klikkaði á þrettán af fyrstu sextán skotum sínum. En það kviknaði á honum í 4. leikhluta þar sem hann skoraði fjórtán af tuttugu skotum sínum. Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn fyrir Denver; skoraði 27 stig, tók tuttugu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Michael Porter skoraði 22 stig og tók níu fráköst. Davis skoraði 32 stig og tók ellefu fráköst fyrir Lakers sem hefur tapað tíu leikjum gegn Denver í röð. LeBron var með 26 stig, átta fráköst og tólf stoðsendingar. Í Austurdeildinni vann New York Knicks Philadelphia 76ers, 104-101, og Cleveland Cavaliers lagði Orlando Magic að velli, 96-86. Jalen Brunson skoraði 24 stig fyrir Knicks sem er með 2-0 forystu í einvíginu. Josh Hart skoraði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Tyrese Maxey og Joel Embiid voru í sérflokki hjá Sixers. Maxey skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Embiid skilaði 34 stigum og tíu fráköstum. Hann gat jafnað metin undir lok leiks en þriggja stiga skot hans geigaði. THE KNICKS WIN GAME 2 AND TAKE A 2-0 SERIES LEAD WHAT A FINISH IN THE GARDEN pic.twitter.com/XxYKpFqB5K— NBA (@NBA) April 23, 2024 Donovan Mitchell skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hélt Orlando í skefjum með sterkum varnarleik. Flórída-liðið var aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu í leiknum. Paolo Banchero skoraði 21 stig fyrir Orlando sem er 2-0 undir í einvíginu.
NBA Mest lesið „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ Körfubolti Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland Sport Segir Ronaldo byrja á nýjum matarkúr svo hann geti spilað á HM 2030 Fótbolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Fótbolti Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Fótbolti Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Fótbolti „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Fleiri fréttir „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjörið: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Uppgjörið: Haukar-KR 88-97 | Tóti Túrbó frábær á Ásvöllum Uppgjörið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Sjá meira