Forsetakosningar 2024 og fóbía hinsegin fólks: Erum komin í tímavél aftur í tímann? Valerio Gargiulo skrifar 22. apríl 2024 09:01 Í ljósi komandi kosninga um hinn nýja Forseta Íslands hef ég tekið eftir ýmsri orðræðu á samfélagsmiðlum sem að mínu mati hefur vakið mig til undrunar að undanförnu. Hér á ég við hatursherferðina gegn Baldri, einum forsetaframbjóðendanna. Þó sumir líti á hann sem sanngjarnan, framsækinn og tilvalinn kandítat til forseta, ýta aðrir einstaklingar undir raunverulega andúð á honum vegna kynhneigðar hans. Af þessum sökum var ég að velta fyrir mér raunverulegu umburðarlyndi Íslendinga gagnvart hinsegin fólki. Baldur er þekktur fyrir pólitíska sérþekkingu og hreinskilni um samkynhneigð sína. Herferð hans byggir á gildum um þátttöku, jafnrétti og virðingu fyrir LGBTQ+ réttindum. En þrátt fyrir skuldbindingu sína við jafnara og framsæknara samfélag hefur Baldur þurft að standa frammi fyrir ofbeldisfullri hatursherferð sem dregur ekki aðeins í efa getu hans til að stjórna heldur einnig lögmæti hans sem samkynhneigðs einstaklings. Ég sá mynd streyma á samfélagsmiðlum af Baldri kyssa eiginmann sinn Felix. Myndinni var deilt af fólki sem gagnrýndi Baldur vegna kynhneigðar hans og taldi hann þar af leiðandi ekki getað verið þjóðhöfðingi landsins. Ísland er oft talið ein framsæknasta þjóð heims þegar kemur að LGBTQ+ réttindum. Það var ein af fyrstu þjóðunum til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra árið 2010 og hefur sterka menningu um umburðarlyndi og viðurkenningu á ágreiningi. En þrátt fyrir árangurinn vekur hatursherferðin gegn Baldri upp spurningar um raunverulegt umburðarlyndi Íslands gagnvart samkynhneigð. Var þetta allt þá bara sýndamennska? Eða hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd? Hatursherferðin gegn Baldri sýnir að samkynhneigð og mismunun á grundvelli kynhneigðar er enn til staðar í íslensku samfélagi. Þótt töluverðar framfarir hafi orðið í átt að LGBTQ+ jafnrétti er ljóst að enn er mikið verk óunnið til að útrýma algerlega samkynhneigð og tryggja sanngjarna og virðingarfulla meðferð fyrir alla meðlimi LGBTQ+ samfélagsins. Þó að landinu sé oft hrósað fyrir framfarir í réttindum hinsegin fólks, þá er ljóst að enn eru geirar samfélagsins sem verða að horfast í augu við og sigrast á fordómum og mismunun. Nauðsynlegt er að halda áfram að stuðla að opinni og innifalinni umræðu um málefnið og taka upp stefnur og aðgerðir sem tryggja jafnrétti fyrir alla, óháð kynhneigð. Að mínu mati á kynhneigð ekki að koma í veg fyrir velgengni fólks og ég tel að Baldur geti alveg orðið landinu okkar til sóma sem þjóðhöfðingi Íslands. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Skoðun: Forsetakosningar 2024 Hinsegin Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi komandi kosninga um hinn nýja Forseta Íslands hef ég tekið eftir ýmsri orðræðu á samfélagsmiðlum sem að mínu mati hefur vakið mig til undrunar að undanförnu. Hér á ég við hatursherferðina gegn Baldri, einum forsetaframbjóðendanna. Þó sumir líti á hann sem sanngjarnan, framsækinn og tilvalinn kandítat til forseta, ýta aðrir einstaklingar undir raunverulega andúð á honum vegna kynhneigðar hans. Af þessum sökum var ég að velta fyrir mér raunverulegu umburðarlyndi Íslendinga gagnvart hinsegin fólki. Baldur er þekktur fyrir pólitíska sérþekkingu og hreinskilni um samkynhneigð sína. Herferð hans byggir á gildum um þátttöku, jafnrétti og virðingu fyrir LGBTQ+ réttindum. En þrátt fyrir skuldbindingu sína við jafnara og framsæknara samfélag hefur Baldur þurft að standa frammi fyrir ofbeldisfullri hatursherferð sem dregur ekki aðeins í efa getu hans til að stjórna heldur einnig lögmæti hans sem samkynhneigðs einstaklings. Ég sá mynd streyma á samfélagsmiðlum af Baldri kyssa eiginmann sinn Felix. Myndinni var deilt af fólki sem gagnrýndi Baldur vegna kynhneigðar hans og taldi hann þar af leiðandi ekki getað verið þjóðhöfðingi landsins. Ísland er oft talið ein framsæknasta þjóð heims þegar kemur að LGBTQ+ réttindum. Það var ein af fyrstu þjóðunum til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra árið 2010 og hefur sterka menningu um umburðarlyndi og viðurkenningu á ágreiningi. En þrátt fyrir árangurinn vekur hatursherferðin gegn Baldri upp spurningar um raunverulegt umburðarlyndi Íslands gagnvart samkynhneigð. Var þetta allt þá bara sýndamennska? Eða hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd? Hatursherferðin gegn Baldri sýnir að samkynhneigð og mismunun á grundvelli kynhneigðar er enn til staðar í íslensku samfélagi. Þótt töluverðar framfarir hafi orðið í átt að LGBTQ+ jafnrétti er ljóst að enn er mikið verk óunnið til að útrýma algerlega samkynhneigð og tryggja sanngjarna og virðingarfulla meðferð fyrir alla meðlimi LGBTQ+ samfélagsins. Þó að landinu sé oft hrósað fyrir framfarir í réttindum hinsegin fólks, þá er ljóst að enn eru geirar samfélagsins sem verða að horfast í augu við og sigrast á fordómum og mismunun. Nauðsynlegt er að halda áfram að stuðla að opinni og innifalinni umræðu um málefnið og taka upp stefnur og aðgerðir sem tryggja jafnrétti fyrir alla, óháð kynhneigð. Að mínu mati á kynhneigð ekki að koma í veg fyrir velgengni fólks og ég tel að Baldur geti alveg orðið landinu okkar til sóma sem þjóðhöfðingi Íslands. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar