Körfubolti

Svanirnir hefja flug í úr­slita­keppninni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Orri gekk til liðs við Gmunden fyrir tímabilið.
Orri gekk til liðs við Gmunden fyrir tímabilið. Skjáskot / Swans Gmunden

Landsliðsmaðurinn Orri Gunnarsson fagnaði sigri í fyrsta leik austurrísku úrslitakeppninnar í körfubolta þegar lið hans Swans Gmunden lagði Oberwart Gunners að velli, 96-78. 

Swans Gmunden er ríkjandi meistari og endaði í efsta sæti deildarinnar. Þeir þykja afar sigurstranglegir og það kom því fáum á óvart hversu létt þeir fóru með fyrsta leik úrslitakeppninnar. 

Orri skilaði fínu framlagi í leiknum, 6 stig, 5 stoðsendingar og 1 frákast. 

Liðin mætast aftur á þriðjudag og fimmtudag. Þrjá sigra þarf til að vinna einvígið. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×