Handbolti

Arnar Freyr öflugur í góðum sigri Melsun­gen

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Freyr í leik með Melsungen.
Arnar Freyr í leik með Melsungen. Lars Baron/Getty Images

Arnar Freyr Arnarson skoraði fjögur mörk þegar Melsungen lagði Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta.

Elvar Örn Jónsson var ekki með Melsungen í dag en það kom ekki að sök. Arnar Freyr skoraði fjögur mörk og Melsungen vann fimm marka útisigur, lokatölur 23-28.

Melsungen er í 5. sæti með 38 stig að loknum 29 leikjum. Kiel er sæti ofar með 39 stig en á tvo leiki til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×