Sport

Anníe Mist kallar eftir til­lögum á nafni á soninn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir á eignast barnið í byrjun næsta mánaðar.
Anníe Mist Þórisdóttir á eignast barnið í byrjun næsta mánaðar. @anniethorisdottir

Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir á von á sínu öðru barni eftir aðeins tvær vikur.

Anníe eignaðist dótturina Freyju Mist í ágúst 2020 en nú á hún von á syni.

Anníe hefur verið dugleg að æfa á meðgöngunni og strákurinn ætti heldur betur að vera með íþróttablóð í æðum sínum.

Anníe er dugleg að virkja fylgjendur sína á samfélagmiðlum og það á líka við um börnin hennar.

Anníe kallaði nefnilega eftir góðum tillögum á nafni á soninn.

„Strákurinn okkar. Tvær vikur þar til að við þrjú verðum orðin fjögur. Xxx Frederiksson,“ skrifaði Anníe.

„Gerið þið það komið með tillögur að nöfnum. Þetta verða að vera alþjóðleg nöfn sem ganga upp á ensku, íslensku og dönsku,“ skrifaði Anníe.

Ertu með hugmynd? Þá er endilega að skrifa skilaboð undir færslu Anníe hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×