Verðhækkanir á húsnæði framundan Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2024 20:30 Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir samdrátt í uppbyggingu á húsnæði sem muni hækka verð á næstu misserum. Vísir/Einar Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Þurfum tíu þúsund nýjar íbúðir Í nýjustu greiningu stofnunarinnar kemur fram að þörf sé á tíu þúsund nýjum íbúðum á landinu á þessu og næsta ári en hins vegar sé aðeins verið að byggja um fimm þúsund og átta hundruð íbúðir. Þá hafi nýjar framkvæmdir dregist saman um þriðjung milli ára en íbúum fjölgað um átta þúsund og fimm hundruð á sama tíma. Samdráttur í uppbyggingu húsnæðis er sextíu prósent borið saman við árið 2022. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þetta hafa mikil áhrif á verðþróun. „Það er búið að byggja mjög mikið í sögulega samhengi. Bara alls ekki nógu miðað við þessa gífurlegu fólksfjölgun sem á sér stað á landinu. Það sem við sjáum að muni gerast á næstu misserum er að þetta mun skapa mikinn þrýsting á fasteignaverði þá bæði á leigu-og húsnæðisverð,“ segir Jónas. Stýrivaxtahækkanir undanfarin misseri hafi hægt verulega á uppbyggingu meðan mikil þörf sé í gangi fyrir nýtt húsnæði. „Vaxtarstigið er náttúrulega það tól sem Seðlabankinn hefur til að draga úr þenslu en það hefur þessar hliðarafleiðingar. Það dregur úr fjárfestingu og ef það er fjárfest minna í húsnæði mun það örugglega leiða til hærra íbúðaverðs til lengri tíma,“ segir Jónas. Hann segir mikilvægt að sýna framsýni á húsnæðismarkaði því það taki ávallt tíma að skipuleggja og byggja nýtt húsnæði. Þá bendir hann á að hægt sé að bregðast við ástandinu núna t.d. með því að byggja einingarhús og setja meiri takmarkanir á útleigu til ferðamanna. Erfiðast fyrir tekjulága Jónas segir að ástandið hafi mest áhrif á tekjulægstu hópanna. „Þetta bitnar á fólki sem á erfitt með að sinna húsnæðiskostnaði hvort sem er á leigu- eða eignamarkaði. Þá fólki sem hefur lítið á milli handanna og eyðir stórum hluta tekna sinna í húsnæði. Eina leiðin til að lækka þennan húsnæðiskostnað til langs tíma er að byggja meira,“ segir Jónas. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Þurfum tíu þúsund nýjar íbúðir Í nýjustu greiningu stofnunarinnar kemur fram að þörf sé á tíu þúsund nýjum íbúðum á landinu á þessu og næsta ári en hins vegar sé aðeins verið að byggja um fimm þúsund og átta hundruð íbúðir. Þá hafi nýjar framkvæmdir dregist saman um þriðjung milli ára en íbúum fjölgað um átta þúsund og fimm hundruð á sama tíma. Samdráttur í uppbyggingu húsnæðis er sextíu prósent borið saman við árið 2022. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þetta hafa mikil áhrif á verðþróun. „Það er búið að byggja mjög mikið í sögulega samhengi. Bara alls ekki nógu miðað við þessa gífurlegu fólksfjölgun sem á sér stað á landinu. Það sem við sjáum að muni gerast á næstu misserum er að þetta mun skapa mikinn þrýsting á fasteignaverði þá bæði á leigu-og húsnæðisverð,“ segir Jónas. Stýrivaxtahækkanir undanfarin misseri hafi hægt verulega á uppbyggingu meðan mikil þörf sé í gangi fyrir nýtt húsnæði. „Vaxtarstigið er náttúrulega það tól sem Seðlabankinn hefur til að draga úr þenslu en það hefur þessar hliðarafleiðingar. Það dregur úr fjárfestingu og ef það er fjárfest minna í húsnæði mun það örugglega leiða til hærra íbúðaverðs til lengri tíma,“ segir Jónas. Hann segir mikilvægt að sýna framsýni á húsnæðismarkaði því það taki ávallt tíma að skipuleggja og byggja nýtt húsnæði. Þá bendir hann á að hægt sé að bregðast við ástandinu núna t.d. með því að byggja einingarhús og setja meiri takmarkanir á útleigu til ferðamanna. Erfiðast fyrir tekjulága Jónas segir að ástandið hafi mest áhrif á tekjulægstu hópanna. „Þetta bitnar á fólki sem á erfitt með að sinna húsnæðiskostnaði hvort sem er á leigu- eða eignamarkaði. Þá fólki sem hefur lítið á milli handanna og eyðir stórum hluta tekna sinna í húsnæði. Eina leiðin til að lækka þennan húsnæðiskostnað til langs tíma er að byggja meira,“ segir Jónas.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07