1.500 undirskriftir fyrir forseta Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson skrifa 16. apríl 2024 11:00 Í stjórnarskrá Íslands segir skýrum stöfum að “forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000”. Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir því hversu fáar undirskriftir þarf til þess að leggja fram löglegt framboð, þar sem nú búi mun fleiri á Íslandi en þegar stjórnarskráin var upphaflega samþykkt með þessum fjölda meðmæla. Hér er hins vegar ætlunin að vekja athygli á mun alvarlegra máli varðandi þessi meðmæli því í reglugerð um framkvæmd forsetakosninga er skilyrðinu “hver kjósandi getur einungis mælt með einu framboði við sömu kosningar” bætt við. Hvernig getur staðið á því að réttur fólks til forsetaframboðs samkvæmt stjórnarskrá er skertur í einhverri reglugerð sem dómsmálaráðherra setur? Skoðum þetta betur og tökum annað dæmi úr kosningalögum. Samkvæmt stjórnarskrá er hver íslenskur ríkisborgari með kosningarétt sem er 18 ára eða eldri og með lögheimili á Íslandi. Það þarf allt þrennt, aldur, ríkisborgararétt og lögheimili. Samt er tiltekið í kosningalögum að ríkisborgari getur haldið kosningarétti á Íslandi í allt að 16 ár eftir að viðkomandi hættir að vera með lögheimili á Íslandi, og lengur en það ef viðkomandi “kærir sig inn á kjörskrá”, eins og það er oft orðað. Í þessu tilfelli er ekki verið að þrengja kosningarétt fólks eins og hann er skilgreindur í stjórnarskrá, það er verið að veita meiri rétt en fram kemur í stjórnarskrá. Stjórnarskráin veitir fólki ákveðin lágmarksréttindi en löggjafanum er heimilt að útvíkka þau réttindi. Alþingi mætti hins vegar ekki takmarka þessi réttindi og segja til dæmis að kosningaréttur takmarkist við 20 ára og eldri og 67 ára og yngri, eða eitthvað slíkt. Það væri brot á stjórnarskrárbundnum réttindum. Sama á við forsetaefni. Þau skulu hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Að bæta við auka skilyrði um að enginn þeirra 1500 kosningabærra manna megi hafa gefið einhverjum öðrum meðmæli sín er skerðing á réttindum, bæði forsetaefna og fólks sem vill mæla með forsetaefnum. Sami réttur og skilyrði eiga hins vegar ekki við um kosningar til alþingis og sveitarstjórna. Stjórnarskráin veitir mun meira svigrúm fyrir löggjafann til þess að setja skilyrði um þær kosningar. Þar er ekkert um fjölda meðmæla, sem dæmi. Það er því sagt skýrt í lögum að hverjum framboðslista til alþingis- og sveitarstjórnakosninga skuli fylgja meðmælalisti þar sem “sami kjósandi [má] ekki mæla með fleiri en einum lista við sömu kosningar”. Þarna er ekki um neitt stjórnarskrárbrot að ræða, enda ekkert ákvæði um meðmælendur fyrir framboð til alþingis eða sveitarstjórna. Í kosningalögum er reynt að útfæra þessi sömu skilyrði fyrir forsetakosningar. Þar er tilgreint hvert og hvenær eigi að skilja tilskildum fjölda meðmæla og að um söfnun þeirra og meðferð gildi sömu reglur og eigi við um alþingis- og sveitarstjórnarkosningar, “sbr. 2. mgr. 41. gr.” laganna. Þessi 41. gr. laganna er framangreind reglugerðarheimild. Það sem er áhugavert við það er að 2. mgr. 41. gr. kosningalaga nær ekki til heimildarinnar um að takmarka megi meðmæli við bara einn lista eða frambjóðenda. Samt er sú takmörkun sett í reglugerð. Ef við reynum að einfalda þetta aðeins, því það er flókið að rekja saman stjórnarskrá, margar lagagreinar og reglugerðir, þá er staðan sú að meðmælendum forsetaefna er bannað að skrifa undir hjá fleiri en einum frambjóðanda. Hvergi er heimild fyrir því að leggja á slíkt bann í lögum eða stjórnarskrá. Þvert á móti virðist það vera svo að þetta bann brjóti einmitt á réttindum fólks til þess að bjóða sig fram til forseta og rétti fólks til þess að veita forsetaframbjóðendum meðmæli sín. Hér skiptir ekki máli hversu sammála fólk er því að hafa þessar takmarkanir. Það getur vel verið góð hugmynd að takmarka fjölda meðmæla frá hverjum kjósanda við einn frambjóðanda eins og það er að hafa eitthvað sérstakt hámark eða lágmark meðmæla. En það verður að vera lagaheimild fyrir þessum takmörkunum. Þær eru skýrar fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar en í tilfelli forsetaframboðs virðist vera að reglugerðin sem dómsmálaráðherra setti brjóti í bága við stjórnarskrá. Ef svo er, hvaða afleiðingar getur það haft fyrir komandi forsetakosningar? Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Indriði Stefánsson Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Stjórnarskrá Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá Íslands segir skýrum stöfum að “forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000”. Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir því hversu fáar undirskriftir þarf til þess að leggja fram löglegt framboð, þar sem nú búi mun fleiri á Íslandi en þegar stjórnarskráin var upphaflega samþykkt með þessum fjölda meðmæla. Hér er hins vegar ætlunin að vekja athygli á mun alvarlegra máli varðandi þessi meðmæli því í reglugerð um framkvæmd forsetakosninga er skilyrðinu “hver kjósandi getur einungis mælt með einu framboði við sömu kosningar” bætt við. Hvernig getur staðið á því að réttur fólks til forsetaframboðs samkvæmt stjórnarskrá er skertur í einhverri reglugerð sem dómsmálaráðherra setur? Skoðum þetta betur og tökum annað dæmi úr kosningalögum. Samkvæmt stjórnarskrá er hver íslenskur ríkisborgari með kosningarétt sem er 18 ára eða eldri og með lögheimili á Íslandi. Það þarf allt þrennt, aldur, ríkisborgararétt og lögheimili. Samt er tiltekið í kosningalögum að ríkisborgari getur haldið kosningarétti á Íslandi í allt að 16 ár eftir að viðkomandi hættir að vera með lögheimili á Íslandi, og lengur en það ef viðkomandi “kærir sig inn á kjörskrá”, eins og það er oft orðað. Í þessu tilfelli er ekki verið að þrengja kosningarétt fólks eins og hann er skilgreindur í stjórnarskrá, það er verið að veita meiri rétt en fram kemur í stjórnarskrá. Stjórnarskráin veitir fólki ákveðin lágmarksréttindi en löggjafanum er heimilt að útvíkka þau réttindi. Alþingi mætti hins vegar ekki takmarka þessi réttindi og segja til dæmis að kosningaréttur takmarkist við 20 ára og eldri og 67 ára og yngri, eða eitthvað slíkt. Það væri brot á stjórnarskrárbundnum réttindum. Sama á við forsetaefni. Þau skulu hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Að bæta við auka skilyrði um að enginn þeirra 1500 kosningabærra manna megi hafa gefið einhverjum öðrum meðmæli sín er skerðing á réttindum, bæði forsetaefna og fólks sem vill mæla með forsetaefnum. Sami réttur og skilyrði eiga hins vegar ekki við um kosningar til alþingis og sveitarstjórna. Stjórnarskráin veitir mun meira svigrúm fyrir löggjafann til þess að setja skilyrði um þær kosningar. Þar er ekkert um fjölda meðmæla, sem dæmi. Það er því sagt skýrt í lögum að hverjum framboðslista til alþingis- og sveitarstjórnakosninga skuli fylgja meðmælalisti þar sem “sami kjósandi [má] ekki mæla með fleiri en einum lista við sömu kosningar”. Þarna er ekki um neitt stjórnarskrárbrot að ræða, enda ekkert ákvæði um meðmælendur fyrir framboð til alþingis eða sveitarstjórna. Í kosningalögum er reynt að útfæra þessi sömu skilyrði fyrir forsetakosningar. Þar er tilgreint hvert og hvenær eigi að skilja tilskildum fjölda meðmæla og að um söfnun þeirra og meðferð gildi sömu reglur og eigi við um alþingis- og sveitarstjórnarkosningar, “sbr. 2. mgr. 41. gr.” laganna. Þessi 41. gr. laganna er framangreind reglugerðarheimild. Það sem er áhugavert við það er að 2. mgr. 41. gr. kosningalaga nær ekki til heimildarinnar um að takmarka megi meðmæli við bara einn lista eða frambjóðenda. Samt er sú takmörkun sett í reglugerð. Ef við reynum að einfalda þetta aðeins, því það er flókið að rekja saman stjórnarskrá, margar lagagreinar og reglugerðir, þá er staðan sú að meðmælendum forsetaefna er bannað að skrifa undir hjá fleiri en einum frambjóðanda. Hvergi er heimild fyrir því að leggja á slíkt bann í lögum eða stjórnarskrá. Þvert á móti virðist það vera svo að þetta bann brjóti einmitt á réttindum fólks til þess að bjóða sig fram til forseta og rétti fólks til þess að veita forsetaframbjóðendum meðmæli sín. Hér skiptir ekki máli hversu sammála fólk er því að hafa þessar takmarkanir. Það getur vel verið góð hugmynd að takmarka fjölda meðmæla frá hverjum kjósanda við einn frambjóðanda eins og það er að hafa eitthvað sérstakt hámark eða lágmark meðmæla. En það verður að vera lagaheimild fyrir þessum takmörkunum. Þær eru skýrar fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar en í tilfelli forsetaframboðs virðist vera að reglugerðin sem dómsmálaráðherra setti brjóti í bága við stjórnarskrá. Ef svo er, hvaða afleiðingar getur það haft fyrir komandi forsetakosningar? Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun