Virkjum félagsauð Fjarðabyggðar Birgir Jónsson og Þórdís Mjöll Benediktsdóttir skrifa 15. apríl 2024 11:31 Sveitarfélög eiga að vera það stjórnvald sem stendur fólki næst. Við sem störfum að sveitarstjórnarmálum í Fjarðabyggð sem telur meira en fimm þúsund íbúa leitum sífellt leiða til virkrar lýðræðislegar þátttöku og nýtingar félagsauðs til að styrkja samfélag til góðra verka. Það felur í sér sannfæringu að nýjum verkefnum og hröðum samfélagbreytingum sé best mætt með samvinnu og virkja þekkingu og frumkvæði heimamanna. Sem þýðir að styrkurinn felist í fjölbreytni, hvort sem er margbreytni ólíks bakgrunns, tungumáls eða mismunandi byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Nýr meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð hefur kynnt málefnasamning þar sem áhersla er á lífsgæði, gagnsæi, sýnileika og samtal. Þar er meðal annars kveðið á um eftirfarandi: Nýr meirihluti leggur áherslu á opna stjórnsýslu með aukinni upplýsingagjöf og eftirfylgni erinda. Innleidd verða fyrstu skref opins bókhalds sveitarfélagsins sem gefur íbúum kost á því að fylgjast með því í hvað fjármunirnir þeirra fara og hafa heildarsýn á rekstur sveitarfélagsins. Slíkt veitir einnig kjörnum fulltrúum og embættismönnum aukið aðhald. Aukið aðgengi að bæjarskrifstofunni og kjörnum fulltrúum veitir einnig aðhald, stuðlar að betra samtali og upplýstari ákvarðanatöku. Flokkarnir eru sammála um að auka sýnileik og reglulega viðtalstíma fulltrúa og bæjarstjóra í öllum byggðakjörnum. Að auki verða í boði í byggðarkjörnum viðtalstímar sviðsstjóra sveitarfélagsins. Auka á samvinnu og samstarf við ungmenna- og öldungaráð sveitarfélagsins í tengslum við vinnu nefnda. Að hlusta er ein undirstaða íbúalýðræðis. Þá ætlar sveitarfélagið að hefja að nýju móttöku nýrra íbúa og kynningu á þjónustu. Virkjun félagsauðs Fjarðabyggðar kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Þar á enginn að vera undanskilinn. Um 1.200 íbúar Fjarðabyggðar eru innflytjendur af fyrstu og annarri kynslóð og því lætur nærri að fjórði hver íbúi sé af erlendu bergi brotinn. Þessi hópur er ómissandi þáttur samfélagsins, ekki síst í uppbyggingu atvinnulífs. Fjölmargir íbúar hafa erlent móðurmál og eru ekki nægilega upplýstir um virkni og hlutverk sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Hvaða málaflokkar tilheyra ríkinu og hverjir sveitarfélaginu. Því verður ráðist í átak til að efla upplýsingagjöf íbúa af erlendum uppruna um þjónustu sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst verður stofnað Fjölmenningarráð sem verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með íbúum af erlendum uppruna. Mun ráðið funda reglulega með bæjarstjóra og bæjarráði. Væntingar okkar eru að fjölmenningarráðið auki gagnsæi, sýnileika og samtal. Málefnasamningur meirihlutans Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks felur í sér mikinn metnað næstu tvö ár fram að sveitarstjórnarkosningum. Mikilvægur þáttur þar er virkjum félagauðs sveitarfélagsins. Þannig gerum við betur í Fjarðabyggð. Virkjun félagauðs kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Nærri fjórði hver íbúi Fjarðabyggðar er af af erlendum uppruna. Nýtt fjölmenningarráð verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með þeim. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélög eiga að vera það stjórnvald sem stendur fólki næst. Við sem störfum að sveitarstjórnarmálum í Fjarðabyggð sem telur meira en fimm þúsund íbúa leitum sífellt leiða til virkrar lýðræðislegar þátttöku og nýtingar félagsauðs til að styrkja samfélag til góðra verka. Það felur í sér sannfæringu að nýjum verkefnum og hröðum samfélagbreytingum sé best mætt með samvinnu og virkja þekkingu og frumkvæði heimamanna. Sem þýðir að styrkurinn felist í fjölbreytni, hvort sem er margbreytni ólíks bakgrunns, tungumáls eða mismunandi byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Nýr meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð hefur kynnt málefnasamning þar sem áhersla er á lífsgæði, gagnsæi, sýnileika og samtal. Þar er meðal annars kveðið á um eftirfarandi: Nýr meirihluti leggur áherslu á opna stjórnsýslu með aukinni upplýsingagjöf og eftirfylgni erinda. Innleidd verða fyrstu skref opins bókhalds sveitarfélagsins sem gefur íbúum kost á því að fylgjast með því í hvað fjármunirnir þeirra fara og hafa heildarsýn á rekstur sveitarfélagsins. Slíkt veitir einnig kjörnum fulltrúum og embættismönnum aukið aðhald. Aukið aðgengi að bæjarskrifstofunni og kjörnum fulltrúum veitir einnig aðhald, stuðlar að betra samtali og upplýstari ákvarðanatöku. Flokkarnir eru sammála um að auka sýnileik og reglulega viðtalstíma fulltrúa og bæjarstjóra í öllum byggðakjörnum. Að auki verða í boði í byggðarkjörnum viðtalstímar sviðsstjóra sveitarfélagsins. Auka á samvinnu og samstarf við ungmenna- og öldungaráð sveitarfélagsins í tengslum við vinnu nefnda. Að hlusta er ein undirstaða íbúalýðræðis. Þá ætlar sveitarfélagið að hefja að nýju móttöku nýrra íbúa og kynningu á þjónustu. Virkjun félagsauðs Fjarðabyggðar kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Þar á enginn að vera undanskilinn. Um 1.200 íbúar Fjarðabyggðar eru innflytjendur af fyrstu og annarri kynslóð og því lætur nærri að fjórði hver íbúi sé af erlendu bergi brotinn. Þessi hópur er ómissandi þáttur samfélagsins, ekki síst í uppbyggingu atvinnulífs. Fjölmargir íbúar hafa erlent móðurmál og eru ekki nægilega upplýstir um virkni og hlutverk sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Hvaða málaflokkar tilheyra ríkinu og hverjir sveitarfélaginu. Því verður ráðist í átak til að efla upplýsingagjöf íbúa af erlendum uppruna um þjónustu sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst verður stofnað Fjölmenningarráð sem verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með íbúum af erlendum uppruna. Mun ráðið funda reglulega með bæjarstjóra og bæjarráði. Væntingar okkar eru að fjölmenningarráðið auki gagnsæi, sýnileika og samtal. Málefnasamningur meirihlutans Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks felur í sér mikinn metnað næstu tvö ár fram að sveitarstjórnarkosningum. Mikilvægur þáttur þar er virkjum félagauðs sveitarfélagsins. Þannig gerum við betur í Fjarðabyggð. Virkjun félagauðs kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Nærri fjórði hver íbúi Fjarðabyggðar er af af erlendum uppruna. Nýtt fjölmenningarráð verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með þeim. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar