Celtics og Thunder deildarmeistarar og umspilið klárt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 23:01 Shai Gilgeous-Alexander spilaði 16 mínútur og skoraði 15 stig í kvöld. Joshua Gateley/Getty Images Deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er nú lokið. Boston Celtics fór með sigur af hólmi í Austrinu og Oklahoma City Thunder í Vestrinu. Þá er ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni. Celtics voru fyrir lifandi löngu búnir að tryggja sér sigur í Austrinu en lögðu samt sem áður lánlaust lið Washington Wizards með tíu stiga mun í dag, lokatölur 132-122. New York Knicks stal 2. sætinu með eins stigs sigri á Chicago Bulls, 120-119, í framlengdum leik þar sem Orlando Magic gerði sér lítið fyrir og snýtti Milwaukee Bucks, 113-88. Bucks voru án Giannis Antetokounmpo og það sást. Jalen Brunson skoraði 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Knicks. Philadelphia 76ers endar í 7. sæti og mætir Miami Heat um sæti í úrslitakeppninni. Chicago Bulls mætir Atlanta Hawks sömuleiðis í umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. Stöðuna í Austurdeildinni má sjá hér að neðan. The East standings are set https://t.co/6wbXw6XcyC— NBA (@NBA) April 14, 2024 Í Vestrinu gátu enn þrjú lið endað í 1. sæti en það hefur aldrei áður gerst að þrjú lið séu í þeirri stöðu í lokaumferð deildarkeppninnar. Á endanum var það Oklahoma City Thunder sem stóð uppi sem sigurvegari en liðið flengdi Dallas Mavericks í kvöld, lokatölur 135-86. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2013 sem OKC endar í 1. sæti Austursins. Dallas var þegar fast í 5. sæti og hvíldi sína bestu menn í kvöld. Það gerði OKC líka þegar líða fór á leikinn. Einnig var mikil spenna hvaða lið myndu enda hvar í umspili Vesturdeildar. Liðin sem voru í 7. til 10. sæti fyrir leiki kvöldsins unnu öll sína leiki. Lakers lagði New Orleans Pelicans með 16 stiga mun, 124-108, en Lakers kláraði leikinn svo gott sem í fyrri hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þá endaði LeBron James deildarkeppnina á þrefaldri tvennu: 28 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst. LeBron finds AD with the touch pass for his 15th AST! pic.twitter.com/pHqZ5BKMhL— NBA TV (@NBATV) April 14, 2024 Suns lagði Minnesota Timberwolves, sem var í baráttu um 1. sætið, örugglega - lokatölur 125-106. Bradley Beal skoraði 36 stig, Devin Booker 23 og Kevin Durant 15. Sigurinn lyfti Suns upp í 6. sætið og þar sem Lakers pakkaði Pelicans saman þá er það Pelicans sem fellur niður í umspilið. Þar sem Pelicans endar í 7. sæti og Lakers sæti neðar þá mætast þá að nýju í umspilinu. Nágrannaliðin Kings og Warriors mætast svo í hinum umspilsleiknum en bæði lið enduðu tímabilið með 46 sigra og 36 töp. Hér að neðan má sjá lokastöðuna í Vestrinu og hvernig úrslitakeppnin lítur út að svo stöddu. West postseason seeds are set https://t.co/6K64pjvscp— NBA (@NBA) April 14, 2024 Körfubolti NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
Celtics voru fyrir lifandi löngu búnir að tryggja sér sigur í Austrinu en lögðu samt sem áður lánlaust lið Washington Wizards með tíu stiga mun í dag, lokatölur 132-122. New York Knicks stal 2. sætinu með eins stigs sigri á Chicago Bulls, 120-119, í framlengdum leik þar sem Orlando Magic gerði sér lítið fyrir og snýtti Milwaukee Bucks, 113-88. Bucks voru án Giannis Antetokounmpo og það sást. Jalen Brunson skoraði 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Knicks. Philadelphia 76ers endar í 7. sæti og mætir Miami Heat um sæti í úrslitakeppninni. Chicago Bulls mætir Atlanta Hawks sömuleiðis í umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. Stöðuna í Austurdeildinni má sjá hér að neðan. The East standings are set https://t.co/6wbXw6XcyC— NBA (@NBA) April 14, 2024 Í Vestrinu gátu enn þrjú lið endað í 1. sæti en það hefur aldrei áður gerst að þrjú lið séu í þeirri stöðu í lokaumferð deildarkeppninnar. Á endanum var það Oklahoma City Thunder sem stóð uppi sem sigurvegari en liðið flengdi Dallas Mavericks í kvöld, lokatölur 135-86. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2013 sem OKC endar í 1. sæti Austursins. Dallas var þegar fast í 5. sæti og hvíldi sína bestu menn í kvöld. Það gerði OKC líka þegar líða fór á leikinn. Einnig var mikil spenna hvaða lið myndu enda hvar í umspili Vesturdeildar. Liðin sem voru í 7. til 10. sæti fyrir leiki kvöldsins unnu öll sína leiki. Lakers lagði New Orleans Pelicans með 16 stiga mun, 124-108, en Lakers kláraði leikinn svo gott sem í fyrri hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þá endaði LeBron James deildarkeppnina á þrefaldri tvennu: 28 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst. LeBron finds AD with the touch pass for his 15th AST! pic.twitter.com/pHqZ5BKMhL— NBA TV (@NBATV) April 14, 2024 Suns lagði Minnesota Timberwolves, sem var í baráttu um 1. sætið, örugglega - lokatölur 125-106. Bradley Beal skoraði 36 stig, Devin Booker 23 og Kevin Durant 15. Sigurinn lyfti Suns upp í 6. sætið og þar sem Lakers pakkaði Pelicans saman þá er það Pelicans sem fellur niður í umspilið. Þar sem Pelicans endar í 7. sæti og Lakers sæti neðar þá mætast þá að nýju í umspilinu. Nágrannaliðin Kings og Warriors mætast svo í hinum umspilsleiknum en bæði lið enduðu tímabilið með 46 sigra og 36 töp. Hér að neðan má sjá lokastöðuna í Vestrinu og hvernig úrslitakeppnin lítur út að svo stöddu. West postseason seeds are set https://t.co/6K64pjvscp— NBA (@NBA) April 14, 2024
Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina.
Körfubolti NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira