Handbolti

Valur fyrsta lið inn í undan­úr­slit

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Agnar Smári Jónsson var markahæstur í liði Vals með 8 mörk úr 10 skotum.
Agnar Smári Jónsson var markahæstur í liði Vals með 8 mörk úr 10 skotum. Vísir/Hulda Margrét

Valur varð fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Olís deildar karla með tveimur öruggum sigrum gegn Fram. 41-23 í fyrri leik og 24-36 sigur í dag. 

Líkt og í fyrri leik liðanna var Valur skrefinu á undan í dag frá upphafsflauti. Þeir náðu fljótt upp góðri forystu og leiddu með fimm mörkum, 13-18, þegar gengið var til búningsherbergja. 

Þeir héldu svo uppteknum hætti þegar út í seinni hálfleik var komið og unnu að endingu tólf marka sigur, 24-36. 

Valur vann afar öruggan átján marka heimasigur í fyrsta leik, 41-23. 

Sigurinn í dag skýtur þeim því áfram í undanúrslit, þar eftir mun þurfa þrjá sigra til að vinna einvígi. 

Í undanúrslitunum mun Valur annað hvort mæta Aftureldingu eða Stjörnunni. Afturelding leiðir það einvígi 1-0 og annar leikur liðanna fer fram síðar í dag kl. 16:00. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×