„Loksins!“ skrifaði Anton á Instagram-síðu sína eftir að hafa beðið í fimm ár eftir nýju meti í greininni, í 50 metra laug.
Anton synti á 1:00,21 mínútu og bætti met sitt frá því í Suður-Kóreu 2019 um 11/100 úr sekúndu. Hann stefnir svo á gott 200 metra bringusund á morgun, þegar Íslandsmeistaramótinu lýkur í Laugardalslaug.
Anton er eini Íslendingurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í París, nú þegar rúmir þrír mánuðir eru í leikanna, og verður sjötti Íslendingurinn í sögunni til að keppa á fernum Ólympíuleikum.
Unglingamet féllu
Fleira var um afrek í Laugardalslauginni í gær en Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH sló eigið unglingamet og náði lágmarki fyrir EM unglinga sem fram fer í sumar, þegar hann vann 100 metra flugsund á 55,22 sekúndum. Gamla metið var 55,38 sekúndur.
Kvenna sveit Breiðabliks setti nýtt unglingamet í 4x200 metra skriðsundi þegar hún sigraði á 8:35,46. Þær bættu tveggja ára met SH um heilar 16 sekúndur. Sveitina skipuðu þær Nadja Djurovic, Ásdís Steindórsdóttir, Sólveig Freyja Hákonardóttir, Freyja Birkisdóttir.
Þau sem náðu lágmörkum í dag á Evrópumeistaramót unglinga sem fram fer í sumar.
· Guðmundur Leó Rafnsson úr ÍRB í 200 metra baksundi á 2:04,10 mínútum.
· Vala Dís Cicero úr SH 400m skriðsund 4:24.28 og 50m skriðsundi 26,65
·Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH 100m flugsund 55,22
Þau sem náðu inn á Norðurlandameistaramót Æskunnar í dag:
·Magnús Víðir Jónsson úr SH í 400m skriðsundi 4:10,46
·Hólmar Grétarsson úr SH í 400m skriðsundi 4:12,85
·Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðablik 4:31,36
·Ásdís Steindórsdóttir Breiðablik 4:30,74
Íslandsmeistarar dagsins:
Vala Dís Cicero, SH sigraði í 400 metra skriðsundi kvenna
Veigar Hrafn Sigþórsson,SH sigraði í 400 metra skriðsundi karla
Ylfa Lind Kristmannsdóttir, Ármanni sigraði í 50 metra baksundi kvenna
Birnir Freyr Hálfdánarson, SH sigraði í 100m flugsundi
Nadja Djurovic, Breiðabliki sigraði í 200 metra flugsundi kvenna
Guðmundur Leó Rafnsson, ÍRB sigraði í 200m baksundi karla
Eva Margrét Falsdóttir, ÍRB sigraði í 200 metra bringusundi kvenna
Anton Sveinn McKee SH 100m bringusundi
Snæfríður Sól Jórunnardóttir sigraði í 50m skriðsundi kvenna
Einar Margeir Ágústsson sigraði í 50m skriðsundi karla
Kvenna Sveit Breiðabliks sigraði í 4x200m skriðsundi kvenna
Karla Sveit SH 1 sigraði í 4x 200m skriðsundi karla.