Til hamingju, verðsamráð er núna löglegt Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 12. apríl 2024 08:01 Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Biden hefur tekist að styrkja samkeppnisumhverfið í Bandaríkjunum og gera samkeppnismarkaði skilvirkari og sanngjarnari. Þannig verða tækifæri minni og meðalstórra fyrirtækja betri. Forseti Bandaríkjanna veit sem er að samkeppni er heilbrigt fyrirtækjaumhverfi og þjónar hagsmunum fólksins í landinu. Heilbrigð samkeppni er best til þess fallin að stuðla að lægra vöruverði og hún ver hagsmuni smærri fyrirtækja gegn ofríki risanna. Hluti af reglunum sem hann setti snúa að því að efla stöðu bænda með nýjum verkfærum gegn yfirburðastöðu og ofríki sumra afurðastöðva í kjötframleiðslu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu Afstaða forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er hins vegar önnur. Hann ver með kjafti og klóm þá ömurlegu lagasetningu hér á landi að samkeppnisreglur hafi verið teknar úr sambandi gagnvart afurðastöðvum – þvert gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Ríkisstjórnin galopnaði þar með færi stórra fyrirtækja til að eiga með sér víðtækt samráð um verð og framleiðslu. Ríkisstjórnarflokkarnir heimiluðu samvinnu fyrirtækja á markaði sem Alþingi hafði áður talið vinna svo alvarlega gegn hagsmunum almennings að fangelsisrefsing hefur legið við þannig vinnubrögðum. Stjórnin skaðar þar með ekki bara almannahagsmuni heldur gerir algjörlega út af við möguleika bænda til að nýta sér sameiginlegan styrk til að mæta öflugum afurðastöðvum. Korteri áður Þetta gerist korteri eftir að almenningur fékk upplýsingar um víðtækt verðsamráð skipafélaga sem hefur líklega hefur leitt til tugmilljarða tjóns fyrir samfélagið. Það er afleiðing þess þegar samkeppnisreglur eru ekki virtar. Ísland er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni og eina trygging almennings fyrir lægra verðlagi, bættri þjónustu og nýsköpun er virk samkeppni. Lagasetning sem kippir samkeppni úr sambandi getur auðvitað aldrei leitt til annars en að hærra vöruverðs til almennings. Korteri seinna Þessi atlaga ríkisstjórnarinnar að neytendum og heimilum í landinu átti sér stað korteri áður en ríkisstjórnarflokkarnir héldu síðan blaðamannafund þar sem þau sögðu sitt mikilvægasta verkefni núna vera glímuna við að ná niður verðbólgu og háum vöxtum. Þar töluðu þau um mikilvægi stöðugleika fyrir fólkið í landinu. Í ímynduðu landi stöðugleikans renna fjármálaráðherrar að vísu inn og út úr fjármálaráðuneytinu á færibandi. Alls þrír fjármálaráðherrar á síðasta hálfa árinu. Þar fannst stefnufesta stjórnarinnar Nýr forsætisráðherra talar ekki af sérstökum þunga um efnahagsmálin. Í því ljósi er í sjálfu sér skiljanlegt að hann segi skilið við hugmyndafræðina um heilbrigða samkeppni. Á vakt hans sem fjármálaráðherra hefur staða efnahagsmála verið þannig að stýrivextir standa í 9,25%. Það þarf reyndar að leita til stríðshrjáðra landa til að finna sambærilegar tölur. Verðbólga hefur ekki verið nálægt markmiði Seðlabankans í nokkur ár. Verðbólga fór upp í síðustu mælingu en ríkisstjórnin segir að allt sé þetta á réttri leið. Lausn ríkisstjórnarinnar er lagasetning sem dregur úr samkeppni og vinnur þannig gegn baráttunni gegn verðbólgu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu. Og það er lýsandi að þegar kemur að sérhagsmunagæslu þá víla flokkarnir þrír ekki fyrir sér að fara gegn hagsmunum fólksins í landinu. Við sérhagsmunagæslu má loksins finna sjaldséða stefnufestu hjá þessum flokkum þremur. Erindi flokkanna þriggja í ríkisstjórn er þegar allt kemur til alls ekki annað en sérhagsmunagæsla sem við og við er brotin upp með stólaleik ráðherranna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Landbúnaður Alþingi Viðreisn Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Kapítalismi án samkeppni er ekki kapítalismi, heldur arðrán. Þetta eru orð Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Án heilbrigðrar samkeppni kemur ekkert í veg fyrir að verðlag sé keyrt upp og hagsmunir neytenda séu hafðir að engu. Biden hefur tekist að styrkja samkeppnisumhverfið í Bandaríkjunum og gera samkeppnismarkaði skilvirkari og sanngjarnari. Þannig verða tækifæri minni og meðalstórra fyrirtækja betri. Forseti Bandaríkjanna veit sem er að samkeppni er heilbrigt fyrirtækjaumhverfi og þjónar hagsmunum fólksins í landinu. Heilbrigð samkeppni er best til þess fallin að stuðla að lægra vöruverði og hún ver hagsmuni smærri fyrirtækja gegn ofríki risanna. Hluti af reglunum sem hann setti snúa að því að efla stöðu bænda með nýjum verkfærum gegn yfirburðastöðu og ofríki sumra afurðastöðva í kjötframleiðslu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu Afstaða forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er hins vegar önnur. Hann ver með kjafti og klóm þá ömurlegu lagasetningu hér á landi að samkeppnisreglur hafi verið teknar úr sambandi gagnvart afurðastöðvum – þvert gegn hagsmunum bæði neytenda og bænda. Ríkisstjórnin galopnaði þar með færi stórra fyrirtækja til að eiga með sér víðtækt samráð um verð og framleiðslu. Ríkisstjórnarflokkarnir heimiluðu samvinnu fyrirtækja á markaði sem Alþingi hafði áður talið vinna svo alvarlega gegn hagsmunum almennings að fangelsisrefsing hefur legið við þannig vinnubrögðum. Stjórnin skaðar þar með ekki bara almannahagsmuni heldur gerir algjörlega út af við möguleika bænda til að nýta sér sameiginlegan styrk til að mæta öflugum afurðastöðvum. Korteri áður Þetta gerist korteri eftir að almenningur fékk upplýsingar um víðtækt verðsamráð skipafélaga sem hefur líklega hefur leitt til tugmilljarða tjóns fyrir samfélagið. Það er afleiðing þess þegar samkeppnisreglur eru ekki virtar. Ísland er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni og eina trygging almennings fyrir lægra verðlagi, bættri þjónustu og nýsköpun er virk samkeppni. Lagasetning sem kippir samkeppni úr sambandi getur auðvitað aldrei leitt til annars en að hærra vöruverðs til almennings. Korteri seinna Þessi atlaga ríkisstjórnarinnar að neytendum og heimilum í landinu átti sér stað korteri áður en ríkisstjórnarflokkarnir héldu síðan blaðamannafund þar sem þau sögðu sitt mikilvægasta verkefni núna vera glímuna við að ná niður verðbólgu og háum vöxtum. Þar töluðu þau um mikilvægi stöðugleika fyrir fólkið í landinu. Í ímynduðu landi stöðugleikans renna fjármálaráðherrar að vísu inn og út úr fjármálaráðuneytinu á færibandi. Alls þrír fjármálaráðherrar á síðasta hálfa árinu. Þar fannst stefnufesta stjórnarinnar Nýr forsætisráðherra talar ekki af sérstökum þunga um efnahagsmálin. Í því ljósi er í sjálfu sér skiljanlegt að hann segi skilið við hugmyndafræðina um heilbrigða samkeppni. Á vakt hans sem fjármálaráðherra hefur staða efnahagsmála verið þannig að stýrivextir standa í 9,25%. Það þarf reyndar að leita til stríðshrjáðra landa til að finna sambærilegar tölur. Verðbólga hefur ekki verið nálægt markmiði Seðlabankans í nokkur ár. Verðbólga fór upp í síðustu mælingu en ríkisstjórnin segir að allt sé þetta á réttri leið. Lausn ríkisstjórnarinnar er lagasetning sem dregur úr samkeppni og vinnur þannig gegn baráttunni gegn verðbólgu. Atlaga að samkeppni er atlaga að fólkinu. Og það er lýsandi að þegar kemur að sérhagsmunagæslu þá víla flokkarnir þrír ekki fyrir sér að fara gegn hagsmunum fólksins í landinu. Við sérhagsmunagæslu má loksins finna sjaldséða stefnufestu hjá þessum flokkum þremur. Erindi flokkanna þriggja í ríkisstjórn er þegar allt kemur til alls ekki annað en sérhagsmunagæsla sem við og við er brotin upp með stólaleik ráðherranna. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun