Lakers á siglingu og Denver aftur komið í efsta sætið Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 10:45 LeBron James átti góðan leik fyrir Los Angeles Lakers í nótt. Vísir/Getty LeBron James átti góðan leik fyrir Los Angeles Lakers sem er á góðri leið að tryggja sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Þá er Denver Nuggets komið í efsta sæti Vesturdeildar á nýjan leik. Gengi Los Angeles Lakers hefur verið misjafnt á tímabilinu og liðið verið fyrir utan og innan úrslitakeppnislínuna. Í nótt vann liðið þó sinn fjórða sigur í röð þegar liðið keyrði yfir Cleveland Cavaliers 116-97. Sigurinn þýðir að Lakers er nú í 8. sæti deildarinnar og í góðri stöðu að koma sér í umspil fyrir úrslitakeppnina. Þá munar ekki miklu á liðinu og Phoenix Suns sem er 6. sæti en það er síðasta örugga sætið í úrslitakeppnina sjálfa. D´Angelo Russell var stigahæstur með 28 stig og LeBron bætti við 24 stigum auk þess að gefa 12 stoðsendingar. The Lakers' trio of LeBron, AD, and DLo led the charge in LA's 4th-straight win as they now move into 8th in the West standings!LeBron: 24 PTS, 12 AST, 5 REBAD: 22 PTS, 13 REB, 6 BLKDLo: 28 PTS, 5 REB, 6 3PM pic.twitter.com/Ei8h7egrQq— NBA (@NBA) April 6, 2024 Meistarar Denver Nuggets lyftu sér upp í efsta sæti Vesturdeildarinnar á nýjan leik með öruggum sigri á Atlanta Hawks. Nikola Jokic var með þrefalda tvennu en hann skoraði 19 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Denver er í harðri baráttu við Minnesota Timberwolves um efsta sæti vestursins. Joel Embiid skoraði 30 stig og tók 12 fráköst þrátt fyrir að leika aðeins tuttugu og þrjár mínútur í 116-96 sigri Philadelphia 76´ers á Memphis Grizzlies. Treyja Marc Gasol var hengd upp í rjáfur á heimavelli Memphis fyrir leikinn en hann lék með liðinu í ellefu tímabil og kom liðinu meðal annars í úrslit Vesturdeildarinnar árið 2013. Marc Gasol watches his jersey get lifted into the rafters in Memphis pic.twitter.com/1wWf2UzNjR— NBA (@NBA) April 7, 2024 Grizzlies fer þó ekki í úrslitakeppnina í ár en 76´ers fer líklega í umspil um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar en gæti laumað sér upp í öruggt sæti með góðum úrslitum í lokaumferðunum. Úrslitin í nótt: Los Angeles Lakers 116-97New Jersey Nets - Detroit Pistons 113-103Memphis Grizzlies - Philadelphia 76´ers 96-116Denver Nuggets - Atlanta Hawks 142-110 NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Gengi Los Angeles Lakers hefur verið misjafnt á tímabilinu og liðið verið fyrir utan og innan úrslitakeppnislínuna. Í nótt vann liðið þó sinn fjórða sigur í röð þegar liðið keyrði yfir Cleveland Cavaliers 116-97. Sigurinn þýðir að Lakers er nú í 8. sæti deildarinnar og í góðri stöðu að koma sér í umspil fyrir úrslitakeppnina. Þá munar ekki miklu á liðinu og Phoenix Suns sem er 6. sæti en það er síðasta örugga sætið í úrslitakeppnina sjálfa. D´Angelo Russell var stigahæstur með 28 stig og LeBron bætti við 24 stigum auk þess að gefa 12 stoðsendingar. The Lakers' trio of LeBron, AD, and DLo led the charge in LA's 4th-straight win as they now move into 8th in the West standings!LeBron: 24 PTS, 12 AST, 5 REBAD: 22 PTS, 13 REB, 6 BLKDLo: 28 PTS, 5 REB, 6 3PM pic.twitter.com/Ei8h7egrQq— NBA (@NBA) April 6, 2024 Meistarar Denver Nuggets lyftu sér upp í efsta sæti Vesturdeildarinnar á nýjan leik með öruggum sigri á Atlanta Hawks. Nikola Jokic var með þrefalda tvennu en hann skoraði 19 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Denver er í harðri baráttu við Minnesota Timberwolves um efsta sæti vestursins. Joel Embiid skoraði 30 stig og tók 12 fráköst þrátt fyrir að leika aðeins tuttugu og þrjár mínútur í 116-96 sigri Philadelphia 76´ers á Memphis Grizzlies. Treyja Marc Gasol var hengd upp í rjáfur á heimavelli Memphis fyrir leikinn en hann lék með liðinu í ellefu tímabil og kom liðinu meðal annars í úrslit Vesturdeildarinnar árið 2013. Marc Gasol watches his jersey get lifted into the rafters in Memphis pic.twitter.com/1wWf2UzNjR— NBA (@NBA) April 7, 2024 Grizzlies fer þó ekki í úrslitakeppnina í ár en 76´ers fer líklega í umspil um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar en gæti laumað sér upp í öruggt sæti með góðum úrslitum í lokaumferðunum. Úrslitin í nótt: Los Angeles Lakers 116-97New Jersey Nets - Detroit Pistons 113-103Memphis Grizzlies - Philadelphia 76´ers 96-116Denver Nuggets - Atlanta Hawks 142-110
Los Angeles Lakers 116-97New Jersey Nets - Detroit Pistons 113-103Memphis Grizzlies - Philadelphia 76´ers 96-116Denver Nuggets - Atlanta Hawks 142-110
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira