Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Þór Stefánsson skrifar 4. apríl 2024 23:15 „Ef það er eitthvað sem getur sett hana úr jafnvægi og truflað þessa ímynd þá er það þegar hún er borin saman við Jón Gnarr,“ segir Andrés Jónsson um forsetalega ímynd Katrínar Jakobsdóttur. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi Andrés um forsetakapallinn sem nú er í fullum gangi, ásamt Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni og fyrrverandi alþingismanni og Ólafi Þ. Harðarsyni prófessor emeritus í stjórnmálafræði. „Það sem var áhugavert með Jón Gnarr og hans ávarp er að hann ætlar sér greinilega að gera þetta af alvöru. Vegna þess að ávarpið talaði ekkert til unga fólksins eða þeirra sem eru hefðbundnir aðdáendur Jóns Gnarr. Hann var ekki með neina kerskni eða kímni í þessu," sagði Andrés um ávarp Jóns, þar sem hann kynnti forsetaframboð sitt. „Þetta ávarp snerist um það að taka af honum trúðsímyndina og segja: „Heyrðu, ég get verið stofuhæfur á Bessastöðum. Ég get líka verið forseti ykkar sem finnst ég vera of mikil fígúra.“ Hann er að reyna að færa sig, og breikka sig fyrst, svo held ég að hann verði með sína styrkleika í sjónvarpssal og á samfélagsmiðlum.“ Helga Vala tók undir þessi orð Andrésar. „Ávarpið hans kom mér á óvart. Hann sýndi mikla mennsku og hlýju. Hann sýndi virðingu fyrir embættinu án þess að maður fengi það á tilfinninguna að hann væri eitthvað að grínast með það. Mér fannst þetta bara svolítið flott hjá honum.“ Hún segir greinilegt að ávarpið hafi verið úthugsað og minnist á að sér hafi fundist smart að taka myndbandið upp í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Þá hafi Helga heyrt frá fólki sem hafi unnið með Jóni segja að hann megi aldrei vanmeta. „Þegar farið er aðeins út fyrir menntaða kjarnann þá bara talar hann beint inn í hjartað á fólki. Við skulum spyrja að leikslokum.“ Andrés minnist þá, líkt og áður segir, á veikleika ofurhetjunnar Súperman, sem er kryptónít. Hann veltir fyrir sér hvort Jón sé mögulega kryptónít Katrínar. „Katrín er með þessa fullkomnu forsetaímynd. Við erum frá því að við kynntumst henni getað mátað hana við Bessastaði. Ef það er eitthvað sem getur sett hana úr jafnvægi og truflað þessa ímynd þá er það þegar hún er borin saman við Jón Gnarr,“ segir Andrés. „Ég held að hún hafi ekkert endilega fagnað því að hann hafi komið fram. En ég held nú samt að hún sé auðvitað sigurstranglegri.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón komin með 1.500 meðmælendur Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr eru einu forsetaframbjóðendurnir sem komnir eru með tilskilinn fjölda meðmælenda, eftir því sem næst verður komist. 4. apríl 2024 10:52 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag, en þar ræddi Andrés um forsetakapallinn sem nú er í fullum gangi, ásamt Helgu Völu Helgadóttur, lögmanni og fyrrverandi alþingismanni og Ólafi Þ. Harðarsyni prófessor emeritus í stjórnmálafræði. „Það sem var áhugavert með Jón Gnarr og hans ávarp er að hann ætlar sér greinilega að gera þetta af alvöru. Vegna þess að ávarpið talaði ekkert til unga fólksins eða þeirra sem eru hefðbundnir aðdáendur Jóns Gnarr. Hann var ekki með neina kerskni eða kímni í þessu," sagði Andrés um ávarp Jóns, þar sem hann kynnti forsetaframboð sitt. „Þetta ávarp snerist um það að taka af honum trúðsímyndina og segja: „Heyrðu, ég get verið stofuhæfur á Bessastöðum. Ég get líka verið forseti ykkar sem finnst ég vera of mikil fígúra.“ Hann er að reyna að færa sig, og breikka sig fyrst, svo held ég að hann verði með sína styrkleika í sjónvarpssal og á samfélagsmiðlum.“ Helga Vala tók undir þessi orð Andrésar. „Ávarpið hans kom mér á óvart. Hann sýndi mikla mennsku og hlýju. Hann sýndi virðingu fyrir embættinu án þess að maður fengi það á tilfinninguna að hann væri eitthvað að grínast með það. Mér fannst þetta bara svolítið flott hjá honum.“ Hún segir greinilegt að ávarpið hafi verið úthugsað og minnist á að sér hafi fundist smart að taka myndbandið upp í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Þá hafi Helga heyrt frá fólki sem hafi unnið með Jóni segja að hann megi aldrei vanmeta. „Þegar farið er aðeins út fyrir menntaða kjarnann þá bara talar hann beint inn í hjartað á fólki. Við skulum spyrja að leikslokum.“ Andrés minnist þá, líkt og áður segir, á veikleika ofurhetjunnar Súperman, sem er kryptónít. Hann veltir fyrir sér hvort Jón sé mögulega kryptónít Katrínar. „Katrín er með þessa fullkomnu forsetaímynd. Við erum frá því að við kynntumst henni getað mátað hana við Bessastaði. Ef það er eitthvað sem getur sett hana úr jafnvægi og truflað þessa ímynd þá er það þegar hún er borin saman við Jón Gnarr,“ segir Andrés. „Ég held að hún hafi ekkert endilega fagnað því að hann hafi komið fram. En ég held nú samt að hún sé auðvitað sigurstranglegri.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Tengdar fréttir „Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07 Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32 Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón komin með 1.500 meðmælendur Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr eru einu forsetaframbjóðendurnir sem komnir eru með tilskilinn fjölda meðmælenda, eftir því sem næst verður komist. 4. apríl 2024 10:52 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
„Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4. apríl 2024 15:07
Undarleg sviðsmynd hlyti Katrín ekki brautargengi og sneri aftur sem forsætisráðherra Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir að það yrði allt óvanalegt við það ef Katrín Jakobsdóttir færi í framboð til embættis forseta Íslands. Þá gæti myndast snúin staða ef Katrín næði ekki kjörin og myndi ákveða að snúa aftur í forsætisráðuneytið undir forseta sem hún hafi verið í baráttu við um embættið. 3. apríl 2024 19:32
Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón komin með 1.500 meðmælendur Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr eru einu forsetaframbjóðendurnir sem komnir eru með tilskilinn fjölda meðmælenda, eftir því sem næst verður komist. 4. apríl 2024 10:52