Maður í manns stað Íris E. Gísladóttir skrifar 3. apríl 2024 17:01 Landinn situr nú og bíður átekta vegna mögulegra framboða í forsetaembættið. Aldrei hafa verið fleiri bendlaðir við framboð og ýmsir nafntogaðir einstaklingar þar á meðal. Stærsta spurningin er þó hvort forsætisráðherra muni gefa kost á sér. Framboð sem að margra mati myndi fella ríkisstjórnina og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Enda keppast ýmsir spegúlantar um upphrópanir um slíkt. Það sem verra er að það setur stjórn landsins í ákveðið uppnám. Óljóst er hvort sú vinna sem hefur verið lögð í ýmis mál sem unnið hefur verið að í ráðuneytunum muni nokkurn tíma skila sér. Enda margt annað sem gerist þegar ríkisstjórn fellur en að stjórnmálamenn haldi í kosningar. Stjórn þessa lands situr ekki aðeins á fárra manna höndum. Inn í hverju ráðuneyti vinna tugir starfsmanna hörðum höndum á hverjum degi við mál sem snerta okkur eða einhverja þætti lífs okkar. Í hvert sinn sem tími ríkisstjórnar er á enda og ný tekur við fer af stað ferli sem setur mörg þessara verkefna á ís. Enda ekki ljóst hvert skal halda með mörg verkefni þar sem stefna nýrra valdhafa er oft þver öfug við þá fyrri. Að mörgu leyti má líkja þessu ferli saman við þegar nýr forstjóri tekur við í fyrirtæki. Líkt og í tilfelli forstjóra hjá fyrirtækjum getur ráðherra ekki hafist handa við árangursríka vinnu á fyrsta degi. Það getur tekið vikur og stundum mánuði að setja sig inn í mál og fá svo starfsmenn til að spila með og vinna í sameiningu að nýjum markmiðum. Þetta ferli kostar ríkið gífurlegar fjárhæðir í hvert sinn auk þess sem mörg mál sitja á hakanum eða daga uppi. Því er frekar óábyrgt að fólk keppist um að koma umræðu af stað að ríkisstjórnin falli ákveði einn einstaklingur að fara í framboð. Á Íslandi er ekki persónukjör. Við kjósum flokka sem gefa út framboðslista sem á þurfa að vera að minnsta kosti tvöfaldur fjöldi þeirra þingsæta sem boði eru. Þannig eru á framboðslistum hvers flokks samtals ríflega 120 einstaklingar hverju sinni. Þó svo kjörnir fulltrúar virðist í umræðunni vera þeir einu sem hlutu kosningar þá var það í raun listinn í heild sem kosinn var. Maður hlýtur að geta komið í manns hér, líkt og annars staðar. Afhverju ætti þá stjórn landsins að fara út um þúfur víki ein manneskja frá? Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Landinn situr nú og bíður átekta vegna mögulegra framboða í forsetaembættið. Aldrei hafa verið fleiri bendlaðir við framboð og ýmsir nafntogaðir einstaklingar þar á meðal. Stærsta spurningin er þó hvort forsætisráðherra muni gefa kost á sér. Framboð sem að margra mati myndi fella ríkisstjórnina og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Enda keppast ýmsir spegúlantar um upphrópanir um slíkt. Það sem verra er að það setur stjórn landsins í ákveðið uppnám. Óljóst er hvort sú vinna sem hefur verið lögð í ýmis mál sem unnið hefur verið að í ráðuneytunum muni nokkurn tíma skila sér. Enda margt annað sem gerist þegar ríkisstjórn fellur en að stjórnmálamenn haldi í kosningar. Stjórn þessa lands situr ekki aðeins á fárra manna höndum. Inn í hverju ráðuneyti vinna tugir starfsmanna hörðum höndum á hverjum degi við mál sem snerta okkur eða einhverja þætti lífs okkar. Í hvert sinn sem tími ríkisstjórnar er á enda og ný tekur við fer af stað ferli sem setur mörg þessara verkefna á ís. Enda ekki ljóst hvert skal halda með mörg verkefni þar sem stefna nýrra valdhafa er oft þver öfug við þá fyrri. Að mörgu leyti má líkja þessu ferli saman við þegar nýr forstjóri tekur við í fyrirtæki. Líkt og í tilfelli forstjóra hjá fyrirtækjum getur ráðherra ekki hafist handa við árangursríka vinnu á fyrsta degi. Það getur tekið vikur og stundum mánuði að setja sig inn í mál og fá svo starfsmenn til að spila með og vinna í sameiningu að nýjum markmiðum. Þetta ferli kostar ríkið gífurlegar fjárhæðir í hvert sinn auk þess sem mörg mál sitja á hakanum eða daga uppi. Því er frekar óábyrgt að fólk keppist um að koma umræðu af stað að ríkisstjórnin falli ákveði einn einstaklingur að fara í framboð. Á Íslandi er ekki persónukjör. Við kjósum flokka sem gefa út framboðslista sem á þurfa að vera að minnsta kosti tvöfaldur fjöldi þeirra þingsæta sem boði eru. Þannig eru á framboðslistum hvers flokks samtals ríflega 120 einstaklingar hverju sinni. Þó svo kjörnir fulltrúar virðist í umræðunni vera þeir einu sem hlutu kosningar þá var það í raun listinn í heild sem kosinn var. Maður hlýtur að geta komið í manns hér, líkt og annars staðar. Afhverju ætti þá stjórn landsins að fara út um þúfur víki ein manneskja frá? Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar