Lífið

Freaks and Geeks-leikarinn Joe Flaherty látinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Flaherty árið 2000.
Flaherty árið 2000. EPA

Bandaríski leikarinn og handritshöfundurinn Joe Flaherty er látinn. Hann varð 82 ára.

Flaherty var þekktastur fyrir leik sinn í sjóvarpsþáttunum Freaks and Geeks og bíómyndunum Back to the Future Part II og Happy Gilmore. Þá var hann einn höfunda kanadísku sketsaþáttanna SCTV, sem sýndir voru á árunum 1976 til 1984.

Hann var að auki þekktur fyrir eftirhermur sínar, þar á meðal á söngvaranum Art Garfunkel, Bandaríkjaforsetanum Richard Nixon og leikaranum Alan Alda.

Í tilkynningu frá Gudrunu Flaherty, dóttur Joe Flaherty, segir að hann hafi látist í gær eftir skammvinn veikindi. 

Adam Sandler, sem leikstýrði bíómyndinni Happy Gilmore, minntist Flaherty í Instagram færslu í dag. „Indælasti maður sem ég þekkti. Snillingur í gríni. Og algjört yndi. Frábær samsetning,“ skrifar Sandler meðal annars á Instagram. 

Ítarlega umfjöllun um ævistörf Flaherty má nálgast á vef The Guardian.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×