„Ekkert leyndarmál að við ætlum að reyna við þann stóra“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 27. mars 2024 22:00 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir í leik kvöldsins í Höllinni Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík lagði Hauka með þrettán stiga mun 84-71 þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Þjálfari sigurliðsins var að vonum ánægður. „Ég er virkilega glaður að ná í sigur á heimavelli í dag og ánægður með frammistöðuna á löngum köflum.“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sáttur eftir leikinn í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og var búið að sækja gott forskot áður en Haukar rönkuðu við sér og náðu frábæru áhlaupi sem gerðu þetta að leik. „Ég átti von á hörku leik á móti flottu Haukaliði með tvo frábæra bakverði í Keiru og Tinnu. Við lögðum mikið upp með að stoppa þessar tvær en auðvitað náðu þær áhlaupi hérna undir lok annars leikhluta eftir að við vorum komnar sextán stigum yfir. Við gerum vel og við svörum því í lok þegar við setjum hérna góðan þrist í lok fyrri hálfleiks eftir góða bolta hreyfingu. Svo fannst mér við hafa stjórnina svona nokkurn veginn allan seinni hálfleikinn og ég hrósaði mínum leikmönnum fyrir það. Þær gerðu það sem ég var að biðja þær um, þær framkvæmdu svona 90% af því sem að ég var að biðja þær um og ég fer ekki fram á meira.“ Gerir miklar kröfur Þrátt fyrir að Njarðvík leiddi allan leikinn og voru alltaf skrefinu á undan Haukum mátti sjá pirring hjá Rúnari Inga í leikhléum í síðari hálfleik þar sem hann var ekki sáttur með sitt lið. „Við erum ekki búnar að vera góðar. Við höfum átt betri leiki heldur en svona undanfarið og það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur að reyna vinna þann stóra og við erum að undirbúa okkur fyrir það. Hvort sem að það séu tvö stig í þessum leik þá tek ég þeim fagnandi og allt það en það eru atriði sem ég þarf að fara fram á við mína leikmenn að við getum haldið út í 40 mínútur að framkvæma það sem við ætlum að framkvæma og það er það sem ég var ekki sáttur við í seinni hálfleik. Þessi tíu prósent.“ „Ef að við ætlum að vinna besta liðið í deildinni þá þurfum við að geta gert þetta í 100% í 40 mínútur, þannig vinnum við. Við sáum það bara fyrir viku síðan að þá steinliggjum við og þá erum við að klikka á þessum smáatriðum. Ég er að gera það sem ég get gert með gott lið í höndunum til þess að ýta þeim áfram svo þær geti framkvæmt þessa hluti í 40 mínútur og komið okkur nær því að sigra besta liðið.“ Njarðvík mætir einmitt nágrönnum sínum í Keflavík í lokaumferð deildarkeppninnar í næstu viku áður en úrslitakeppnin byrjar. „Alltaf spenna fyrir þessa leiki. Við erum búnar að spila oft við þær og núna þriðji leikurinn á stuttum tíma. Úrslitakeppnin er byrjuð og við þurfum að fara stilla þessa strengi sem að þarf að hafa á hreinu í úrslitakeppninni þannig við munum undirbúa okkur eins og við séum að fara inn í play off leik. Við förum alltaf bara til að vinna en við þurfum að vera tilbúnar að framkvæma öll litlu smáatriðin og gera alla ótrúlega erfiðu hlutina í 40 mínútur en ekki bara í 25 og það er markmiðið fyrir næstu viku. Við nýtum vikuna og páskana vel til að undirbúa okkur fyrir alvöru baráttu og stríð í næstu viku.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
„Ég er virkilega glaður að ná í sigur á heimavelli í dag og ánægður með frammistöðuna á löngum köflum.“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur sáttur eftir leikinn í kvöld. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti og var búið að sækja gott forskot áður en Haukar rönkuðu við sér og náðu frábæru áhlaupi sem gerðu þetta að leik. „Ég átti von á hörku leik á móti flottu Haukaliði með tvo frábæra bakverði í Keiru og Tinnu. Við lögðum mikið upp með að stoppa þessar tvær en auðvitað náðu þær áhlaupi hérna undir lok annars leikhluta eftir að við vorum komnar sextán stigum yfir. Við gerum vel og við svörum því í lok þegar við setjum hérna góðan þrist í lok fyrri hálfleiks eftir góða bolta hreyfingu. Svo fannst mér við hafa stjórnina svona nokkurn veginn allan seinni hálfleikinn og ég hrósaði mínum leikmönnum fyrir það. Þær gerðu það sem ég var að biðja þær um, þær framkvæmdu svona 90% af því sem að ég var að biðja þær um og ég fer ekki fram á meira.“ Gerir miklar kröfur Þrátt fyrir að Njarðvík leiddi allan leikinn og voru alltaf skrefinu á undan Haukum mátti sjá pirring hjá Rúnari Inga í leikhléum í síðari hálfleik þar sem hann var ekki sáttur með sitt lið. „Við erum ekki búnar að vera góðar. Við höfum átt betri leiki heldur en svona undanfarið og það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur að reyna vinna þann stóra og við erum að undirbúa okkur fyrir það. Hvort sem að það séu tvö stig í þessum leik þá tek ég þeim fagnandi og allt það en það eru atriði sem ég þarf að fara fram á við mína leikmenn að við getum haldið út í 40 mínútur að framkvæma það sem við ætlum að framkvæma og það er það sem ég var ekki sáttur við í seinni hálfleik. Þessi tíu prósent.“ „Ef að við ætlum að vinna besta liðið í deildinni þá þurfum við að geta gert þetta í 100% í 40 mínútur, þannig vinnum við. Við sáum það bara fyrir viku síðan að þá steinliggjum við og þá erum við að klikka á þessum smáatriðum. Ég er að gera það sem ég get gert með gott lið í höndunum til þess að ýta þeim áfram svo þær geti framkvæmt þessa hluti í 40 mínútur og komið okkur nær því að sigra besta liðið.“ Njarðvík mætir einmitt nágrönnum sínum í Keflavík í lokaumferð deildarkeppninnar í næstu viku áður en úrslitakeppnin byrjar. „Alltaf spenna fyrir þessa leiki. Við erum búnar að spila oft við þær og núna þriðji leikurinn á stuttum tíma. Úrslitakeppnin er byrjuð og við þurfum að fara stilla þessa strengi sem að þarf að hafa á hreinu í úrslitakeppninni þannig við munum undirbúa okkur eins og við séum að fara inn í play off leik. Við förum alltaf bara til að vinna en við þurfum að vera tilbúnar að framkvæma öll litlu smáatriðin og gera alla ótrúlega erfiðu hlutina í 40 mínútur en ekki bara í 25 og það er markmiðið fyrir næstu viku. Við nýtum vikuna og páskana vel til að undirbúa okkur fyrir alvöru baráttu og stríð í næstu viku.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira