Fyrirgefðu mér mín kæra Harpa Sævar Helgi Lárusson skrifar 26. mars 2024 11:00 Mér þykir það leitt en um daginn leyfði ég mér að fara á bílnum á tónleika hjá þér mín kæra Harpa. Ég er nú ekki neitt voðalega mikið í svona, hvað kallar unga fólkið það, snjallsímar sko, já. En ég hélt að ég gæti nú alveg klórað mig frammúr því að greiða fyrir stæðið. Þetta hefur nú alltaf tekist hjá mér á Keflavíkurflugvelli, stundum dáldið erfið að fá hliðið til að opnast þegar ég kem heim, en greiðslan hefur alltaf gengið hjá mér þar og ég hef aldrei fengið sekt. Þeir eru víst búnir að taka hliðin burt og guði sé lof fyrir það. En allaveganna, þá kom ég keyrandi niður í kjallarann hjá þér og fann þetta fína stæði, dáldið erfitt að átta sig á hvar stæðin liggja, ég sé línurnar svo illa hjá ykkur, en ég er búinn að panta tíma hjá augnlækni. Já, hvar var ég. Ég opna appið, þú veist, það stendur hvaða app á að nota á miðum upp á vegg hjá ykkur, borga og skelli mér á tónleikana. Þeir voru alveg frábærir, en ég var ekki alveg að gera það sem ég veit núna að ég átti að gera. Mín mistök voru að ég fylgdist ekki með að ég væri að gera allt rétt. Greiðslan fór út af kortinu. Hélt að ég hefði gert allt rétt og, já, þú veist, spáði ekkert meira í þessu. Fór bara heim og horfði á Gísla Martein á tímaflakkinu. Svona eins og við miðaldra fólkið gerum. Eitt veit ég eftir þetta allt saman, ég veit ekki neitt þannig séð. Fyrirgefðu. Ég er að reyna að vera meira inn í hlutum, Gunni frændi, hann er nokkuð klár. Hann er kerfisfræðingur og mjög góður á tölvur og svona. Hann er búinn að lofa mér að kenna mér á appið. Það eru víst einhverjir fídusar sem hann segir að geti komið í veg fyrir svona misskilning. En ég veit ekkert um það, en hann ætlar að kenna mér. Svo gerði ég önnur mistök, ég varð reiður þegar þið settuð kröfu í heimabankann frá einhverju óþekktu fyrirtæki fyrir að hafa ekki greitt fyrir bílastæðið. Ég fékk enga skýringu eða nótu en það er víst bara gamaldags, eða svo segir Gunni frændi. Ég náttúrulega bara fattaði ekki að ég greiddi ekki fyrir „þetta“ stæði, ég greiddi víst fyrir eitthvað allt annað stæði. Ég lofa að reyna að læra þetta. Það er hvaða stæði ég á að greiða fyrir. Er eitthvað námskeið sem ég get tekið, veistu það? Kannski hjá Endurmenntun. Ég hef tekið námskeið hjá þeim og það hefur alltaf hjálpað mér að skilja hlutina betur. Svo fæ ég styrk hjá verkalýðsfélaginu sem er flott. Ég biðst líka afsökunar á að hafa orðið reiður fyrir að hafa ekki greitt fyrir tvö stæði þegar ég óvart keyrði inn á annað bílastæði á leiðinni út sem einhver annar rekstraraðli er með þarna í kjallaranum hjá þér, en þú veist, sjónin er farin að versna hjá mér. Ég á tíma hjá augnlækni í september, fyrsti tíminn sem ég fékk, en ég lofa að koma ekki aftur fyrr en ég er búinn að fá ný gleraugu. Svo ég sjái nú hvar ég má keyra og hvar ekki án þess að fá sekt. En mér finnst óþægilegt að fá sekt. Ég vill standa mína plikt gagnvart guði og mönnum. Kemst í uppnám þegar ég er skammaður. Þar liggur minn feill, ég reiðist þegar mér finnst á mér troðist, þegar aðrir eru ósanngjarnir og að reyna að plata mig. En ég veit það núna, ég var bara ekki búinn að kynna mér ykkar skipulag nógu vel. Ég biðst innilegrar afsökunar á hafa sakað ykkur um ósanngirni, ég meina það, sorrý. Næst þegar ég kem skal ég vera búinn að læra þetta. Höfundur er sorrý. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Bílastæði Harpa Reykjavík Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Sjá meira
Mér þykir það leitt en um daginn leyfði ég mér að fara á bílnum á tónleika hjá þér mín kæra Harpa. Ég er nú ekki neitt voðalega mikið í svona, hvað kallar unga fólkið það, snjallsímar sko, já. En ég hélt að ég gæti nú alveg klórað mig frammúr því að greiða fyrir stæðið. Þetta hefur nú alltaf tekist hjá mér á Keflavíkurflugvelli, stundum dáldið erfið að fá hliðið til að opnast þegar ég kem heim, en greiðslan hefur alltaf gengið hjá mér þar og ég hef aldrei fengið sekt. Þeir eru víst búnir að taka hliðin burt og guði sé lof fyrir það. En allaveganna, þá kom ég keyrandi niður í kjallarann hjá þér og fann þetta fína stæði, dáldið erfitt að átta sig á hvar stæðin liggja, ég sé línurnar svo illa hjá ykkur, en ég er búinn að panta tíma hjá augnlækni. Já, hvar var ég. Ég opna appið, þú veist, það stendur hvaða app á að nota á miðum upp á vegg hjá ykkur, borga og skelli mér á tónleikana. Þeir voru alveg frábærir, en ég var ekki alveg að gera það sem ég veit núna að ég átti að gera. Mín mistök voru að ég fylgdist ekki með að ég væri að gera allt rétt. Greiðslan fór út af kortinu. Hélt að ég hefði gert allt rétt og, já, þú veist, spáði ekkert meira í þessu. Fór bara heim og horfði á Gísla Martein á tímaflakkinu. Svona eins og við miðaldra fólkið gerum. Eitt veit ég eftir þetta allt saman, ég veit ekki neitt þannig séð. Fyrirgefðu. Ég er að reyna að vera meira inn í hlutum, Gunni frændi, hann er nokkuð klár. Hann er kerfisfræðingur og mjög góður á tölvur og svona. Hann er búinn að lofa mér að kenna mér á appið. Það eru víst einhverjir fídusar sem hann segir að geti komið í veg fyrir svona misskilning. En ég veit ekkert um það, en hann ætlar að kenna mér. Svo gerði ég önnur mistök, ég varð reiður þegar þið settuð kröfu í heimabankann frá einhverju óþekktu fyrirtæki fyrir að hafa ekki greitt fyrir bílastæðið. Ég fékk enga skýringu eða nótu en það er víst bara gamaldags, eða svo segir Gunni frændi. Ég náttúrulega bara fattaði ekki að ég greiddi ekki fyrir „þetta“ stæði, ég greiddi víst fyrir eitthvað allt annað stæði. Ég lofa að reyna að læra þetta. Það er hvaða stæði ég á að greiða fyrir. Er eitthvað námskeið sem ég get tekið, veistu það? Kannski hjá Endurmenntun. Ég hef tekið námskeið hjá þeim og það hefur alltaf hjálpað mér að skilja hlutina betur. Svo fæ ég styrk hjá verkalýðsfélaginu sem er flott. Ég biðst líka afsökunar á að hafa orðið reiður fyrir að hafa ekki greitt fyrir tvö stæði þegar ég óvart keyrði inn á annað bílastæði á leiðinni út sem einhver annar rekstraraðli er með þarna í kjallaranum hjá þér, en þú veist, sjónin er farin að versna hjá mér. Ég á tíma hjá augnlækni í september, fyrsti tíminn sem ég fékk, en ég lofa að koma ekki aftur fyrr en ég er búinn að fá ný gleraugu. Svo ég sjái nú hvar ég má keyra og hvar ekki án þess að fá sekt. En mér finnst óþægilegt að fá sekt. Ég vill standa mína plikt gagnvart guði og mönnum. Kemst í uppnám þegar ég er skammaður. Þar liggur minn feill, ég reiðist þegar mér finnst á mér troðist, þegar aðrir eru ósanngjarnir og að reyna að plata mig. En ég veit það núna, ég var bara ekki búinn að kynna mér ykkar skipulag nógu vel. Ég biðst innilegrar afsökunar á hafa sakað ykkur um ósanngirni, ég meina það, sorrý. Næst þegar ég kem skal ég vera búinn að læra þetta. Höfundur er sorrý.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun