Boston heldur flugi og Oklahoma á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2024 11:30 Jaylen Brown fór á kostum í Detroit-borg í gærkvöld. AP/Paul Sancya Leikmenn Boston Celtics virðast ætla að fara á miklu flugi inn í úrslitakeppni NBA-deildarinnar, sem nú fer að styttast í, en þeir unnu sinn áttunda sigur í röð í nótt þegar þeir lögðu Detroit Pistons að velli, 129-102. Jaylen Brown var í aðalhlutverki hjá Boston og skoraði 33 stig en þetta er í sjötta sinn frá því um stjörnuleiks-helgina í febrúar sem hann skorar yfir 30 stig. Payton Pritchard skoraði 20. Boston er langefst í austurdeildinni með 56 sigra, ellefu fleiri en Milwaukee Bucks, og sigurhlutfall Boston-manna er raunar einnig mikið betra en hjá bestu liðum vesturdeildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað 14 leikjum nú þegar að á 12 leiki eftir fram að úrslitakeppninni í næsta mánuði. Detroit er hins vegar á botninum með aðeins 12 sigra. Á toppi vesturdeildarinnar komst lið Oklahoma City Thunder upp fyrir ríkjandi meistara Denver Nuggets með því að leggja Toronto Raptors að velli, 123-103. Toppbaráttan í vesturdeildinni er hnífjöfn en Oklahoma er efst með 49 sigra og 20 töp, Denver er með 49/21 og og Minnesota Timberwolves með 48/22. Lakers og Pacers með sigra Anthony Davis skoraði 23 stig og LeBron James 20, þar af 11 í lokaleikhlutanum, þegar Los Angeles Lakers unnu Philadelphia 76ers 101-94. Indiana Pacers unnu útisigur á Golden State Warriors, 123-111, í San Francisco, þar sem Tyrese Haliburton skoraði 26 og Pascal Siakam 25 fyrir Pacers, en Stephen Curry 25 fyrir Warriors. Eins og staðan er núna eru Lakers og Warriors í 9. og 10. sæti vesturdeildar, á leið í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Pacers eru hins vegar í 6. sæti austurdeildar og sleppa við umspilið ef þeir halda því en 76ers eru í 8. sæti. Wembanyama frábær í sáru tapi Þá tryggði Jaren Jackson Jr liði Memphis Grizzlies 99-97 sigur gegn San Antonio Spurs á síðustu sekúndu. Victor Wembanyama skoraði 31 stig fyrir Spurs, tók 16 fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal boltanum tvisvar og varði þrjú skot en það dugði ekki til. Spurs eru langneðstir í vesturdeildinni með aðeins 15 sigra en Grizzlies í 13. sæti með 24 sigra. NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Jaylen Brown var í aðalhlutverki hjá Boston og skoraði 33 stig en þetta er í sjötta sinn frá því um stjörnuleiks-helgina í febrúar sem hann skorar yfir 30 stig. Payton Pritchard skoraði 20. Boston er langefst í austurdeildinni með 56 sigra, ellefu fleiri en Milwaukee Bucks, og sigurhlutfall Boston-manna er raunar einnig mikið betra en hjá bestu liðum vesturdeildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað 14 leikjum nú þegar að á 12 leiki eftir fram að úrslitakeppninni í næsta mánuði. Detroit er hins vegar á botninum með aðeins 12 sigra. Á toppi vesturdeildarinnar komst lið Oklahoma City Thunder upp fyrir ríkjandi meistara Denver Nuggets með því að leggja Toronto Raptors að velli, 123-103. Toppbaráttan í vesturdeildinni er hnífjöfn en Oklahoma er efst með 49 sigra og 20 töp, Denver er með 49/21 og og Minnesota Timberwolves með 48/22. Lakers og Pacers með sigra Anthony Davis skoraði 23 stig og LeBron James 20, þar af 11 í lokaleikhlutanum, þegar Los Angeles Lakers unnu Philadelphia 76ers 101-94. Indiana Pacers unnu útisigur á Golden State Warriors, 123-111, í San Francisco, þar sem Tyrese Haliburton skoraði 26 og Pascal Siakam 25 fyrir Pacers, en Stephen Curry 25 fyrir Warriors. Eins og staðan er núna eru Lakers og Warriors í 9. og 10. sæti vesturdeildar, á leið í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Pacers eru hins vegar í 6. sæti austurdeildar og sleppa við umspilið ef þeir halda því en 76ers eru í 8. sæti. Wembanyama frábær í sáru tapi Þá tryggði Jaren Jackson Jr liði Memphis Grizzlies 99-97 sigur gegn San Antonio Spurs á síðustu sekúndu. Victor Wembanyama skoraði 31 stig fyrir Spurs, tók 16 fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal boltanum tvisvar og varði þrjú skot en það dugði ekki til. Spurs eru langneðstir í vesturdeildinni með aðeins 15 sigra en Grizzlies í 13. sæti með 24 sigra.
NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira