„Við höfum ekki séð svona áður“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 15:48 Ísak Finnbogason var með beina útsendingu frá því þegar hraun byrjaði að flæða inn í Melhólsnámu. Um fimmtán þúsund manns fylgdust með þegar mest var. Ísak Finnbogason hefur á undanförnum árum verið iðinn við að sýna frá eldgosum á Íslandi í beinni útsendingu með drónum. Í gær fangaði hann hraun flæða inn í Melhólsnámu og fylgdust þúsundir með útsendingunni. Streymi gærdagsins byrjaði brösuglega vegna vinda og snjókomu og lýsir Ísak því sem „harki“. Þegar leið á kvöldið skánaði veðrið og síðar byrjaði hraunið að flæða í námuna. Fyrst vildi Ísak fylgjast með hrauni sem flætt hafði yfir veg sem notaður hefur verið til að komast að eldstöðvunum. „Við sáum allt,“ segir Ísak í samtali við Vísi. Hann fylgdist með því þegar jarðýtum var ekið yfir hraunið eftir að leka fór yfir varnargarðanna og seinna þegar hann sá hraunið stefna að námunni færði hann sig um set. Streymi Ísaks í gær var um fimm klukkustunda langt og þegar mest var horfðu fleiri en tíu þúsund manns á það á Youtube og á sama tíma um fimm þúsund manns á X (áður Twitter). „Fólk læstist í streyminu. Við höfum ekki séð svona áður.“ Ísak segir jákvætt að hann hafi tök á því að fanga eldgosið með þessum hætti. Hann sé með tímastimpla á upptökunum og sé í raun að skrásetja eldgosið. Streymið hjá Ísak slitnaði í gær og má sjá báða hluta þess hér að neðan. Hraunið byrjaði að renna niður í námuna klukkan sjö í gærkvöldi en tímann má sjá niðri til hægri á myndbandi Ísaks. Þegar gosið var byrjað að renna í námuna sat Ísak í bíl sínum rétt við námuna og segist hann hafa fundið fyrir hitanum þegar hann opnaði gluggann. „Í fyrri gosum gat maður verið nær þeim en það hefur ekki verið í boði núna,“ segir Ísak. Hann segir aðstæður í gær hafa verið góðar. Hraunið hafi flætt í námuna og hann hafi verið undan vindi. Hann var þó með gasmæla og annan öryggisbúnað. Flaug í gegnum hraun Ísak segir gærkvöldið standa að miklu leyti uppúr þegar hann hugsar um fyrri streymi sín frá eldgosum. Hann minnist þess einnig þegar hann fangaði fyrsta dag eldgossins við Litla-Hrút í júlí í fyrra. Þá hafi rúmlega tíu þúsund manns horft á þegar mest var, enda hafi hann nánast einn að sýna frá gosinu þann dag. Annar dagur sem tengist sama eldgosi stendur einnig upp úr en þá flaug Ísak svokölluðum „fyrstu persónu dróna“ í gegnum hraun sem skvettist upp úr gígnum við Litla-Hrút. Þá slitnaði sambandið við drónann og Ísak taldi sig hafa tapað honum. Hann sneri þó aftur á sjálfstýringu Ísak tog voru hlutar hans brotnir og gúmmí á vírum bráðnað. Ísak tapaði sínum fyrsta dróna á miðvikudaginn. Sá lenti í miklum vindi yfir hrauninu og og lenti á hættusvæði, svo Ísak gat ekki náð í hann. Fékk samviskubit erlendis Þegar litið er til þess hvort hann ætli að halda áfram að streyma frá eldgosum segir hann ekkert annað koma til greina. „Þegar það er gos þarf maður að skila af sér efni.“ Ísak var í Taílandi þegar eldgosið varð í febrúar og segist hafa fengið samviskubit. „Fólk sér myndir og slíkt en svona myndefni gefur miklu meira, fyrir þá sem vilja horfa á svona langt efni,“ segir Ísak. Hann segist eingöngu vilja sýna frá eldgosum eins og þau eru, án alls hræðsluáróðurs eða slíks. „Ég vil bara sýna þetta eins og þetta gerist,“ segir Ísak. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ljósmyndun Tengdar fréttir Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. 21. mars 2024 19:38 Fangaði augnablikið þegar veggur hrundi í hraunið: „Stórkostlegt að verða vitni að þessu“ Myndband náðist af því þegar hraunáin úr gosinu við Litla-Hrút gleypti jarðveg sem myndað hafði vegg við hraunána í gær. Augnablikið má horfa á hér að neðan. 21. júlí 2023 20:25 Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. 10. júlí 2023 21:33 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Streymi gærdagsins byrjaði brösuglega vegna vinda og snjókomu og lýsir Ísak því sem „harki“. Þegar leið á kvöldið skánaði veðrið og síðar byrjaði hraunið að flæða í námuna. Fyrst vildi Ísak fylgjast með hrauni sem flætt hafði yfir veg sem notaður hefur verið til að komast að eldstöðvunum. „Við sáum allt,“ segir Ísak í samtali við Vísi. Hann fylgdist með því þegar jarðýtum var ekið yfir hraunið eftir að leka fór yfir varnargarðanna og seinna þegar hann sá hraunið stefna að námunni færði hann sig um set. Streymi Ísaks í gær var um fimm klukkustunda langt og þegar mest var horfðu fleiri en tíu þúsund manns á það á Youtube og á sama tíma um fimm þúsund manns á X (áður Twitter). „Fólk læstist í streyminu. Við höfum ekki séð svona áður.“ Ísak segir jákvætt að hann hafi tök á því að fanga eldgosið með þessum hætti. Hann sé með tímastimpla á upptökunum og sé í raun að skrásetja eldgosið. Streymið hjá Ísak slitnaði í gær og má sjá báða hluta þess hér að neðan. Hraunið byrjaði að renna niður í námuna klukkan sjö í gærkvöldi en tímann má sjá niðri til hægri á myndbandi Ísaks. Þegar gosið var byrjað að renna í námuna sat Ísak í bíl sínum rétt við námuna og segist hann hafa fundið fyrir hitanum þegar hann opnaði gluggann. „Í fyrri gosum gat maður verið nær þeim en það hefur ekki verið í boði núna,“ segir Ísak. Hann segir aðstæður í gær hafa verið góðar. Hraunið hafi flætt í námuna og hann hafi verið undan vindi. Hann var þó með gasmæla og annan öryggisbúnað. Flaug í gegnum hraun Ísak segir gærkvöldið standa að miklu leyti uppúr þegar hann hugsar um fyrri streymi sín frá eldgosum. Hann minnist þess einnig þegar hann fangaði fyrsta dag eldgossins við Litla-Hrút í júlí í fyrra. Þá hafi rúmlega tíu þúsund manns horft á þegar mest var, enda hafi hann nánast einn að sýna frá gosinu þann dag. Annar dagur sem tengist sama eldgosi stendur einnig upp úr en þá flaug Ísak svokölluðum „fyrstu persónu dróna“ í gegnum hraun sem skvettist upp úr gígnum við Litla-Hrút. Þá slitnaði sambandið við drónann og Ísak taldi sig hafa tapað honum. Hann sneri þó aftur á sjálfstýringu Ísak tog voru hlutar hans brotnir og gúmmí á vírum bráðnað. Ísak tapaði sínum fyrsta dróna á miðvikudaginn. Sá lenti í miklum vindi yfir hrauninu og og lenti á hættusvæði, svo Ísak gat ekki náð í hann. Fékk samviskubit erlendis Þegar litið er til þess hvort hann ætli að halda áfram að streyma frá eldgosum segir hann ekkert annað koma til greina. „Þegar það er gos þarf maður að skila af sér efni.“ Ísak var í Taílandi þegar eldgosið varð í febrúar og segist hafa fengið samviskubit. „Fólk sér myndir og slíkt en svona myndefni gefur miklu meira, fyrir þá sem vilja horfa á svona langt efni,“ segir Ísak. Hann segist eingöngu vilja sýna frá eldgosum eins og þau eru, án alls hræðsluáróðurs eða slíks. „Ég vil bara sýna þetta eins og þetta gerist,“ segir Ísak.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ljósmyndun Tengdar fréttir Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. 21. mars 2024 19:38 Fangaði augnablikið þegar veggur hrundi í hraunið: „Stórkostlegt að verða vitni að þessu“ Myndband náðist af því þegar hraunáin úr gosinu við Litla-Hrút gleypti jarðveg sem myndað hafði vegg við hraunána í gær. Augnablikið má horfa á hér að neðan. 21. júlí 2023 20:25 Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. 10. júlí 2023 21:33 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. 21. mars 2024 19:38
Fangaði augnablikið þegar veggur hrundi í hraunið: „Stórkostlegt að verða vitni að þessu“ Myndband náðist af því þegar hraunáin úr gosinu við Litla-Hrút gleypti jarðveg sem myndað hafði vegg við hraunána í gær. Augnablikið má horfa á hér að neðan. 21. júlí 2023 20:25
Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. 10. júlí 2023 21:33
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40