Mikilvægt framfaraskref fyrir bændur og neytendur Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 21. mars 2024 15:00 Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og ekki hefur verið mögulegt að hagræða frekar í greininni. Afleiðingarnar hafa verið að vöruverð hefur farið hækkandi. Við lifum í heimi sem breytist hratt, fyrir nokkrum árum datt mönnum ekki í hug að árið 2024 yrði stórfelldur innflutningur á kjöti til landsins, hvað þá innflutningur á lambakjöti til Íslands. Raunstaðan í dag er sú að samkeppni í landbúnaði kemur nú fyrst og fremst erlendis frá, og við því þarf að bregðast. Breyting á búvörulögum Til að taka á þessum vanda var í dag samþykkt á Alþingi frumvarp Matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum. Við vinnslu málsins lagði meiri hluti atvinnuveganefndar til nokkrar breytingar á frumvarpinu þegar ljóst var að frumvarpið kæmi ekki til með að ná þeim tilgangi sem lagt var upp með í upphafi. Breytingar sem heimila afurðarstöðvum í landbúnaði að sameinast og eiga með sér aukið samstarf. Nefndin taldi nauðsynlegt að horfa til þess hvernig hægt væri að nálgast frumvarpið betur með það að markmiði að það myndi gagnast fleirum. Að óbreyttu hefði frumvarpið aðeins náð til þriggja fyrirtækja og því var farin sú leið að rýmka skilgreiningu á framleiðendafélögum og bæta inn nýrri grein 71.gr. a. þar sem veitt er almenn undanþága frá samkeppnislögum sem nær til sameininga og jafnframt samninga milli framleiðendafélaga varðandi verkaskiptingu og aðrar aðgerðir sem miða að því að halda kostnaði niðri. Hér er um að ræða nýja grein sem endurspeglar orðalag 71. gr. búvörulaga, nr. 99/1993. Þessum breytingum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu og veitir afurðastöðvum í kjötiðnaði heimild til að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva hvað varðar framleiðslu einstakra kjötafurða, ásamt því að hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Líkt og fyrr segir hefur staða landbúnaðarins verið erfið um langt skeið. Sú staða hefur leitt til þess að bændur og afurðastöðvar hafa þurft að leita sér utanaðkomandi fjármagns. Með þessum lögum er kjötafurðarstöðvum nú gert kleift að gera samninga og/eða sameinast til að ná fram rekstrarhagræði sem gagnast bæði bændum og neytendum. Skilyrðin Því hefur verið haldið fram að kjötafurðarstöðvum verði með þessu heimilað að sameinast án takmarkana, það er ekki rétt. Framleiðendafélög þurfa að uppfylla fjögur skilyrði til þess að fá að nýta heimildina. Þau eru söfnunarskylda, það er að afurðastöðvum sem hyggjast nýta sér heimildina verður skylt að safna afurðum frá framleiðendum kjötvöru á sömu viðskiptakjörum. Rétt þótti að tryggja að allir framleiðendur væru jafnsettir hvað varðar möguleika á að koma búfé til slátrunar óháð staðsetningu og á sömu viðskiptakjörum. Þá er framleiðendafélögum skylt að selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á sömu viðskiptakjörum og vinnsluaðilum sem lúta þeirra stjórn. Með þessu skilyrði er stefnt að því að stuðla að samkeppni og fyrirbyggja að aðrir vinnsluaðilar þurfi að greiða hærra verð fyrir sömu vöru og aðilar sem lúta stjórn framleiðendafélaga. Þá verður ekki heimilt að setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín til annars aðila. Er þessu skilyrði ætlað að efla og tryggja samningsstöðu bænda og stuðla að því að samkeppni ríki áfram á markaði. Þá er framleiðendum tryggður réttur til að eiga einungis viðskipti við framleiðendafélag um afmarkaða þætti, svo sem slátrun. Með þessu skilyrði er stuðlað að því að tryggja samningsstöðu bænda og fyrirbyggja hindranir fyrir minni keppinauta í slátrun og vinnslu sem breytingartillagan hefði ella getað skapað. Hér er verið að útbúa leið fyrir þá sem vilja vinna og markaðssetja afurðir sínar sjálfir, enda viljum við halda í fjölbreytileikann og tryggja áframhaldandi sölu beint frá býli. Þessi undanþága tekur tillit til íslenskra aðstæðna. Sé hún borin saman við undanþágur í nágrannalöndum Íslands er ljóst að hún gengur lengra í ákveðnum skilningi og skemur í öðrum. Hún felur í sér undanþágu frá samrunareglum samkeppnislaga með líkum hætti og gildir samkvæmt núgildandi 71. gr. búvörulaga um sameiningu. Þá má benda á að Noregur hefur gengið lengra í öðru tilliti og samþykkt undanþágu fyrir stórar afurðarstöðvar frá banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Hér var ekki gengið jafn langt. Nauðsynlegar breytingar Á undanförnum árum hefur rekstur kjötafurðastöðva í landbúnaði verið sérstaklega erfiður, einkum þó við slátrun og vinnslu sauðfjárafurða. Samkvæmt greiningu Deloitte frá apríl árið 2021 kom fram að skapa mætti umtalsverðan ávinning með hagræðingu og endurskipulagningu á rekstri innlendra sláturleyfishafa í slátrun og kjötvinnslu stórgripa og sauðfjár. Metið var að rekstrarhagræðing við samþjöppun afurðastöðva geti numið á bilinu 0,9–1,5 milljörðum kr. og losað um fjárbindingu og lækkað fjárfestingarþörf til framtíðar. Þá er áætlað að hagræðingin skili sér 40% til bænda, 40% til neytenda og 20% til afurðastöðva. Fyrir þá sem hræðast samþjöppun vil ég segja, vissulega getur samþjöppun haft neikvæð áhrif, en við þurfum að horfa á þessar breytingar út frá stærra sjónarhorni. Hér er ekki verið að leggja upp með einokun og hækkandi vöruverð. Staðreyndin er að innlendur landbúnaður er í harðri samkeppni við innflutning erlendis frá. Þaðan kemur samkeppnin ekki frá innanlandsmarkaði. Um er að ræða harða samkeppni við erlendar landbúnaðarvörur sem bæði njóta ríkra ríkisstyrkja og eru framleiddar á grundvelli undanþágureglna. Með þessum lögum er íslenskum landbúnaði, sem myndar einn smæsta markað með landbúnaðarvörur í Evrópu, veitt færi á að hagræða og vera betur í stakk búinn til að mæta erlendri samkeppni. Neytendur munu njóta góðs af þessum breytingum, því ef bændur standa sig ekki með bættum starfsskilyrðum þá munu neytendur einfaldlega líta fram hjá innlendum landbúnaði og fara í aðrar vörur. Þetta vita bændur og eigendur afurðastöðva hér á landi. Þá er ekki hægt að taka undir þá fullyrðingu að lögin hafi neikvæð árif á forsendur kjarasamninga. Ástæðan fyrir vinnslu frumvarps matvælaráðherra má rekja allt til gerðar lífskjarasamninga sem gerðir voru 2019 þar sem mælt var fyrir nauðsyn hagræðingar í vinnslu og slátrun kjötafurða. Innlend matvælaframleiðsla til framtíðar Ef við horfum til þeirra landa sem við berum okkur saman við þá sést að allar þjóðir eru í dag að reyna að verja sína framleiðslu með einhverjum hætti, hvers vegna ættum við ekki gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja betri starfsskilyrði fyrir greinina? Síðustu tvö ár hafa stjórnvöld brugðist við með 5 milljarða framlagi til þess að treysta stoðir bænda. Þessar breytingar kosta ríkissjóð ekki neitt og verður ekki neytendum baggi að bera. Þá höfum við síðustu ár mótað stefnur, m.a. landbúnaðar – og matvælastefnu en það sem okkur hefur skort eru betri starfsskilyrði fyrir greinina til þess að þróast og takast á við nýjan veruleika. Ef við sem þjóð ætlum að halda áfram að framleiða mat hér til framtíðar, þá er þessi aðgerð einn liður í því að styrkja stoðir innlendrar matvælaframleiðslu um ókomna tíð. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Landbúnaður Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og ekki hefur verið mögulegt að hagræða frekar í greininni. Afleiðingarnar hafa verið að vöruverð hefur farið hækkandi. Við lifum í heimi sem breytist hratt, fyrir nokkrum árum datt mönnum ekki í hug að árið 2024 yrði stórfelldur innflutningur á kjöti til landsins, hvað þá innflutningur á lambakjöti til Íslands. Raunstaðan í dag er sú að samkeppni í landbúnaði kemur nú fyrst og fremst erlendis frá, og við því þarf að bregðast. Breyting á búvörulögum Til að taka á þessum vanda var í dag samþykkt á Alþingi frumvarp Matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum. Við vinnslu málsins lagði meiri hluti atvinnuveganefndar til nokkrar breytingar á frumvarpinu þegar ljóst var að frumvarpið kæmi ekki til með að ná þeim tilgangi sem lagt var upp með í upphafi. Breytingar sem heimila afurðarstöðvum í landbúnaði að sameinast og eiga með sér aukið samstarf. Nefndin taldi nauðsynlegt að horfa til þess hvernig hægt væri að nálgast frumvarpið betur með það að markmiði að það myndi gagnast fleirum. Að óbreyttu hefði frumvarpið aðeins náð til þriggja fyrirtækja og því var farin sú leið að rýmka skilgreiningu á framleiðendafélögum og bæta inn nýrri grein 71.gr. a. þar sem veitt er almenn undanþága frá samkeppnislögum sem nær til sameininga og jafnframt samninga milli framleiðendafélaga varðandi verkaskiptingu og aðrar aðgerðir sem miða að því að halda kostnaði niðri. Hér er um að ræða nýja grein sem endurspeglar orðalag 71. gr. búvörulaga, nr. 99/1993. Þessum breytingum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu og veitir afurðastöðvum í kjötiðnaði heimild til að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu milli afurðastöðva hvað varðar framleiðslu einstakra kjötafurða, ásamt því að hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Líkt og fyrr segir hefur staða landbúnaðarins verið erfið um langt skeið. Sú staða hefur leitt til þess að bændur og afurðastöðvar hafa þurft að leita sér utanaðkomandi fjármagns. Með þessum lögum er kjötafurðarstöðvum nú gert kleift að gera samninga og/eða sameinast til að ná fram rekstrarhagræði sem gagnast bæði bændum og neytendum. Skilyrðin Því hefur verið haldið fram að kjötafurðarstöðvum verði með þessu heimilað að sameinast án takmarkana, það er ekki rétt. Framleiðendafélög þurfa að uppfylla fjögur skilyrði til þess að fá að nýta heimildina. Þau eru söfnunarskylda, það er að afurðastöðvum sem hyggjast nýta sér heimildina verður skylt að safna afurðum frá framleiðendum kjötvöru á sömu viðskiptakjörum. Rétt þótti að tryggja að allir framleiðendur væru jafnsettir hvað varðar möguleika á að koma búfé til slátrunar óháð staðsetningu og á sömu viðskiptakjörum. Þá er framleiðendafélögum skylt að selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á sömu viðskiptakjörum og vinnsluaðilum sem lúta þeirra stjórn. Með þessu skilyrði er stefnt að því að stuðla að samkeppni og fyrirbyggja að aðrir vinnsluaðilar þurfi að greiða hærra verð fyrir sömu vöru og aðilar sem lúta stjórn framleiðendafélaga. Þá verður ekki heimilt að setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín til annars aðila. Er þessu skilyrði ætlað að efla og tryggja samningsstöðu bænda og stuðla að því að samkeppni ríki áfram á markaði. Þá er framleiðendum tryggður réttur til að eiga einungis viðskipti við framleiðendafélag um afmarkaða þætti, svo sem slátrun. Með þessu skilyrði er stuðlað að því að tryggja samningsstöðu bænda og fyrirbyggja hindranir fyrir minni keppinauta í slátrun og vinnslu sem breytingartillagan hefði ella getað skapað. Hér er verið að útbúa leið fyrir þá sem vilja vinna og markaðssetja afurðir sínar sjálfir, enda viljum við halda í fjölbreytileikann og tryggja áframhaldandi sölu beint frá býli. Þessi undanþága tekur tillit til íslenskra aðstæðna. Sé hún borin saman við undanþágur í nágrannalöndum Íslands er ljóst að hún gengur lengra í ákveðnum skilningi og skemur í öðrum. Hún felur í sér undanþágu frá samrunareglum samkeppnislaga með líkum hætti og gildir samkvæmt núgildandi 71. gr. búvörulaga um sameiningu. Þá má benda á að Noregur hefur gengið lengra í öðru tilliti og samþykkt undanþágu fyrir stórar afurðarstöðvar frá banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Hér var ekki gengið jafn langt. Nauðsynlegar breytingar Á undanförnum árum hefur rekstur kjötafurðastöðva í landbúnaði verið sérstaklega erfiður, einkum þó við slátrun og vinnslu sauðfjárafurða. Samkvæmt greiningu Deloitte frá apríl árið 2021 kom fram að skapa mætti umtalsverðan ávinning með hagræðingu og endurskipulagningu á rekstri innlendra sláturleyfishafa í slátrun og kjötvinnslu stórgripa og sauðfjár. Metið var að rekstrarhagræðing við samþjöppun afurðastöðva geti numið á bilinu 0,9–1,5 milljörðum kr. og losað um fjárbindingu og lækkað fjárfestingarþörf til framtíðar. Þá er áætlað að hagræðingin skili sér 40% til bænda, 40% til neytenda og 20% til afurðastöðva. Fyrir þá sem hræðast samþjöppun vil ég segja, vissulega getur samþjöppun haft neikvæð áhrif, en við þurfum að horfa á þessar breytingar út frá stærra sjónarhorni. Hér er ekki verið að leggja upp með einokun og hækkandi vöruverð. Staðreyndin er að innlendur landbúnaður er í harðri samkeppni við innflutning erlendis frá. Þaðan kemur samkeppnin ekki frá innanlandsmarkaði. Um er að ræða harða samkeppni við erlendar landbúnaðarvörur sem bæði njóta ríkra ríkisstyrkja og eru framleiddar á grundvelli undanþágureglna. Með þessum lögum er íslenskum landbúnaði, sem myndar einn smæsta markað með landbúnaðarvörur í Evrópu, veitt færi á að hagræða og vera betur í stakk búinn til að mæta erlendri samkeppni. Neytendur munu njóta góðs af þessum breytingum, því ef bændur standa sig ekki með bættum starfsskilyrðum þá munu neytendur einfaldlega líta fram hjá innlendum landbúnaði og fara í aðrar vörur. Þetta vita bændur og eigendur afurðastöðva hér á landi. Þá er ekki hægt að taka undir þá fullyrðingu að lögin hafi neikvæð árif á forsendur kjarasamninga. Ástæðan fyrir vinnslu frumvarps matvælaráðherra má rekja allt til gerðar lífskjarasamninga sem gerðir voru 2019 þar sem mælt var fyrir nauðsyn hagræðingar í vinnslu og slátrun kjötafurða. Innlend matvælaframleiðsla til framtíðar Ef við horfum til þeirra landa sem við berum okkur saman við þá sést að allar þjóðir eru í dag að reyna að verja sína framleiðslu með einhverjum hætti, hvers vegna ættum við ekki gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja betri starfsskilyrði fyrir greinina? Síðustu tvö ár hafa stjórnvöld brugðist við með 5 milljarða framlagi til þess að treysta stoðir bænda. Þessar breytingar kosta ríkissjóð ekki neitt og verður ekki neytendum baggi að bera. Þá höfum við síðustu ár mótað stefnur, m.a. landbúnaðar – og matvælastefnu en það sem okkur hefur skort eru betri starfsskilyrði fyrir greinina til þess að þróast og takast á við nýjan veruleika. Ef við sem þjóð ætlum að halda áfram að framleiða mat hér til framtíðar, þá er þessi aðgerð einn liður í því að styrkja stoðir innlendrar matvælaframleiðslu um ókomna tíð. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknar.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun