Opinn fyrir öllu á Íslandi Aron Guðmundsson skrifar 21. mars 2024 11:32 Baldur Þór Ragnarsson á hliðarlínunni á sínum tíma sem þjálfari Tindastóls í efstu deild karla hér á landi Vísir/Bára Dröfn Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson, sem starfar sem þjálfari hjá þýska liðinu Ratiopharm í Ulm, segir endurkomu í íslenska boltann klárlega vera valmöguleika fyrir sig. Baldur hefur verið orðaður við þjálfarastöður hjá nokkrum íslenskum liðum undanfarið. Baldur, sem getið hefur af sér gott starf í þjálfun, tók stökkið út til Þýskalands árið 2022 en hann var á þeim tíma aðalþjálfari karlaliðs Tindastóls. Hann hafði stýrt Stólunum frá árinu 2019 og meðal annars komið þeim alla leið í úrslitaeinvígi efstu deildar tímabilið árið 2022. Þá hafði hann einnig starfað sem þjálfari Þórs Þorlákshafnar og verið í teymi íslenska landsliðsins. Orðrómarnir varðandi mögulega heimkomu Baldurs í íslenska boltans hafa kannski mest snúið að liði ríkjandi Íslandsmeistara Tindastóls. Þjálfari liðsins, Pavel Ermolinskij, er kominn í ótímabundið veikindaleyfi og óvíst á þessum tímapunkti hvort hann muni yfir höfuð snúa aftur í þjálfarastöðu liðsins. Þú hefur verið orðaður við þjálfarastöður hér heima. Þitt gamla lið Tindastóll er í smá kröggum núna. Fyrir Baldur, er það möguleiki að snúa aftur heim og taka að sér svona gigg? „Þetta er sérstakur tími fyrir Tindastól. Sérstakar og erfiðar aðstæður. Auðvitað er ég opinn fyrir öllu á Íslandi. Hvað það er? Ég veit það ekki. Þetta er dálítið snemmt. Liðin eru enn að spila. Það á margt eftir að koma í ljós. Bæði á Sauðárkróki sem og á fleiri stöðum. Bara hvernig hlutirnir þróast. Það er bara best að fara varlega í öllum þessum málum til að reyna fá allt upp á borðið og vita hvernig málin eru að þróast. Þannig að allt sé rétt og eðlilegt.“ „Endurkoma til Íslands er valmöguleiki fyrir mig. Klárlega. Hvaða lið það er? Maður vill taka við liði hjá félagi sem er með skýra stefnu, leggur mikið í hlutina og vill vera með gott lið. Það kemur bara í ljós ef að það er eitthvað lið sem passar við það sem maður er sjálfur að hugsa. Þá er það valmöguleiki að koma heim.“ „Yrði einhver galin atburðarás að eiga sér stað“ En segjum sem svo að kallið kæmi frá félagi í Subway deildinni á næstu dögum og Baldur beðinn um að taka stökkið og taka við umræddu liði strax. Myndi það ganga upp fyrir hann? „Málið er bara að ég er á samningi hérna úti í Þýskalandi út yfirstandandi tímabil. Tímasetningin að koma heim akkúrat núna væri skrítin. Liðið sem ég þjálfa núna á einn leik eftir í deildarkeppninni og þar erum við í öðru sæti. Svo tekur við úrslitakeppni hjá okkur. Fyrir minn alþjóðlega feril væri það nær dauðadómi að stökkva bara um leið frá þessu. Ég þarf að þetta lið hafi góða sögu af segja af okkar samstarfi svo ég eigi möguleika á því að eiga von á fleiri tækifærum erlendis seinna meir. Hvenær sem það yrði. Að hætta verkefni á þessum tímapunkti væri ekki vel séð. Ég er alltaf að fara klára það sem ég skrifaði upp á að gera. Það þyrfti allavegana einhver galin atburðarás að eiga sér stað ef eitthvað annað ætti að gerast. Það þyrfti að borga mig út hér, greiða liðinu einhvern pening fyrir mig og semja við forráðamenn félagsins að þetta myndi gerast. Ég er ekki að sjá það raungerast á þessum tímapunkti.“ Sér hlutina í öðru ljósi Baldur Þór býr úti í Þýskalandi með unnustu sinni Rakel Rós Ágústsdóttur og saman eiga þau einn strák. Maður skynjar það á Baldri að bæði hann og Rakel væru til í að vera nær fjölskyldum sínum hér heima á Íslandi. „Það er alveg gaman að vera í kringum fjölskyldu og vini. Maður sér það alveg extra vel þegar að maður er búinn að vera hérna úti yfir lengri tíma. Maður sér hlutina í öðru ljósi. En á sama tíma eru þetta bara svipaðar aðstæður og komu upp þegar að ég tók stökkið út á sama tíma. Ef ég fæ allt í einu atvinnutilboð frá einhverju félagi í Meistaradeildinni, þá er erfitt að segja nei við því. Maður reynir bara að einbeita sér að því verkefni sem maður er með í höndunum núna.“ Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Baldur, sem getið hefur af sér gott starf í þjálfun, tók stökkið út til Þýskalands árið 2022 en hann var á þeim tíma aðalþjálfari karlaliðs Tindastóls. Hann hafði stýrt Stólunum frá árinu 2019 og meðal annars komið þeim alla leið í úrslitaeinvígi efstu deildar tímabilið árið 2022. Þá hafði hann einnig starfað sem þjálfari Þórs Þorlákshafnar og verið í teymi íslenska landsliðsins. Orðrómarnir varðandi mögulega heimkomu Baldurs í íslenska boltans hafa kannski mest snúið að liði ríkjandi Íslandsmeistara Tindastóls. Þjálfari liðsins, Pavel Ermolinskij, er kominn í ótímabundið veikindaleyfi og óvíst á þessum tímapunkti hvort hann muni yfir höfuð snúa aftur í þjálfarastöðu liðsins. Þú hefur verið orðaður við þjálfarastöður hér heima. Þitt gamla lið Tindastóll er í smá kröggum núna. Fyrir Baldur, er það möguleiki að snúa aftur heim og taka að sér svona gigg? „Þetta er sérstakur tími fyrir Tindastól. Sérstakar og erfiðar aðstæður. Auðvitað er ég opinn fyrir öllu á Íslandi. Hvað það er? Ég veit það ekki. Þetta er dálítið snemmt. Liðin eru enn að spila. Það á margt eftir að koma í ljós. Bæði á Sauðárkróki sem og á fleiri stöðum. Bara hvernig hlutirnir þróast. Það er bara best að fara varlega í öllum þessum málum til að reyna fá allt upp á borðið og vita hvernig málin eru að þróast. Þannig að allt sé rétt og eðlilegt.“ „Endurkoma til Íslands er valmöguleiki fyrir mig. Klárlega. Hvaða lið það er? Maður vill taka við liði hjá félagi sem er með skýra stefnu, leggur mikið í hlutina og vill vera með gott lið. Það kemur bara í ljós ef að það er eitthvað lið sem passar við það sem maður er sjálfur að hugsa. Þá er það valmöguleiki að koma heim.“ „Yrði einhver galin atburðarás að eiga sér stað“ En segjum sem svo að kallið kæmi frá félagi í Subway deildinni á næstu dögum og Baldur beðinn um að taka stökkið og taka við umræddu liði strax. Myndi það ganga upp fyrir hann? „Málið er bara að ég er á samningi hérna úti í Þýskalandi út yfirstandandi tímabil. Tímasetningin að koma heim akkúrat núna væri skrítin. Liðið sem ég þjálfa núna á einn leik eftir í deildarkeppninni og þar erum við í öðru sæti. Svo tekur við úrslitakeppni hjá okkur. Fyrir minn alþjóðlega feril væri það nær dauðadómi að stökkva bara um leið frá þessu. Ég þarf að þetta lið hafi góða sögu af segja af okkar samstarfi svo ég eigi möguleika á því að eiga von á fleiri tækifærum erlendis seinna meir. Hvenær sem það yrði. Að hætta verkefni á þessum tímapunkti væri ekki vel séð. Ég er alltaf að fara klára það sem ég skrifaði upp á að gera. Það þyrfti allavegana einhver galin atburðarás að eiga sér stað ef eitthvað annað ætti að gerast. Það þyrfti að borga mig út hér, greiða liðinu einhvern pening fyrir mig og semja við forráðamenn félagsins að þetta myndi gerast. Ég er ekki að sjá það raungerast á þessum tímapunkti.“ Sér hlutina í öðru ljósi Baldur Þór býr úti í Þýskalandi með unnustu sinni Rakel Rós Ágústsdóttur og saman eiga þau einn strák. Maður skynjar það á Baldri að bæði hann og Rakel væru til í að vera nær fjölskyldum sínum hér heima á Íslandi. „Það er alveg gaman að vera í kringum fjölskyldu og vini. Maður sér það alveg extra vel þegar að maður er búinn að vera hérna úti yfir lengri tíma. Maður sér hlutina í öðru ljósi. En á sama tíma eru þetta bara svipaðar aðstæður og komu upp þegar að ég tók stökkið út á sama tíma. Ef ég fæ allt í einu atvinnutilboð frá einhverju félagi í Meistaradeildinni, þá er erfitt að segja nei við því. Maður reynir bara að einbeita sér að því verkefni sem maður er með í höndunum núna.“
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira