Lore: „Tilfinningin er frábær“ Árni Jóhannsson skrifar 20. mars 2024 22:10 Lore Devos gerði gríðarlega vel í allt kvöld. 32 stig og 12 fráköst á leiðinni í átt að bikarúrslitaleiknum. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þór frá Akureyri er á leiðinni í bikarúrslit eftir að hafa lagt Grindavík 79-75 í undanúrslitum þar sem frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Lore Devos var stigahæst allra á vellinum með 32 stig og leiddi sínar konur í gegnum þrautagönguna sem körfuboltaleikur getur verið. Það eru 49 ár síðan Þór komst síðast í bikarúrslit og var Lore spurð að því hvernig tilfinningin væri. „Tilfinningin er frábær. Við vorum svo spenntar nú þegar að vera í undanúrslitunum og spila í Laugardalshöllinni. Þetta skipti stelpurnar í liðinu og stuðningsmennina svo miklu máli. Þetta er dásamlegt. Þetta er mjög spennandi.“ Þjálfari Grindavíkur talaði um í viðtali að orkustigið hjá Grindvíkingum hafi ekki verið gott hjá sínum stelpum. Hvernig var hugarfarið hjá Þór komandi inn í leikinn? „Við ætluðum bara að vera orkumeiri en þær og við náðum að gera það í 40 mínútur. Þó það hafi komið smá kafli þar sem orkan datt niður þá náðum við að halda dampi og klára leikinn. Við gáfum tóninn.“ Annar leikhluti var rosalegur hjá Þórsurum og komust þær t.d. á 17-0 sprett sem opnaði 11 stiga forskot sem hélst að miklu leyti allan leikinn. Hvað fór í gegnum huga leikmanna á þeim tíma? „Við vorum bara að fagna öllu og vorum mjög ánægðar og spenntar yfir því sem var að gerast. Við vorum samt með það í huga að Grindavík er mjög hæfileikaríkt lið og að leikurinn er 40 mínútur og við þurftum að vera klárar í að hleypa þeim ekki inn í leikinn.“ Á laugardaginn er það svo Keflvíkingar sem bíða Þórsara í bikarúrslitaleiknum sjálfum. Þór hefur unnið Keflavík einu sinni í vetur og þegar blaðamaður var að klára spurninguna þá greip Lore orðið af honum. „Þannig að við vitum að það er möguleiki! Það verður erfitt en maður veit aldrei. Það þarf alltaf að spila allan leikinn þannig. Þetta verður slagur en vonandi nær betra liðið bara að vinna.“ Þórsarar fengu framlag úr mörgum áttum í kvöld en sérstaklega var tekið eftir framlagi Emmu Karólínu Snæbjarnardóttur sem er 15 ára gömul en hún skoraði 8 stig í fjórða leikhluta og 12 stig í heild. Lore var beðin um að lýsa áhrifunum sem hún hafði á leikinn. „Frábær! Hún gefur okkur svo mikla orku. Hún hefur verið að kljást við erfið meiðsli en er að koma til baka núna og verið frábær. Vonandi nær hún að vaxa og verða leiðtogi fyrir þetta lið.“ Á milli leikja þarf að hugsa vel um sig. „Við þurfum að njóta í dag svo þurfum við að gera huga okkar og líkama kláran og undirbúa okkur fyrir leikinn á laugardaginn.“ Þór Akureyri VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - Grindavík 77-75 | Þór í bikarúrslit eftir hörkuleik Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Leikurinn endaði 77-75 20. mars 2024 19:15 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Sjá meira
Það eru 49 ár síðan Þór komst síðast í bikarúrslit og var Lore spurð að því hvernig tilfinningin væri. „Tilfinningin er frábær. Við vorum svo spenntar nú þegar að vera í undanúrslitunum og spila í Laugardalshöllinni. Þetta skipti stelpurnar í liðinu og stuðningsmennina svo miklu máli. Þetta er dásamlegt. Þetta er mjög spennandi.“ Þjálfari Grindavíkur talaði um í viðtali að orkustigið hjá Grindvíkingum hafi ekki verið gott hjá sínum stelpum. Hvernig var hugarfarið hjá Þór komandi inn í leikinn? „Við ætluðum bara að vera orkumeiri en þær og við náðum að gera það í 40 mínútur. Þó það hafi komið smá kafli þar sem orkan datt niður þá náðum við að halda dampi og klára leikinn. Við gáfum tóninn.“ Annar leikhluti var rosalegur hjá Þórsurum og komust þær t.d. á 17-0 sprett sem opnaði 11 stiga forskot sem hélst að miklu leyti allan leikinn. Hvað fór í gegnum huga leikmanna á þeim tíma? „Við vorum bara að fagna öllu og vorum mjög ánægðar og spenntar yfir því sem var að gerast. Við vorum samt með það í huga að Grindavík er mjög hæfileikaríkt lið og að leikurinn er 40 mínútur og við þurftum að vera klárar í að hleypa þeim ekki inn í leikinn.“ Á laugardaginn er það svo Keflvíkingar sem bíða Þórsara í bikarúrslitaleiknum sjálfum. Þór hefur unnið Keflavík einu sinni í vetur og þegar blaðamaður var að klára spurninguna þá greip Lore orðið af honum. „Þannig að við vitum að það er möguleiki! Það verður erfitt en maður veit aldrei. Það þarf alltaf að spila allan leikinn þannig. Þetta verður slagur en vonandi nær betra liðið bara að vinna.“ Þórsarar fengu framlag úr mörgum áttum í kvöld en sérstaklega var tekið eftir framlagi Emmu Karólínu Snæbjarnardóttur sem er 15 ára gömul en hún skoraði 8 stig í fjórða leikhluta og 12 stig í heild. Lore var beðin um að lýsa áhrifunum sem hún hafði á leikinn. „Frábær! Hún gefur okkur svo mikla orku. Hún hefur verið að kljást við erfið meiðsli en er að koma til baka núna og verið frábær. Vonandi nær hún að vaxa og verða leiðtogi fyrir þetta lið.“ Á milli leikja þarf að hugsa vel um sig. „Við þurfum að njóta í dag svo þurfum við að gera huga okkar og líkama kláran og undirbúa okkur fyrir leikinn á laugardaginn.“
Þór Akureyri VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - Grindavík 77-75 | Þór í bikarúrslit eftir hörkuleik Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Leikurinn endaði 77-75 20. mars 2024 19:15 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Sjá meira
Leik lokið: Þór Ak. - Grindavík 77-75 | Þór í bikarúrslit eftir hörkuleik Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Leikurinn endaði 77-75 20. mars 2024 19:15