Martin öflugur í naumu tapi gegn Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 21:01 Martin var frábær í kvöld. Alba Berlín Alba Berlín tapaði með sjö stiga mun fyrir Real Madríd í Evrópudeild karla í körfubolta, EuroLeague. Martin Hermannsson átti virkilega flottan leik í liði Berlínar en það dugði ekki til. Martin missti af leik Alba Berlínar í Evrópudeildinni nýverið þar sem hann var á fæðingardeildinni. Eignaðist Anna María Bjarnadóttir þeirra annað barn nýverið en fyrri áttu þau soninn Manúel. Íslenski landsliðsmaðurinn var hins vegar mættur til leiks í kvöld og byrjaði heimaliðið frábærlega. Berlínarmenn leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Eftir það tók stórlið Real Madríd hins vegar við keflinu og minnkaði muninn niður í fjögur stig fyrir lok fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var æsispennandi og staðan jöfn 77-77 þegar rétt tæplega tvær mínútur voru til leiksloka. Real reyndist hins vegar sterkari aðilinn á lokakaflanum og vann sjö stiga sigur, lokatölur 79-86. Martin skoraði 13 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók eitt frákast. Enginn í liði Alba Berlínar gaf fleiri stoðsendingar. Eina af stoðsendingunum má sjá hér að neðan. Mario Hezonja bar af hjá Real Madríd með 22 stig ásamt því að taka átta fráköst. Khalifa Koumadje smashes the rim! @albaberlin #FlightTime I @TurkishAirlines pic.twitter.com/bJwfXQh6yf— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) March 19, 2024 Real Madríd er á toppi Evrópudeildarinnar með 23 sigra í 29 leikjum. Alba Berlín er á botni deildarinnar, í 18. sæti, með 5 sigra í 29 leikjum. Körfubolti Evrópudeildin í körfubolta karla Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Benedikt í bann Körfubolti Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Sjá meira
Martin missti af leik Alba Berlínar í Evrópudeildinni nýverið þar sem hann var á fæðingardeildinni. Eignaðist Anna María Bjarnadóttir þeirra annað barn nýverið en fyrri áttu þau soninn Manúel. Íslenski landsliðsmaðurinn var hins vegar mættur til leiks í kvöld og byrjaði heimaliðið frábærlega. Berlínarmenn leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Eftir það tók stórlið Real Madríd hins vegar við keflinu og minnkaði muninn niður í fjögur stig fyrir lok fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var æsispennandi og staðan jöfn 77-77 þegar rétt tæplega tvær mínútur voru til leiksloka. Real reyndist hins vegar sterkari aðilinn á lokakaflanum og vann sjö stiga sigur, lokatölur 79-86. Martin skoraði 13 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók eitt frákast. Enginn í liði Alba Berlínar gaf fleiri stoðsendingar. Eina af stoðsendingunum má sjá hér að neðan. Mario Hezonja bar af hjá Real Madríd með 22 stig ásamt því að taka átta fráköst. Khalifa Koumadje smashes the rim! @albaberlin #FlightTime I @TurkishAirlines pic.twitter.com/bJwfXQh6yf— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) March 19, 2024 Real Madríd er á toppi Evrópudeildarinnar með 23 sigra í 29 leikjum. Alba Berlín er á botni deildarinnar, í 18. sæti, með 5 sigra í 29 leikjum.
Körfubolti Evrópudeildin í körfubolta karla Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Íslenski boltinn Benedikt í bann Körfubolti Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Sjá meira