Ræktum jákvæðar tilfinningar Ingrid Kuhlman skrifar 20. mars 2024 07:01 Alþjóðlegi hamingjudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 20. mars árið 2013. Dagurinn er m.a. notaður til að draga fram þá þætti sem stuðla að aukinni hamingju. Jákvæðar tilfinningar spila lykilhlutverk í að stuðla að vellíðan og hamingju. Í bókinni Positivity eftir Barbara L. Fredrickson kemur fram að jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, þakklæti og ást skipta sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu, félagslega virkni og almenn lífsgæði. En hvað felst í ofangreindum tilfinningum og hvernig hafa þær áhrif á vellíðan? Gleði er djúpstæð og kraftmikil tilfinning sem stuðlar að ánægju, hamingju og almennri vellíðan. Við getum upplifað gleði við fjölbreyttar aðstæður, t.d. þegar við höldum á nýfæddu barnabarni, náum langþráðu markmiði, verjum tíma með góðum vinum, upplifum nýja hluti eða finnum fyrir djúpstæðri lífsfyllingu. Gleði er björt og létt tilfinning. Hún getur aukið þol okkar undir álagi, eflt ónæmiskerfið og aukið almenna lífsánægju. Þakklæti er að kunna að meta það sem maður hefur, frekar en að vera sífellt að leitast eftir einhverju nýju eða betra. Þakklæti getur beinst að fólkinu í kringum okkur, sjálfum okkur, náttúrunni eða hlutum. Að temja sér þakklæti opnar hjartað og eykur vellíðan. Með því að færa fókusinn frá því sem okkur skortir og yfir í að meta það við höfum ýtum við undir tilfinningu fyrir gnægð og ánægju. Kvikmyndin Pay it forward er frábært dæmi um þakklæti í verki, þar sem aðalpersónan framkvæmir góðverk án þess að búast við neinu í staðinn, sem leiðir til keðjuverkunar af jákvæðum gjörðum. Ást er flókin og margþætt tilfinning sem hefur verið viðfangsefni heimspeki og sálfræði í gegnum aldirnar. Hún er flókin blanda af tilfinningum, hegðun og viðhorfum sem tengjast ástúð, verndun, tryggð, hlýju og virðingu. Ást eða kærleikur getur tekið á sig margvíslegar birtingarmyndir, allt frá rómantískri ást til platónskrar ástar, ástar á fjölskyldumeðlimi, ástar á dýrum og sjálfsástar. Hún getur veitt tilfinningu um öryggi og tilgang og það að tilheyra. Ást breytir efnafræði líkama okkar og hækkar m.a. magn oxýtósíns, stundum nefnt „ástarhormónið“ en það stuðlar að tengslamyndun, trausti og nánd. Áhrif jákvæðra tilfinninga Fredrickson nefnir fleiri jákvæðar tilfinningar í bók sinni, m.a. æðruleysi, áhuga, von, stolt, skemmtun, innblástur og lotningu. Áhrif þessara tilfinninga eru aukin seigla, lengri ævilíkur og bætt líkamleg heilsa. Jákvæðar tilfinningar geta hjálpað til við að takast á við erfiðar aðstæður. Þær stuðla að aukinni hamingju og ánægju með lífið og betri félagslegum tengslum. Jákvæðar tilfinningar auka sköpunargáfu og getu okkar til að taka ákvarðanir og finna lausnir á vandamálum. Þær veita einnig mótvægi við áhrifum neikvæðra tilfinninga. Leiðir til að rækta jákvæðar tilfinningar Meðfylgjandi eru nokkrar leiðir til að hlúa að jákvæðum tilfinningum í daglegu lífi: Iðkaðu þakklæti daglega með því að halda þakklætisdagbók eða íhuga reglulega hluti sem þú ert þakklát(ur) fyrir. Stundaðu núvitund eða hugleiðslu. Verðu gæðatíma með vinum og fjölskyldu og taktu þátt í innihaldsríkum samtölum. Gefðu þér tíma fyrir áhugamál og athafnir sem veita þér ánægju og fylla þig af gleði. Gerðu góðverk og gefðu af þér. Hreyfðu þig reglulega. Ræktaðu bjartsýni og einblíndu á möguleika og lausnir frekar en vandamál. Sýndu hlýju, umhyggju og ást í eigin garð. Byggðu upp stuðningsnet og vertu til staðar fyrir aðra. Verðu tíma utandyra og taktu eftir fegurð náttúrunnar. Fagnaðu tækifærum til að vaxa og læra. Hlustaðu á tónlist eða taktu þátt í listsköpun. Hugleiddu daginn þinn eða lífsreynslu í gegnum dagbók. Tjáðu öðrum tilfinningar þínar um ást og þakklæti. Gleði, þakklæti og ást eru ekki bara góðar tilfinningar; þær hafa áhrif á hegðun okkar og hugsun og eru undirstöðuatriði vellíðanar. Því er mikilvægt að rækta þær. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi hamingjudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 20. mars árið 2013. Dagurinn er m.a. notaður til að draga fram þá þætti sem stuðla að aukinni hamingju. Jákvæðar tilfinningar spila lykilhlutverk í að stuðla að vellíðan og hamingju. Í bókinni Positivity eftir Barbara L. Fredrickson kemur fram að jákvæðar tilfinningar á borð við gleði, þakklæti og ást skipta sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu, félagslega virkni og almenn lífsgæði. En hvað felst í ofangreindum tilfinningum og hvernig hafa þær áhrif á vellíðan? Gleði er djúpstæð og kraftmikil tilfinning sem stuðlar að ánægju, hamingju og almennri vellíðan. Við getum upplifað gleði við fjölbreyttar aðstæður, t.d. þegar við höldum á nýfæddu barnabarni, náum langþráðu markmiði, verjum tíma með góðum vinum, upplifum nýja hluti eða finnum fyrir djúpstæðri lífsfyllingu. Gleði er björt og létt tilfinning. Hún getur aukið þol okkar undir álagi, eflt ónæmiskerfið og aukið almenna lífsánægju. Þakklæti er að kunna að meta það sem maður hefur, frekar en að vera sífellt að leitast eftir einhverju nýju eða betra. Þakklæti getur beinst að fólkinu í kringum okkur, sjálfum okkur, náttúrunni eða hlutum. Að temja sér þakklæti opnar hjartað og eykur vellíðan. Með því að færa fókusinn frá því sem okkur skortir og yfir í að meta það við höfum ýtum við undir tilfinningu fyrir gnægð og ánægju. Kvikmyndin Pay it forward er frábært dæmi um þakklæti í verki, þar sem aðalpersónan framkvæmir góðverk án þess að búast við neinu í staðinn, sem leiðir til keðjuverkunar af jákvæðum gjörðum. Ást er flókin og margþætt tilfinning sem hefur verið viðfangsefni heimspeki og sálfræði í gegnum aldirnar. Hún er flókin blanda af tilfinningum, hegðun og viðhorfum sem tengjast ástúð, verndun, tryggð, hlýju og virðingu. Ást eða kærleikur getur tekið á sig margvíslegar birtingarmyndir, allt frá rómantískri ást til platónskrar ástar, ástar á fjölskyldumeðlimi, ástar á dýrum og sjálfsástar. Hún getur veitt tilfinningu um öryggi og tilgang og það að tilheyra. Ást breytir efnafræði líkama okkar og hækkar m.a. magn oxýtósíns, stundum nefnt „ástarhormónið“ en það stuðlar að tengslamyndun, trausti og nánd. Áhrif jákvæðra tilfinninga Fredrickson nefnir fleiri jákvæðar tilfinningar í bók sinni, m.a. æðruleysi, áhuga, von, stolt, skemmtun, innblástur og lotningu. Áhrif þessara tilfinninga eru aukin seigla, lengri ævilíkur og bætt líkamleg heilsa. Jákvæðar tilfinningar geta hjálpað til við að takast á við erfiðar aðstæður. Þær stuðla að aukinni hamingju og ánægju með lífið og betri félagslegum tengslum. Jákvæðar tilfinningar auka sköpunargáfu og getu okkar til að taka ákvarðanir og finna lausnir á vandamálum. Þær veita einnig mótvægi við áhrifum neikvæðra tilfinninga. Leiðir til að rækta jákvæðar tilfinningar Meðfylgjandi eru nokkrar leiðir til að hlúa að jákvæðum tilfinningum í daglegu lífi: Iðkaðu þakklæti daglega með því að halda þakklætisdagbók eða íhuga reglulega hluti sem þú ert þakklát(ur) fyrir. Stundaðu núvitund eða hugleiðslu. Verðu gæðatíma með vinum og fjölskyldu og taktu þátt í innihaldsríkum samtölum. Gefðu þér tíma fyrir áhugamál og athafnir sem veita þér ánægju og fylla þig af gleði. Gerðu góðverk og gefðu af þér. Hreyfðu þig reglulega. Ræktaðu bjartsýni og einblíndu á möguleika og lausnir frekar en vandamál. Sýndu hlýju, umhyggju og ást í eigin garð. Byggðu upp stuðningsnet og vertu til staðar fyrir aðra. Verðu tíma utandyra og taktu eftir fegurð náttúrunnar. Fagnaðu tækifærum til að vaxa og læra. Hlustaðu á tónlist eða taktu þátt í listsköpun. Hugleiddu daginn þinn eða lífsreynslu í gegnum dagbók. Tjáðu öðrum tilfinningar þínar um ást og þakklæti. Gleði, þakklæti og ást eru ekki bara góðar tilfinningar; þær hafa áhrif á hegðun okkar og hugsun og eru undirstöðuatriði vellíðanar. Því er mikilvægt að rækta þær. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun