Sara áfram efst í The Open en Katrín Tanja á hraðri uppleið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2024 06:30 Sara Sigmundsdóttir hefur staðið sig best af íslensku stelpunum. Dubai CrossFit Championship Sara Sigmundsdóttir er áfram efst meðal íslenskra kvenna í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit en nú er búið að fara yfir árangur keppenda í 24.2 á CrossFit Open. Þetta er önnur vikan af þremur og nú fá keppendur bara eina viku í viðbót til að laga stöðu sína á listanum. 25 prósent allra keppenda í heiminum komast í fjórðungsúrslitin og því er ljóst að Ísland mun eiga marga keppendur þar. Í fjórðungsúrslitunum verður mun erfiðara að komast í undanúrslitin þar sem verður síðan rosalega hörð keppni um sæti á heimsleikunum í Texas í haust. Sara var eina íslenska stelpan inn á topp tvö hundruð á heimslistanum eftir fyrstu vikuna og hún náði 22. besta árangrinum í viku tvö. Það skilar Söru upp í 55. sæti á heimsvísu. Þetta verður vonandi mikið endurkomutímabil hjá Söru sem hefur ekki komist á heimsleikana í fjögur ár. Það breytist vonandi í ár. Birta Líf Þórarinsdóttir átti mjög góða viku en hún náði 25. besta árangrinum í 24.2 og það skilar henni upp í annað sætið meðal íslensku stelpnanna. Birta Líf er nú í 109. sæti á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir er áfram í þriðja sætinu og Bergrós Björnsdóttir dettur úr öðru sæti niður í það fjórða. Þuríður Erla er enn fremur í 158. sæti á heimsvísu en Bergrós er í 204. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir ekki í Evrópu heldur en í Norður-Ameríku undankeppninni. Hún átti ekki góða fyrstu viku þar sem hún endaði aðeins í 900. sæti. Katrín Tanja hækkar sig aftur á móti um 535 sæti milli vikna og er nú komin upp í 365. sæti á heimsvísu. Hún er í fimmta sæti meðal íslensku stelpnanna rétt á undan Steinunni Önnu Svansdóttur sem stundar æfingar hjá CrossFit Mjölni. Anníe Mist Þórisdóttir tekur þátt í The Open í ár þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún er auðvitað langt á eftir en situr í 23.912. sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Það er 121 íslensk stelpa á undan Anníe að meðtaldri Katrínu Tönju. Hér fyrir neðan má sjá fimmtán efstu íslenskustelpurnar sem keppa í undankeppni Evrópu. CrossFit games CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Sjá meira
Þetta er önnur vikan af þremur og nú fá keppendur bara eina viku í viðbót til að laga stöðu sína á listanum. 25 prósent allra keppenda í heiminum komast í fjórðungsúrslitin og því er ljóst að Ísland mun eiga marga keppendur þar. Í fjórðungsúrslitunum verður mun erfiðara að komast í undanúrslitin þar sem verður síðan rosalega hörð keppni um sæti á heimsleikunum í Texas í haust. Sara var eina íslenska stelpan inn á topp tvö hundruð á heimslistanum eftir fyrstu vikuna og hún náði 22. besta árangrinum í viku tvö. Það skilar Söru upp í 55. sæti á heimsvísu. Þetta verður vonandi mikið endurkomutímabil hjá Söru sem hefur ekki komist á heimsleikana í fjögur ár. Það breytist vonandi í ár. Birta Líf Þórarinsdóttir átti mjög góða viku en hún náði 25. besta árangrinum í 24.2 og það skilar henni upp í annað sætið meðal íslensku stelpnanna. Birta Líf er nú í 109. sæti á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir er áfram í þriðja sætinu og Bergrós Björnsdóttir dettur úr öðru sæti niður í það fjórða. Þuríður Erla er enn fremur í 158. sæti á heimsvísu en Bergrós er í 204. sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir ekki í Evrópu heldur en í Norður-Ameríku undankeppninni. Hún átti ekki góða fyrstu viku þar sem hún endaði aðeins í 900. sæti. Katrín Tanja hækkar sig aftur á móti um 535 sæti milli vikna og er nú komin upp í 365. sæti á heimsvísu. Hún er í fimmta sæti meðal íslensku stelpnanna rétt á undan Steinunni Önnu Svansdóttur sem stundar æfingar hjá CrossFit Mjölni. Anníe Mist Þórisdóttir tekur þátt í The Open í ár þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. Hún er auðvitað langt á eftir en situr í 23.912. sæti eftir tvær fyrstu vikurnar. Það er 121 íslensk stelpa á undan Anníe að meðtaldri Katrínu Tönju. Hér fyrir neðan má sjá fimmtán efstu íslenskustelpurnar sem keppa í undankeppni Evrópu. CrossFit games
CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Sjá meira